30 desember 2007
Hlaupandi flugferð
Já við "litla" fjölskyldan erum nú stödd í vellystingum á Íslandi og er ekki laust við að það verði þörf fyrir vel úti látna fitugjöf í lok þessarar jólahátíðar. Ég hugsa að við höfum bætt á okkur svona um það bil tíu smjörlíkisstykkjum um þessi jól, sem verða að fá að fjúka við fyrsta tækifæri. En fyrir það er nú eftir tvö kappátskvöld, nefnilega gamlárskvöld (eða trúlofunarafmæli okkar hjóna sem flestir íbúar plánetu okkar eru svo góðir að fagna fagmannlega með tilheyrandi kampavínssulli og sprengjulátum) og svo nýárskvöld sem er víst fyrsta mistakakvöld nýja ársins.
Annars erum við búin að hafa það alveg einstaklega notalegt og gott hérna á LANDINU góða. Við fengum alveg dýrindis hvít jól og var splæst í snjóþotu og svo farnar óendanlega margar salibunur niður brekkuna hérna við hliðina á húsinu hjá mömmu og pabba. Ég er alls ekki viss um það hver skemmti sér best, sú elsta, sá í miðjunni eða sá yngsti (sá allra yngsti fékk bara að horfa á í þetta skiptið, hann fær að renna með á næsta ári). Snjórinn hefur verið hérna hjá okkur alveg þar til í dag (daginn fyrir gamlárs) en þá byrjaði að rigna.
En svo við segjum nú söguna í réttri röð og byrjum á ferðahlaupunum ógurlegu ;o)
20. desember klukkan 16:00 lögðum við af stað sem leið lá á flugvöllinn í Álaborg. Sú ferð gekk einstaklega vel og tókst okkur að tékka öll 82kg okkar inn (við máttum vera með 85kg og þurftum að fara fyrr um daginn í Salling til að kaupa okkur nýja tösku undir allan farangurinn). Jæja við tékkuðum okkur inn í góðum tíma og settumst svo og fengum okkur súkkulaði að drekka og eina litla köku til að hita upp fyrir jólaátið á Íslandi. Meðan við sátum makindalega og hámuðum góðgætið í okkur kom upp örlítil seinkunn á flugvélinni okkar, þetta voru nú bara 15 mínútur í seinkun svo við vorum ekkert að hafa áhyggjur af þessu og enduðum með að fara í gegnum öryggishliðið og setjast fyrir innan og horfa á flugvélarnar. Það var engin vél sem beið okkar þar inni og því settumst við niður og spjölluðum við mjög skemmtileg hjón frá Þýskalandi með tvö börn á sama aldri og okkar. Þessi hjón eru að fara að flytjast til Álaborgar og voru mjög spennt að hitta Íslendinga sem bjuggu þar fyrir og var mikið rætt og hlegið. Svo leið og beið og engin mætti flugvélin til að flytja okkur til Kaupmannahafnar. Loks mörgum tímum síðar komumst við þó í loftið í flugvél merktri Spánarflugi með spænsku flugteimi sem talaði enga dönsku og bjagaða ensku. Okkur tókst þó að lenda á Kastrupflugvelli, en á svo góðum tíma að þegar við vorum að bíða eftir töskunum okkar voru heilar 25 mínútur í að flugið okkar til Íslands og við áttum eftir að fá töskurnar okkar 5, fara með strætó frá terminal 1 til terminal 3, tékka okkur inn og komast í gegnum security athugunina. Þegar töskurnar loks komu var strætóinn farinn og við þurftum að bíða eftir næsta vagni. Okkur tókst að komast inn í terminal 3 og hlupum eins hratt og við gátum með 2 börn og 5 töskur frá strætó og inn í terminal 3 sem var pakkfullt af fólki og að sjálfsögðu með rosalegri röð í tékkið. Svo ég tróð mér framfyrir og í saga class hjá SAS og fékk þar loks tékkinn fyrir okkur 10mínútum fyrir flug. Allar töskurnar á priority og beint út í vél og við hlupum með sitthvort barnið í fanginu sem fætur toguðu í öryggishliðið, biðum þar í röð afþví gaurinn var í fýlu og sagði að enn væru 10mín í flug og ekki komið að fluginu. Komumst loks í gegnum öryggishliðið c.a. mínútu fyrir flug og hlupum í gegnum bygginguna. Komið á skiltið, gate closed, og við hlaupandi út í vél. Ég varð að láta Jóhann fá Guðmund þar sem það var að líða yfir mig af hungri og hlaupaálagi (ein ekki alveg í nógu góðu formi). En okkur rétt tókst að ná í skottið á flugfreyjunum og öskra að ekki mætti loka vélinni því við værum að koma. Fengum meira að segja að fara um borð í vélina og vorum síðust að setjast (skemmtilega sveitt og vel lyktandi eftir öll hlaupin). Allavega við komumst um borð og loks þegar við vorum öll sest sagði stóri duglegi strákurinn okkar: "mamma, núna erum við ekki sein meira".
