25 janúar 2007

Komin heim

Já nú er ég sko LOKSINS komin í frí. Komum heim í gær rétt fyrir 16:00 og ég byrjaði á því að skella mér í pottinn og skola úr mér ferðaþreytuna. Svo er ég bara búin að borða pínu (enn of lítið samt) og sofa og sofa og sofa og fór í dekur í dag í boði Beggu systur sem var algert æði og draumur og ég veit bara ekki hvað og Begga þúsund kossar og knús og faðm og allt, þetta var geggjað og rosalega vel þegið :o)
Er því núna með örlítið votara andlit (er orðin frekar þurr af þessum uppköstum :o( ) og fínar augabrúnir.

Jæja segi ykkur ferðasöguna seinna. Íslendingar er heima hjá mömmu og pabba í síma 5541755 (er að vinna í að fá gamla gemsann minn) og hinir, við sjáumst 4. febrúar

Kveðjur frá klakanum

21 janúar 2007

Djísús, hvað gerðist eiginlega!!!?????



Hvað er í gangi að tapa svona rosalega maður í mikilvægum leik???? Þessir handboltagaurar, ekki veit ég hvað kom fyrir eiginlega en þeir geta nú miklu betur en þeir sýndu í þessum leik á móti Úkraínu. Annars fyrir þá sem hafa áhuga hefur mér áskotnast möguleiki til að horfa á leikinn frítt og án lýsingar, svo hefur maður bara rás2 á www.ruv.is í gangi og hlustar samtímis á íslensku lýsinguna. (Sorrý Lára, en ég var bara að fá þessar upplýsingar í dag)

Allavega það eina sem þarf að gera er að fara hérna inn. Ég valdi svo að hala niður þar sem stendur "Sopcast 1.1.0 All In One for Windows" og svo þarf að installa þessu. Þá loggar maður sig inn og gerði ég það bara sem anonymus svo það er frítt og ekkert vesen með að skrá sig og svona. Þegar þessu er lokið ferðu hérna inn, finnur leikinn sem þú vilt sjá (allir leikirnir sýndir) og velur "play". Þetta opnast þá í windows mediaplayer og þú sest niður, slakar á og nýtur leiksins (með rúv í gangi ef þú vilt íslenska lýsingu) og vonast til að liðið spili betur en á móti Úkraínu :o)

Annars að öðrum málum, þá langar mig til að hrósa konu að nafni Halla Gunnarsdóttir sem ég þekki ekki neitt. En þessi merkiskona er ein þeirra sem bjóða sig fram til formanns KSÍ og þó svo hún hafi ekki verið valin og ekki veit ég hvort hún verði valin, þá hafa að minnsta kosti orðið þær breytingar á málefnum fótbolta á Íslandi að dagpeningagreiðslur til kvennalandsliðsins eru LOKSINS orðnar jafn háar því sem karlalandsliðið fær :o) Með þessu vil ég benda á frábæra grein hjá bloggara að nafni krummi.

Farin að lesa og læra og læra og lesa (BRÁÐUM búið)

19 janúar 2007

Yezzzzzzir

Jæja loksins eitthvað uppávið í þessum slappleysis málum mínum. Fór á vigtina í morgun og viti menn, þrátt fyrir skemmtilegar nætur og morgna undanfarið var ég barasta búin að þyngjast um heil 200gr. Þetta er bara mesta þyngdaraukning sem ég hef upplifað síðan ég varð ófrísk. Nú þarf ég bara að bæta á mig rétt rúmum tveimur og hálfum kílóum og þá er ég komin í sömu þyngd og ég var áður en ég varð ófrísk. Gleðigleðigleðigleði, annars verður það ekkert mál. Er að fara til mömmu og pabba eftir 4 daga og c.a. 20 klukkutíma og þá næ ég nú að öllum líkindum að þyngjast all verulega. Ætli ég verði ekki bara eins hvalur þegar ég kem aftur til DK :o)

Well anyways þá er ekkert að frétta, nóg að gera undirbúningur varnarinnar á fullu. Er reyndar að fara í mat hérna í boði skólans í hádeginu á eftir afþví við Per erum að fara á fund með Claus, supervisornum okkar, og manni sem heitir Hans Abildgaard og kemur fyrir hönd fyrirtækisins Energinet.dk sem ætla að vinna lokaverkefnið okkar með okkur. Svo það verður fjör.

Jú einar fréttir eru, gleymdi því næstum. Ég fékk bréf um að ég er ein af tveimur sem verið er að velja endanlega á milli um doktorsverkefnið sem ég sótti um síðasta haust. Þetta er verkefni fyrir Vattenfall, en það voru 20 manns sem sóttu um verkefnið upphaflega. Svo ég er bara nokkuð ánægð, að þó ég fái kannski ekki þetta verkefni þá komst ég allavega í loka valhópinn ;o) (fæ að vita seinna hver verður endanlega valinn)

Bless kex og ekkert stress

13 janúar 2007

Fyrri hluta lokið

Yes, loksins er fyrri hluta janúarvinnunnar lokið ;o)
Við erum búin með greinina fyrir Frakklandsferðina og er hún farin til Claus supervisor til yfirlestrar. Þetta er semsagt grein um hönnun á mismunarliða með Kalman filter í stað Fourier, sem venjulega er notað. Anyways, ég er búin að leggja greinina (sem nota bene er á ENSKU ekki dönsku) á netið fyrir áhugasama og er hægt að nálgast hana hér. Annars er bara nóg að gera og styttist óðum í próf og svo heimferð.
Well best að koma sér að lestrinum.

11 janúar 2007

Fríið búið

Jæja fríið var stutt og fljótt að líða, en engu að síður vel þegið og kærkomið ;o)

Allavega þá byrjaði ég á fullu í skólanum aftur á mánudaginn síðasta eða eftir að hafa haft frí hálfan fimmtudag (sem fór í svefn), allan föstudaginn, allan laugardaginn og allan sunnudaginn ALGER LÚXUS :o)

Núna erum við að skrifa greinina sem fer til Frakklands næsta sumar og samhliða því vinnum við Per að undirbúningi fyrir vörnina okkar. Við erum að búa til svolítið nýtt út frá simulerings módelinu sem við bjuggum til og vonumst til að geta klárað það í byrjun næstu viku svo við getum farið í lestur og framsagnargerð.

Við fjölskyldan erum búin að kaupa farmiða til Íslands og ætlum í hvorki meira né minna en 11 daga frí (lengsta frí á Íslandi síðan sumarið 2005). Við ætlum að fljúga héðan frá Álaborg rétt fyrir 7 miðvikudagsmorgunin 24. janúar og lendum 25 mínútum seinna í Köben. Svo eyðum við nokkrum tímum í Kaupmannahöfn og finnum okkur eitthvað skemmtilegt að gera, en fljúgum af stað til Íslands klukkan 13:20 ;o) Við fljúgum svo ekki til baka til Kaupmannahafnar fyrr en í eftirmiðdaginn 4. febrúar. Svo það er mikil tilhlökkun hér á bæ. Ætlum að láta okkur líða vel, borða góðan mat (ég vonast til að fá líka að borða og segja skilið við klósettskálina), liggja í leti, flatmaga í pottinum og í sundlaugunum og vera í góðum félagsskap :o)

Gunnar Máni er búinn að tilkynna okkur það að hann ætlar á róló með afa sínum og svo ætlar hann á snjóþotu, afþví við vonumst til að fá snjó og kalt sem smá tilbreytingu frá 10-15 stiga hitanum og rigningunni hérna í Danmörku.

Jæja best að halda lærdómnum áfram, þetta klárast víst ekki af sjálfu sér.

05 janúar 2007

LOKSINS FRÍ :o)

Jæja, skilaði í gærmorgun og er búin að sofa síðan. Rosalega gott loksins að sofna.

Fór í sónar í síðustu viku og læknirinn skipaði manni bara að fara í frí, eins og það væri bara á allra færi á þessum tíma. En ojæja ég er þá allavega komin í frí núna ;o)
Er búin að léttast um rúm 3 kg á þessari meðgöngu og ég og klósettskálin að verða bestu vinir, enda knúsumst við og kyssumst hvern einasta dag. Var síðan búin að ná mér í samdrætti og harðan maga í síðustu viku og sagði læknirinn að það væri vegna of mikillar þreytu og streitu....hummmmmm hvernig ætli standi nú á því. Var í fríi allan aðfangadag, vann svo heima á jóladag og búin að vera í skólanum hvern einasta dag frá því fyrir 8 á morgana og fram yfir kvöldmat síðan þá (nema á gamlársdag þá kom ég heim um 13:00). Svo í fyrradag mætti ég í skólan rétt fyrir 9 um morguninn og kom svo heim tæpum 25 klukkustundum síðar, eða um 10 í gærmorgun. Þegar ég kom heim þá biðu mín heitar vöfflur og heitt súkkulaði með þeyttum rjóma sem minn ástkæri eiginmaður, yndislegi sonur og hin frábæra fría auper sem allt gerir (tengdó) höfðu gert fyrir mig. Jóhann kom reyndar á móti mér því ég ætlaði ekki að komast upp brekkuna vegna þreytu, svo hann kom og leiddi hjólið fyrir mig og hélt undir öxlina og nánast dróg mig heim :o) Svo þegar ég var búin að borða þetta frábæra morgunkaffi lagðist ég undir sæng og dó. Var vakin um kvöldmat og komst framúr til að gleypa einn bita af íslensku lambakjöti með öllu meðlæti, dó svo aftur og kom fram úr í morgun, heilum sólarhring síðar :o)
En nú er ég líka loksins að verða hress og get vonandi haldið mér á fótunum í dag og um helgina svo ég geti nú notið frísins aðeins líka. Ætla að mæta hress og kát í skólann snemma á mánudagsmorgun ;o)
Anyways, fyrir forvitna og áhugasama þá liggur ritgerðin (268 blaðsíður thankyou) á heimasíðunni http://kom.aau.dk/~unnursg/main.pdf, látið ykkur ekki bregða þó það taki tíma að opna hana, hún er um 10 Mb. Það er eins gott að gangi svo vel í prófinu eftir alla þessa vinnu. Hugsa samt að ég nái ekki sömu einkunn og í fyrra sem var 11 og er sú einkunn sem hæst er gefin, en vonandi fæ ég ekki eitthvað mikið minna samt. Well ég ætla að koma mér notalega fyrir upp í sófa og byrja á annarri af tveimur íslensku bókunum sem ég fékk í jólagjöf ;o)

Gleðileg jól, gleðilegt ár og góða nótt