24 júní 2007

Ekkert að gerast

Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar og hamingjuóskirnar, gaman að vita að það er einhver sem nennir að lesa og fylgjast með öllu bullinu í mér :o)

Annars er ég farin að fá allmargar fyrirspurnir og spurningar, en NEI, ég er enn jafn þykk ef ekki bara feitari en áður. Ekkert barn komið, enda ennþá 3 vikur í settan dag. Ástæðan fyrir netleysi mínu og fjarlægð frá MSN er bara of góð útskriftargjöf frá kallinum, löngu tímabær afslöppun og alltof gott sjónvarpsefni á formi DVD frá njósnaranum á móti. Ég á nefnilega svo góðan mann, sem gaf mér eitt stykki 26" flatskjá fyrir svefnherbergið, eitt stykki nágranna sem voru svo elskuleg að lána mér 6 SERÍUR af Carrie og félögum í Sex&theCity og svo er ég eitt stykki svo mikill letingi að ég hef nánast bara legið uppi í rúmi og glápt á imbann síðan ég kláraði ;o)

Annars erum við heldur ekkert að flýta okkur, þvoði reyndar barnafötin í gær og svo keyptum við barnavagn af því það var útsala í Baby Sam og við þorðum ekki að bíða ef vagninn sem okkur langaði í skyldi seljast upp eða útsalan hætta. En ekkert annað búið að plana fyrir komu barnsins. Við vonumst til að geta lofað prinsinum okkar að vera með í undirbúningnum svo við ætlum að bíða með rúmið og allt dótið (sem er uppi á háalofti) þar til hann er kominn svo hann geti verið með í að sjóða duddur, setja saman barnarúm og hengja upp óróa. En ég get nú sagt ykkur að það eru BARA 3 langir dagar í að ég fæ að knúsa drenginn minn aftur, ohhhhh......my......gooooood......hvað ég hlakka til.

Jæja ég er að hugsa um að hætta leti í bili og skjótast til að sækja karlinn í skólann (hann er í lokaprófinu á morgun). En hann var bíllaus í dag þar sem njósnararnir okkar á móti eiga stóran dag á morgun og heimilisfaðiririnn þar á bæ var með glaðning handa konunni, sem flytja þurfti í bíl án þess að eiginkonan kæmist að nokkru ;o)
(híhíhí alltaf gaman að vera með í pínu plotti)

See ya later aligater

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

He he, njóttu í botn. Það verður nóg að gera hjá þér eftir nokkra daga/vikur eða svo.....

Nafnlaus sagði...

Elsku Unnur, Jói og Gunnar Máni.
Innilega til hamingju með prinsinn hann Guðmund Magnús, hlökkum mikið til að sjá hann þegar við komum aftur til DK.
Gangi ykkur rosa vel með nýja fjölskyldumeðliminn.
Bestu kveðjur,

Íris, Björgvin, Rakel og Ívar

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn, Gummi er einstaklega sáttur við nafnið enda bara alvöru víkingar sem bera þetta nafn;) Nú verður aldeilis fjör á bæ.
Hlökkum til að sjá myndir.
Magga, Gummi og Hrafnkell

Nafnlaus sagði...

Elsku Unnur Stella, Jói og Gunnar Máni. Innilega til hamingju með litla, sæta Guðmund Magnús. Við erum ótrúlega ánægð með nafnið á honum, líkt og á bróður hans ;) Hafið það sem allra, allra best.

Kær kveðja, Mæja, Gunnar Örn og Gunnar Magnús.