Skemmtilega ferðin endaði nú ekki þarna, þó við kæmumst öll klaklaust til Íslands. Því þegar við loksins komumst út úr flugvélinni og að töskufæribandinu, þá voru bara 2 töskur og enginn barnabílstóll. Við biðum og biðum og ekki kom meira af farangrinum okkar. Svo uppúr miðnætti að íslenskum tíma (semsagt eftir klukkan 1 að okkar líkamstíma) þá stóðum við og vorum að búa til skýrslu vegna þess farangurs sem vantaði. Svo keyrðum við löturhægt til Hafnarfjarðar þar sem ég varð að sitja undir Guðmundi Magnúsi vegna bílstólaleysis. Við fengum þó að vita að það ætti önnur vél að koma seint um nóttina og líklega væri farangurinn okkar í henni. Ein af töskunum sem vantaði var fatataskan okkar og önnur var taskan með jólagjöfinni hans Gunnars Mána, restin var svo dótarí og jólagjafir fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. En við semsagt komumst heim til mömmu og pabba og ég setti fötin mín í þvott, því þau voru vægast sagt illa lyktandi af hlaupunum á vellinum. Svo daginn eftir var ég fatalaus og spígsporaði um allt á náttsloppnum hennar mömmu. Þegar komið var framyfir hádegi gat ég ekki meir og fór í eldgamla pilsdragt af mömmu sem ég passaði í. Við þurftum nefnilega að fara út í snúninga til að versla fyrir skírnina. Það heppnaðist og loksins í eftirmiðdaginn kom allur farangurinn nema ein taska, loks kom þó barnabílstóllinn. En þessi eina taska sem ekki kom innihélt jólagjöfina hans Gunnars Mána. Við hringdum daglega útaf töskunni og loks á Þorláksmessukvöld var hringt í okkur frá Kastrup og okkur tilkynnt að þar væri ein taska merkt okkur. Við gáfum að sjálfsögðu upp skýrslunúmerið okkar og fengum við að vita að líklega hefði konan í SAS sagaklass dótinu gleymt að setja hvíta strimilinn á töskuna og hún því aldrei komist í flug. En sem betur fer voru 2 flug eftir seint um kvöldið og um nóttina svo laust fyrir hádegi á aðfangadag kom jólagjöf barnsins okkar í hús, svo hann gat nú fengið eitthvað frá mömmu og pabba undan jólatrénu ;o)
Allavega þá er ferðin búin að vera alveg frábær. Jólin voru full af pakkagleði og við fórum í kirkju og nutum okkar í botn í snjónum. Annar í jólum fór í skírn sem var alveg einstaklega vel heppnuð og gaman að sjá alla sem mættu í veisluna. Og svo nú líður senn að lokum þessa skemmtilega og virðburðaríka árs 2007. Það verður gaman að vita hvaða ævintýr árið 2008 ber í skauti sér.
