07 nóvember 2007

Mikið fjör mikið gaman

Úff það er svo mikið að gera að það hálfa væri nóg. Ekki að það sé ekki ágætt að hafa eitthvað fyrir stafni, ........en.......ég væri alveg til í smá pústrúm, í svona hálftíma eða svo.


Ég var nú svo heppin að fá hann Samma stóra bró í smá heimsókn um daginn. Já hann gerði sér lítið fyrir og kom í köku og kaffi hingað til Álaborgar og flaug svo aftur 3 tímum síðar. En um kvöldið mættum við á foreldrakvöld í leikskólanum þar sem ég var valin í stjórn foreldrafélagsins. Svo núna er ég víst orðin alvöru mamma og farin að reyna að stjórna á fleiri stöðum en í skólanum og á heimilinu ;o)


Á laugardag ákváðum við svo að skella okkur í örstutta bílferð og keyrðum litla sexhundruð kílómetra á einum degi........ójá 600. Við skelltum okkur nefnilega í brúðkaup danskra vina okkar niðri í Aagerskov sem er rétt við Þýskaland. Upphaflega ætluðum við nú bara að fara tvö hjónin í veisluna, en þar sem sá litli algerlega neitar að taka pela endaði með að við tókum hann með okkur og aumingjans Gunnar Máni var skilinn einn eftir heima í pössun hjá henni Boggu.

Bjarne og Karina komin í hnapphelduna


Í gær fór ég svo í frábæra afmælisveislu til hennar Dýrleifar þar sem við fengum þvílíka dýrindis þrírétta máltíð. Alveg geggjað og ekkert smá góður matur. Heimagrafinn laks, heimaslátrað lamb og eplakaka úr heimaræktuðum eplum.........gott að eiga duglega húsmóður að vin :o)

Unnur, Edda, Aldís, Dóra, Erna, Erla og Dýrleif. Ríkey og Fríða komumst því miður ekki.




Næsta stóra mál á dagskrá er vinnuferð til Íslands. Eftir rétt rúmar 2 vikur fer ég til Íslands á vegum skólans og verð þar í 8 daga. Ég ákvað að taka drengina með mér og setja þá í pössun hjá ömmunum og afanum á meðan ég verð í vinnunni. Svo húsbóndinn verður skilinn aleinn eftir heima hérna á Blákelduveginum.

Ég mun nú eyða 90% af ferðinni núna í vinnuferðir og heimsóknir í virkjanir og fyrirtæki, en 18 dögum eftir að ég kem aftur til Danmerkur mun ég fara í FRÍ......aftur til Íslands :o)

Engin ummæli: