12 desember 2007

Það ætti bara að skila ykkur

Já, ég er nú bara sár út í ykkur Íslendinga á Íslandi í dag.
Neðangreind frétt, tekin frá mbl.is, var víst í öllum fjölmiðlum heima í gær og það var ekki einn einasti maður sem hringdi í mig. En fyrir ykkur sem hafa gúbbífiskaminni þá heitir doktorsverkefnið mitt: "Comprehensive use of High Voltage AC cables in the Transmission Systems", eða "Umtalsverð notkun á riðstraums háspennustrengjum í raforku flutningskerfinu".
Svo nú er ég bara farin í fýlu :o)

Vilja móta stefnu um raflínur í jörð

Þingmenn, sem sitja í iðnaðarnefnd Alþingis, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að skipuð verði nefnd til að móta stefnu um hvernig leggja megi á næstu árum og áratugum raflínur í jörð sem nú eru ofan jarðar.
Í greinargerð með tillögunni segir, að á undanförnum árum hafi orkuframleiðsla á Íslandi aukist mjög og jafnframt gagnrýni á neikvæð umhverfisáhrif hennar. Umtalsverður hluti þeirra áhrifa sé sjónmengun af völdum háspennulína og hafi sú krafa orðið háværari að jarðstrengir séu nýttir í stað loftlína.
Jarðstrengir hafa m.a. þann kost umfram háspennulínur að vera óháðir veðurþáttum, svo sem ísingu, saltmengun og vindi. Slíkir þættir séu algengustu orsakir rafmagnsleysis og rafmagnstruflana. Því sé lagning jarðstrengja mikilvægt hagsmunamál dreifbýlisins. Þó verði að hafa í huga að viðgerðir jarðstrengja séu bæði dýrari og tímafrekari en á loftlínum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð nú bara að viðurkenna að ég sá ekki þessa frétt í gær. Ég verð víst að kíkja á hana.

En já, ég er ólétt og hef afsökun fyrir að vera með gúbbífiskaminni, a.m.k. þar til brjóstagjafaþokunni léttir :)

Kv. Andrea.

Nafnlaus sagði...

Bú bú...
Sælar, viltu senda mér heimilisfangið ykkar í tölvupósti a.s.a.p.
Með fyrirfram þökk

Kær kveðja
Sigurveig Birgisdóttir
sbirgisd@hotmail.com