Bless kex og ekkert hlaupastress
12 desember 2007
Það ætti bara að skila ykkur
Neðangreind frétt, tekin frá mbl.is, var víst í öllum fjölmiðlum heima í gær og það var ekki einn einasti maður sem hringdi í mig. En fyrir ykkur sem hafa gúbbífiskaminni þá heitir doktorsverkefnið mitt: "Comprehensive use of High Voltage AC cables in the Transmission Systems", eða "Umtalsverð notkun á riðstraums háspennustrengjum í raforku flutningskerfinu".
Svo nú er ég bara farin í fýlu :o)
Vilja móta stefnu um raflínur í jörð
Þingmenn, sem sitja í iðnaðarnefnd Alþingis, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að skipuð verði nefnd til að móta stefnu um hvernig leggja megi á næstu árum og áratugum raflínur í jörð sem nú eru ofan jarðar.
Í greinargerð með tillögunni segir, að á undanförnum árum hafi orkuframleiðsla á Íslandi aukist mjög og jafnframt gagnrýni á neikvæð umhverfisáhrif hennar. Umtalsverður hluti þeirra áhrifa sé sjónmengun af völdum háspennulína og hafi sú krafa orðið háværari að jarðstrengir séu nýttir í stað loftlína.
Jarðstrengir hafa m.a. þann kost umfram háspennulínur að vera óháðir veðurþáttum, svo sem ísingu, saltmengun og vindi. Slíkir þættir séu algengustu orsakir rafmagnsleysis og rafmagnstruflana. Því sé lagning jarðstrengja mikilvægt hagsmunamál dreifbýlisins. Þó verði að hafa í huga að viðgerðir jarðstrengja séu bæði dýrari og tímafrekari en á loftlínum.
05 desember 2007
Doktorskeila
04 desember 2007
Komin heim
Það var nú ósköp gott að koma aftur út til hans Jóa og knúsa hann dálítið, en ég hlakka samt ofsalega mikið til að fara aftur til Íslands. En næst förum við öll saman.....og það bara eftir 17 daga. GVÖÐ hvað ég hlakka til. Enda verð ég nú að segja að eftir þessa Íslandsför er mig farið að langa ansi mikið til að setjast að á landinu fagra......eeeeeeen það verður víst að bíða betri tíma.
Þar sem við lentum mjög seint á sunnudagskvöldið og vorum ekki komin í rúmið fyrr en rúmlega 2 um nóttina, fékk hann Máni minn að sofa út og vera í fríi heima í gær. Við mæðgin tókum okkur til og bökuðum jólasmákökur og settum upp næstum allt jólaskrautið okkar. Það er sumsé búið að setja seríur í flesta glugga og allt smádótið er komið upp, hingað og þangað um húsið, svo nú er orðið alveg afskaplega jólalegt hjá okkur :o)
Þar að auki ákvað ég að breyta til í stofunni því ég hef aldrei verið alveg nógu ánægð, svo ég snéri stofunni allri við og nú er ég mun sáttari. Þetta er miklu meira kósí eins og það er núna og mér líður betur að sitja kjurr þar inni með fæturna upp í loftið ;o)
Jæja, nú er víst best að koma sér í lærdóminn. Nóg eftir enn.
Jólafílingskveðjur frá Blákelduvegi
28 nóvember 2007
Í raforkugleði á Íslandi
Hellisheiðavirkjun
Peningagjá á Þingvöllum
Horft yfir Þingvallavatn
Jens og Dianna, nemendurnir mínir, við risa jeppann
18 nóvember 2007
Búin að kaupa jólakjólinn
10 nóvember 2007
Loksins má ég segja
07 nóvember 2007
Mikið fjör mikið gaman

Bjarne og Karina komin í hnapphelduna
Í gær fór ég svo í frábæra afmælisveislu til hennar Dýrleifar þar sem við fengum þvílíka dýrindis þrírétta máltíð. Alveg geggjað og ekkert smá góður matur. Heimagrafinn laks, heimaslátrað lamb og eplakaka úr heimaræktuðum eplum.........gott að eiga duglega húsmóður að vin :o)
Unnur, Edda, Aldís, Dóra, Erna, Erla og Dýrleif. Ríkey og Fríða komumst því miður ekki.
