18 nóvember 2007

Búin að kaupa jólakjólinn

Yes, við Jói og Mummi skelltum okkur í búðarráp á föstudagseftirmiðdag. Keypti mér jólakjólinn (hef ekki keypt mér fínann kjól sem ekki er óléttukjóll í ár og öld). Rosa gaman að festa kaup á fínum sparikjól :o) Fór svo í gærmorgun og keypti fyrstu skartgripina fyrir tryggingapeningana sem við fengum útaf innbrotinu. Svo nú er ég að byrja að safna í nýtt skartgripasafn. Þetta skiptið keypti ég mér silfurhálsmen, armband og eyrnalokka í stíl. Allt í stíl við nýja kjólinn ;o)


Fórum svo í frábæra afmælisveislu til Ragga vinar okkar í nágrannabæjarfélagi. Hittum fullt af skemmtilegu fólki og borðuðum YFIR okkur af frábærum kökum. Takk fyrir okkur :o)

Svo breyttist nú gamanið því kvefið mitt og smá hálsbólga breyttist fljótt eftir að við komum heim og ég gat ekki sofnað. Þegar ég var búin með leyfilegan sólarhringsskammt af hálsmixtúru á ca. 6 tímum ákvað ég að fara á læknavaktina (klukkan 2 í nótt). Og viti menn, ekki skrýtið að hálsmixtúran virkaði ekki, ég er komin með streptókokka og fékk sýklalyf. Svo núna fer þetta veikindastand vonandi að lagast.

Skemmtilegu fréttirnar eru þó þær, að í dag eru bara 6 dagar í Íslandsför mína með drengina.

Batnandi kveðjur frá Álaborg

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú ert fín! æðislegur kjólinn þinn!
Kveðja frá Næs
Erna og c.o

Nafnlaus sagði...

Flottur kjóll. Það verður gaman að fá þig til Íslands :)

Annars keypti ég tvo sparikjóla í Danmörku í sumar (sem eru þó ekki óléttukjólar en samt þannig sniðnir að ég get notað þá). Reyndar hafði annar verið aðeins of stór á tilteknum stað í sumar en núna smellpassar hann (mín var ekkert smá ánægð með það ;) ). Keypti mér svo fína peysu við báða kjólana um daginn (því ég er kuldaskræfa).

Hlakka til þess að sjá þig á klakanum.

Kv. Andrea.
P.S. þú getur líklega ekki skrifað í gestabókina hjá Ásgeiri, við fengum svo mikið spam erlendis frá að við þurftum að loka fyrir alla erlenda umferð um gestabókina (en þú átt alveg að geta lesið bloggið og bara sent mér póst ef þú vilt senda kveðju - ég get þá alveg sett hana handvirkt inn fyrir þig -var bara orðin svo þreytt á þessu rusli í gestabókinni).

Nafnlaus sagði...

Alveg, og eins og alltaf, ertu gullfalleg dóttirin mín yndisleg, alveg spegilmynd mömmu þinnar.

Kjóllinn er glæsilegur.

Mikið hlakka ég til að leiða þig, hönd við hönd, eins og í gamla daga niður Laugaveginn laugardaginn 22. des. n.k. og í vöfflur og súkkulaði í 10 Dropum, eftir skötuátið.

Við hlökkum ofsalega mikið til að sjá ykkur næsta laugardag.

Innilegar kveðjur frá okkur mömmu.
Bless, bless, þinn pabbi.

Unnur Stella sagði...

hahaha
gaman pabbi að þú skyldir koma hingað inn ;o)

Og ójú hvað ég hlakka til að rölta með þér Laugaveginn, finna jólagjafir og enda í Tíu Dropum. Það er sko uppáhalds jólahefðin, sem ég hef misst af alveg síðan 2004.

Sjáumst eftir 3 daga