Loksins virkaði bloggforritið. Set inn myndir af lestinni minni sem ég sagði frá í síðasta bloggi. Ég bakaði tvær skúffukökur á miðvikudegi og setti í frystinn, á föstudegi skar ég skúffukökurnar niður og setti saman með vanillukremi á milli og svo vanillukremi ofaná og loks á laugardegi eyddi ég 4 klukkutímum í að setja litað krem yfir allt saman og ganga endanlega frá listaverkinu.
Nú ætla ég líka ekki að baka svona köku fyrr en í júlí á næsta ári ;o)



2 ummæli:
svakalega flott lestarkakan.
:)
Kv. Andrea.
Glæsileg lestin ;)
Skrifa ummæli