Næsta stóra mál á dagskrá er vinnuferð til Íslands. Eftir rétt rúmar 2 vikur fer ég til Íslands á vegum skólans og verð þar í 8 daga. Ég ákvað að taka drengina með mér og setja þá í pössun hjá ömmunum og afanum á meðan ég verð í vinnunni. Svo húsbóndinn verður skilinn aleinn eftir heima hérna á Blákelduveginum.
Ég mun nú eyða 90% af ferðinni núna í vinnuferðir og heimsóknir í virkjanir og fyrirtæki, en 18 dögum eftir að ég kem aftur til Danmerkur mun ég fara í FRÍ......aftur til Íslands :o)
27 október 2007
Frábært hrekkjavökukvöld
26 október 2007
Búið að fjárfesta í miða
Annars vorum við með mömmó hérna hjá okkur í gær og í kvöld ætla ég að skreppa út í smá partí sem ég, Hanna og Olga erum að skipuleggja. Það verður Halloween partí með búningum og látum og er orðin frábær stemning fyrir skemmtunina. Búið að bjóða mér í mat og fyrirpartí og allt saman, svo heilmikil spenna fyrir því að skreppa aðeins út og skilja strákana þrjá eftir í pelaviðræðum (gaman að sjá hvernig það gengur).
Set inn myndir frá hrekkjavökuballi um helgina.

22 október 2007
Lestarmyndirnar komnar



21 október 2007
Daginn daginn daginn
langt síðan síðast.....við erum samt öll á lífi.
Það má alveg segja að það hafi verið alveg nóg að gera hjá okkur síðan í lok september.
Í byrjun mánaðarins fór Jóhann í djammferðalag með skólanum og var ég því ein heima með pjakkana í 3 daga. Það gekk nú alveg rosalega vel, en tók pínu á þar sem á nákvæmlega sama tíma hann Máni minn var í aðlögun á leikskólanum og var bara til hádegis þessa fáu daga, svo það var nóg að gera hjá mömmunni. Mér tókst svo ofaní þetta að næla mér í flensu og var veik síðari tvo dagana og loksins þegar bóndinn kom aftur heim var ég komin með ríflega 39 stiga hita og var því vægast sagt glöð að fá hann heim. Hann dreif drengina út í bíl í tveggja tíma bíltúr svo ég gat sofið og hvílt mig aðeins og reynt að ná hitanum úr mér. Mér tókst þó að vera rúmliggjandi í rétt rúma viku og missti röddina í tvær vikur. Það varð svo skemmtilega slæmt að þegar ég hringdi í einn íslenskan vin minn hérna í Álaborg skildist ég svo illa að hann byrjaði að tala dönsku við mig (gerði ráð fyrir að ég væri dani þar sem hann skildi ekki hvað sagt var) ;o)
Jæja við höfum nú brallað ýmislegt annað síðustu vikurnar. Fórum í grillpartí til Dýrleifar og Hauks og föttuðum 2 vikum síðar að við höfðum átt ELLEFU ára afmæli það kvöldið. Já við erum víst búin að vera saman núna í rúm ellefu ár (GVÖÐ hvað við vorum mikil börn). Síðan er ég alltaf á fullu í skólanum og er farin að mæta ansi oft í viku með Mumma minn í skólann. Kenni og funda með fólki með hann hangandi framan á mér og það gengur bara vonum framar.
Svo er ég búin að vera í fríi í heila VIKU. Æðislegt að vera í fríi og ég hef EKKERT lært þessa heilu viku sem er mjög ólíkt mér og alveg frábær lífsreynsla :o)
Héldum 3 ára afmælisveislu fyrir pjakkinn okkar og maður var settur í bökunarbúðir þar sem prinsinn vildi fá lestarköku. Svo ég varð að gjöra svo vel og baka eitt stykki lest. Gekk prýðilega og drengurinn var ánægður sem var það allra mikilvægasta. (Ekki hægt að setja inn myndir hjá blogspot núna svo set inn mynd af lestinni seinna).
Núna er ég svo að halda mömmó á fimmtudaginn og að skipuleggja halloweenpartí fyrir næstu helgi, svo brjálað að gera á bænum.
Erum ekki búin að fá greitt frá tryggingunum en karlinn frá þeim er væntanlegur á næstunni og fáum vonandi allt frágengið eftir það svo við getum farið út og verslað okkur allavega myndavél og kannski einn skartgrip eða tvo.
Læt þetta duga í bili,
seeyalateraligater
28 september 2007
Óþverrafólk

16 september 2007
Á döfinni
Á miðvikudagsmorgun fór hele familien í leiðangur á Børnehaven Venøsundvej. Það var ofsalega gaman að sjá staðinn og spjalla við fóstrurnar. Leikskólinn er með alveg RISA stórum garði sem býður upp á allskonar möguleika, skógarferðir og fleira. Stóri prinsinn er orðinn mjög spenntur fyrir leikskólastarti. Eftir skoðunarferðina stungu mamman og Mumminn af í mömmó og nutu eftirmiðdagsins í góðum félagsskap og hámuðu í sig veisluföng og brjóstamjólk.
Þvottavélin kom loks á miðvikudag og er búið að útjaska henni, svo nú fær þvottavélin frí þar til hættir að rigna aftur (hvenær ætli verði fjárfest í þurrkara líka?).
Næsti dagur þar á eftir, fimmtudagurinn var draumadagur í lífi fjölskyldunnar á Blåkildevej 34. Þann dag renndi STÓR sendiferðabíll í hlað með NÝJA RÚMIÐ OKKAR (hvar fæ ég 210x210 teygjulök? Búin að leita allsstaðar og finn stærst 180x200). Síðan þá hefur varla verið staðið upp úr rúminu. Rúmið er formlega orðið að svefnstað, sófa, leiksvæði, mjólkurgjafarstað. Vantar bara uppá klósettið, en það er í smíðum hugarheima heimilisföðursins.
Bakið er batnað, svo nú er engin afsökun lengur, strangt aðhald í hjólaferðum og kraftgöngum tekur við eftir helgi, úfffffff......púffff....eins gott að komast í gírinn og missa smjörlíkismagann og bjórvömbina fyrir skírn.
Föstudagurinn fór í skólalæti, þar sem mamman og Mumminn eyddu nánast öllum deginum í háskólanum. Mumminn svaf og drakk í sig doktorsþekkinguna á meðan mamman hélt fund með annarri af tveimur grúppunum sínum og lék sér í súpervæsór leik. Gekk voða vel og doktorsneminn hefur enn sem komið er getað svarað öllum spurningum og leiðbeint grúppunni.....spennandi að fylgjast með framhaldinu.
Laugardagurinn fór í leti, þar sem mamman á heimilinu sat föst í rúminu og reis ekki úr rekkju fyrr en klukkan fór að nálgast ÞRJÚ. Jesús hvað það er langt síðan sú gamla hefur verið svona sjálfselsk og bara legið í leti. Eftirmiðdagurinn fór svo í verslunarferð og veislumatargerð þar sem við fengum frábæra gesti í kvöldmat. Erna og Margeir komu ásamt Helen prinsessu og spiluðu foreldrarnir undir hvítvínsglösum og bjórþambi fram á rauða nótt, á meðan börnin sváfu sínu værasta. Doktorsnemanum tókst að standa undir nafni og leiddi Fimbulfambið og er ofsalega stolt af því ;o) Klár í remach any time. Fullorðna fólkið hámaði í sig þrírétta málsverð með sykurbombu í lokin, sem algerlega hefur passað upp á að mamman losni ekki við smörlíkismagann.
Sunnudagurinn hefur farið í vinnu, leik og spil. Pabbinn og krónprinsinn skelltu sér í sund og svömmluðu um Nørresundby í rigningunni, á meðan mamman og örverpið sátu heima og reyndu að lesa og henda saman einhverjum fyrirlestri í power point, afþví mamman er að fara að halda fyrirlestur niðri í Frederecia á þriðjudag......og er kominn með framsagnarmagafiðringinn í kjölfarið. Kvöldið mun svo fara í rafmagnsefnalíflesireiknifræði.....mikið fjör og mikið gaman.
Mamman fæst ekki framúr risarúminu
Íverustaður örverpisins er á smjörlíkismaga mömmunnar
Ummmmm......gott að borða
Humm.......einhverjir að tapa þarna? ;o)
Prinsessan vaknaði þegar verið var að leggja af stað heim
10 september 2007
Slett úr klaufunum
Annars verð ég að segja að ég á bara einn sætasta og rómantískasta eiginmann sem til er. Allavega þegar ég var búin í bíó var fríkvöldið mitt sko ekki búið. Því þegar ég keyrði inn í innkeyrsluna á húsinu okkar tóku á móti mér kertaljós í luktunum við útidyrahurðina og þegar inn kom var húsið allt í kertaljósum. Alveg geggjað flott. En ekki nóg með það, því þegar búið var að fæða drenginn beið mín sjóðandi heitt froðubað með kertaljósum svo ég gat notið mín í vatninu. Algerlega geggjað og ég fór sko endurnærð í rúmið eftirá.
Hérna hjá okkur er búið að vera líf og fjör og í gær var hvorki meira né minna en 25 stiga hiti og skelltum við okkur því í lautarferð í skóg sem er rétt sunnan við Álaborg. Það var ofsalega gaman og við erum búin að ákveða að fara þarna aftur, enda skógurinn stór og við gátum rétt skoðað lítinn part af honum.
Annars varð óhuggulegur atburður hérna í gær þegar SAS vél frá Köben brotlenti á flugvellinum hérna í Áló. En við fljúgum yfirleitt með þessum SAS vélum til Köben þegar við komum til Íslands og ætlum einmitt að gera það nú í desember. Hérna má finna stutt fréttamyndband frá DR af slysinu.
Jæja farin að gera eitthvað af viti.
Yfir og út frá Áló
04 september 2007
Konan orðin kaupóð
Annað í fréttum er það að nú er ég orðin leiðbeinandi/vejleder/supervisor. Yes, átti reyndar upphaflega að fá grúppu sem var að hefja nám á 7. önn og samanstóð einungis af útlendingum og fá svona örlítið léttari verkefni þar sem þetta er fólk á intro og hefur aldrei unnið svona hópvinnuverkefni áður. En þegar allt kom til alls vantaði frekar leiðbeinanda á aðra grúppu, svo ég fékk hvorki meira né minna en að verða leiðbeinandi á LOKAVERKEFNI hjá tveim dönskum nemendum. Svo nú verð ég fram að jólum í því að leiðbeina krökkum sem eru að klára námið sitt í raforkuverkfræði ;o)
Anyways, ætla að fara að leggjast og glápa á imbann.
Yfir og út
Unnur Stella súpervæsór
31 ágúst 2007
Góði samverjinn
Við vorum svo ægilegir nördar að takast að týna töskunni minni í gær. Í töskunni var gemsinn minn, digital vídeókameran okkar og veskið mitt með öllum kortunum og meðal annars sygesikring kortinu mínu, hans Mána míns og hans Mumma. Svo við vorum að vonum miður okkar yfir þessu. En sem betur fer er nú enn til gott fólk í heiminum, því um það bil á sama tíma og við föttum að taskan er horfin hringir mamma í gemsann hans Jóa alveg miður sín um að eitthvað hafi komið fyrir.
Það var nefnilega svo sniðugt, að einstaklega úrræðagóður og heiðarlegur Dani hafði fundið töskuna mína og datt það snilldarráð í hug að fara í gegnum símanúmerabókina í gemsanum mínum. Að sjálfsögðu eru nánast öll nöfn á íslensku og erfitt fyrir einhvern Dana að finna hvað hann geti notað. En það var eitt orð sem hann þekkti. Ég hef nefnilega símann hjá henni móður minni vistaðan undir nafninu "mamma". Þó svo mamma sé ekki notað í dönsku, þá nota nágrannaþjóðir Dana þetta orð og sum ungabörn segja mamma á barnamáli áður en þeim hefur tekist að segja mor og far. Svo maðurinn hringdi í númerið merkt mamma og sagði við konuna sem svaraði að hann væri með veski dóttur hennar og hefði fundið það úti á götu í Danmörku. Mamma hélt nú fyrst að þetta væri einhver fábjáni og skellti á aumyngjans manngreyið (hún var úti í Bónus að versla þegar þetta gerðist) en fannst þetta svo eitthvað skrítið og fór að hafa áhyggjur af því að eitthvað hefði komið fyrir. Svo hún móðir mín tók nú upp símann og hringdi aftur í manninn og fékk að heyra aftur á dönsku, að maðurinn hefði fundið veski dóttur hennar úti á götu í Danmörku. Eftir smá samræður og útskýringar tókst þeim að skilja að ég hefði týnt töskunni minni og maðurinn hefði fundið hana og þekkt orðið mamma og ákveðið að hringja í það. Svo mamma fékk heimasímann hans og hringdi svo í gemsann hans Jóhanns til að láta okkur vita.
Þannig að bara hálftíma síðar var ég komin með veskið aftur í hendurnar og búin að hitta þennan indæla mann sem var svo góður að passa upp á veskið mitt og koma því í réttar hendur.
Svo mottó dagsins er: "Vertu góði samverjinn, skilaðu því sem þú finnur og notaðu heilann til að hringja í mömmu gömlu"
26 ágúst 2007
Garðvinna
23 ágúst 2007
Komin tími á fréttir
Annars er lítið annað en vinna í fréttum. Ég eyði deginum í skrif og lestur og kvöldunum í heimilisstand. Jóhann var að ljúka efnafræðikúrsinum sínum í dag með glans og dúxaði með 10, svo nú er hann kominn í vikufrí þartil verkfræðin byrjar.
Njótið myndanna og hlakka til að fá ykkur í heimsókn hvert af öðru,
yfir og út
Alrými eftir
Stofa fyrir
Stofa eftir
Meiri stofa fyrir
Meiri stofa eftir
05 ágúst 2007
Framkvæmdir dag og nótt
Lofa að setja inn fyrir/eftir myndir af herlegheitunum.
Bestu kveðjur frá framkvæmdaglaða fólkinu í Álaborg.
22 júlí 2007
Lífið heldur áfram :o)
Síðan þegar mamma og pabbi fóru fengum við tengdó í heimsókn, sem hefur séð um okkur síðan og hjálpað okkur með pössun og passað upp á að við hvílum okkur nóg. Enda hefur verið í nógu að snúast hjá okkur þar sem við erum búin að fá nýtt hús og erum að ganga frá pappírsvinnu og frágangi á íbúðinni okkar. Nýja húsið fáum við afhent 1. ágúst (eftir bara 10 daga) en við ætlum að nýta allan ágústmánuð í að ganga frá húsinu, mála og gera garðinn flottan og svona og svo flytja bara í rólegheitum í lok mánaðarins. Annars er þetta einbýlishús, 125,9 fm, með 4 svefnherbergjum, baðkari á baðinu (eitt af stærstu tilhlökkunarefnunum), ofsalega stórum garði og bílskýli.
Jæja best að fara að sinna pjökkunum.
Fyrsti glugginn er barnaherbergi nr. 2, svo baðið, eldhúsið, eldhúskrókurinn, útidyrahurðin, gestaklósettið, stofan og síðast gestaherbergið (sést ekki)
Lengst í burtu er svefnherbergið, barnaherbergi nr. 1, barnaherbergi nr. 2, baðherbergið og svo eldhúsið. Það er mikil vinna í gangi núna því það þarf að taka garðinn í gegn (var í algerri órækt) og svo er búið að rífa af gólfum og pússa parketið, rífa grindverk og setja ný, laga dyrakarma og fleira og fleira og fleira.
08 júlí 2007
24 júní 2007
Ekkert að gerast
Annars er ég farin að fá allmargar fyrirspurnir og spurningar, en NEI, ég er enn jafn þykk ef ekki bara feitari en áður. Ekkert barn komið, enda ennþá 3 vikur í settan dag. Ástæðan fyrir netleysi mínu og fjarlægð frá MSN er bara of góð útskriftargjöf frá kallinum, löngu tímabær afslöppun og alltof gott sjónvarpsefni á formi DVD frá njósnaranum á móti. Ég á nefnilega svo góðan mann, sem gaf mér eitt stykki 26" flatskjá fyrir svefnherbergið, eitt stykki nágranna sem voru svo elskuleg að lána mér 6 SERÍUR af Carrie og félögum í Sex&theCity og svo er ég eitt stykki svo mikill letingi að ég hef nánast bara legið uppi í rúmi og glápt á imbann síðan ég kláraði ;o)
Annars erum við heldur ekkert að flýta okkur, þvoði reyndar barnafötin í gær og svo keyptum við barnavagn af því það var útsala í Baby Sam og við þorðum ekki að bíða ef vagninn sem okkur langaði í skyldi seljast upp eða útsalan hætta. En ekkert annað búið að plana fyrir komu barnsins. Við vonumst til að geta lofað prinsinum okkar að vera með í undirbúningnum svo við ætlum að bíða með rúmið og allt dótið (sem er uppi á háalofti) þar til hann er kominn svo hann geti verið með í að sjóða duddur, setja saman barnarúm og hengja upp óróa. En ég get nú sagt ykkur að það eru BARA 3 langir dagar í að ég fæ að knúsa drenginn minn aftur, ohhhhh......my......gooooood......hvað ég hlakka til.
Jæja ég er að hugsa um að hætta leti í bili og skjótast til að sækja karlinn í skólann (hann er í lokaprófinu á morgun). En hann var bíllaus í dag þar sem njósnararnir okkar á móti eiga stóran dag á morgun og heimilisfaðiririnn þar á bæ var með glaðning handa konunni, sem flytja þurfti í bíl án þess að eiginkonan kæmist að nokkru ;o)
(híhíhí alltaf gaman að vera með í pínu plotti)
See ya later aligater
19 júní 2007
Loksins búin
Þetta tókst alveg bara bærilega. Allavega er ég enn á lífi og jafn þykk og feit sem áður (ekkert barn komið). Ég fékk lokaeinkunnina 11, sem svarar til 9,5-10 heima, svo ég er bara ágætlega sátt alveg.
Er samt langmest sátt við að vera loksins búin og geta farið að slappa af.
Við fengum bara fína gagnrýni og getum nú svosem ekki kvartað. Kennarinn okkar sagði að þetta væri besta ritgerð og besta verkefni sem hann hefði nokkurntíman lesið og séð og svo var lesin upp yfirlýsing sem kennari og sencor höfðu skrifað í sameiningu og á að birta í deildinni varðandi verkefnið og eitthvað þessháttar, allavega sátum við eins og fábjánar og gátum ekki annað en brosað. Þeir sögðu meðal annars að mesta syndin væri að ritgerðin væri leynileg (vegna gagna frá fyrirtækinu sem það er unnið fyrir) og ekki mætti birta hana því hún væri svo góð. Og svo er búið að bjóða okkur að skrifa 2 greinar fyrir IEEE upp úr verkefninu sem við byrjum að huga að eftir sumarfrí.
EN fyrst er að halda frí, enda hefur þessi önn einkennst af ansi mikilli vinnu og miklu erfiði svo komin tími til að setjast aðeins niður, draga djúpt andann og fara að hlýða læknum og hjúkrunarfólki og slaka örlítið á.
Svo nú segi ég góðir hálsar, gleðileg jól, gleðilega páska og gott sumar.
Yfir og út í bili frá
frú Master Of Science Engineer in Electrical Power Systems and High Voltage Technology
17 júní 2007
09 júní 2007
Sumarferð á Skagen
Feita ólétta konan komin í sjóinn með Louise