29 apríl 2007

Áframhaldandi sumar í Ålborg

Jæja, ætli það sé ekki löngu kominn tími á nýtt blogg :o)
Hérna leikur sumarið enn við okkur. Ég get allavega sagt það að ákkúrat núna er ég flúin inn útaf of miklum hita, og ég veit ekki hvernig ég á að lifa júlímánuð af. Það á að vera enn heitara og ég verð komin alveg á steyperinn, djísús hvað ég hlakka ekki til.
En anyways, við erum svona búin að bralla margt og mikið undanfarið. Fórum t.d. í hópkosningaferð um daginn. Við hér í 78 og þau á móti í 59 fórum öll sömul saman og kusum okkar flokk, það er nú svo þægilegt, þar sem við erum öll með frekar sterkar skoðanir á þessum málum, að þá erum við öll sammála um okkar skoðanir og styðjum að sjálfsögðu við bakið á sama flokki, svo ekki er mikið um þrætuefni í stjórnmálaumræðum þessara tveggja fjölskyldna ;o)
Svo erum við búin að vera að njóta sólarinnar, ýmist með ísleiðangrum, útisólböðum, innilestri eða öðru. Ég fór nú reyndar á fredagsbar með strákunum á föstudaginn og við vorum víst ekki þau einu sem ætluðum að njóta útiverunnar með öl (eða Coke) í hönd. Því allt svæðið umhverfis kantínuna og tjörnina okkar var pakkað af fólki sem lá og sat út um allt og sleikti sólargeislana. Á föstudagskvöldið fórum við svo í mat og spil yfir til Írisar og Bó og fengum þennan dýrindis mexíkóska rétt ummmmm..... takk aftur fyrir okkur. Fyrsta spil kvöldsins var pictonary og var skipt upp í lið, stelpur á móti strákum. Stelpurnar stóðu sig að sjálfsögðu frábærlega, en sökum einstakra teiknihæfileika drengjanna, þá sérstaklega hreyfiteiknihæfileika, tókst þeim rétt að merja út sigur í þetta skiptið. En við létum ekki þar við sitja heldur skelltum okkur einnig í eitt scrabble spil, again stelpur á móti strákum. Þar sem orðabókin var ekki leyfð í þetta skiptið (sökum mikils svindls ónefnds aðila síðast) ákvað Jóhann að þetta væri ekkert gaman og lygndi aftur augunum, á meðan hann lét "stakkels" Bó sitja einan að orðamyndun á móti snilligáfu okkar yfirdívanna. Svo að sjálfsögðu gat þetta spil einungis endað á einn veg, eða með yfirburðarsigri betri helminganna :o)
Í gær vorum við svo heppin (eða þannig) að Gunnar Máni var búinn að ná sér í sumarflensu og var kominn með hita, svo við vorum innandyra með hann allan daginn, utan pínu verslunarleiðangurs sem við píurnar í nr. 78 og 59 fórum í. Við rétt skutumst út í Bilka og Jysk og nældum okkur í nokkrar nauðsynjavörur og brunuðum svo heim á leið í sólina.
Dagurinn í dag hefur svo verið alveg geggjaður. Í morgun fórum við í göngutúr með nesti og stoppuðum lengi á róló með prinsinn, sem fékk að fara út þrátt fyrir kvefið og hitann í gær. Hann fékk þó að vera í síðbuxum og síðerma bol, á meðan mamman spókaði sig um í stuttermabol og stuttu pilsi, og litlu mátti muna að hún læki niður úr hita. Síðan seinnipartinn höfum við hjónakornin setið saman í c.a. 30 stiga hita í garðinum með sólgleraugu í andlitunum og skólabækurnar fyrir framan okkur. Það er bara einfaldlega ekki hægt að sitja inni í þessu veðri, nema þá þegar manni er orðið ALLTOF heitt og þarf að komast í kuldann. En það virðist nú vera sem svo að sumarið sé komið hingað til okkar, því skv. DMI núna, á hitastigið að haldast þetta í og yfir 20 gráðurnar út næstu viku (sem þýðir áframhaldandi 25-30 gráður í garðinum), engin rigning (svo Jóhann fær að halda grasvökvuninni 2 á dag áfram), en eitthvað á að draga fyrir sólu, þar sem ekki á að vera áfram heiðskýrt, heldur hálfskýjað frá og með þriðjudegi. Semsagt áfram hiti og sól og vonandi sem mest af lærdóm utandyra.
Skelli inn nokkrum sumarmyndum með að gamni, farin aftur út í sólina.

Ég elska skype

Í göngu/hjólatúr með kúluna út í loftið

Maðurinn og hundurinn að njóta sólarinnar

15 apríl 2007

Sumarhelgi

Jæja nú er sko búin að vera sumarblíða sem við höfum notið síðustu daga. Það hefur verið ofsalega erfitt að einbeita sér í lærdómi þegar er yfir 20 stiga hiti útifyrir og sólskin. Endaði með því að við skruppum (ég og strákarnir) á fredagsbar rétt um klukkan 3 á föstudaginn og sátum þar til að verða hálffimm, ég með kók og þeir með öllara, fyrir utan kantínuna. Við vorum ekki þau einu, en allt í kringum kantínuna og tjörnina var fólk að sötra öl og snæða snakk.
Eina leiðin fyrir mig til að halda einbeitingu um helgina hefur svo verið með því að læra utandyra í sólinni. Það er bara ekki hægt að sitja inni og horfa útum gluggann, þegar ALLIR eru úti.
Fórum svo á ströndina í dag, sem var alveg GEGGJAÐ. Ekkert smá flott að vera þann 15. apríl í stuttu pilsi og hlýrabol að spóka sig í skeljasandi og vaða í sjónum. Lífið bara gerist ekki betra. Annars á aftur að kólna á þriðjudag, besti dagurinn á að vera á morgun og svo ekki nema 10 gráður á þriðjudag. Skelli inn örfáum sumarmyndum hérna, en mun meira er að finna á heimasíðu prinsins.
Verið að færa mömmu sinni blóm


Hitastigið í skugga klukkan 17 á fimmtudegi

27 vikna bumba að leika við prinsinn á ströndinni

Hjónakornin í sjálfsmyndatöku

11 apríl 2007

Sumar og sól

Fékk rosa skemmtilegt bréf í dag :o)

---------------------------------------------
On behalf of the IPST Conference 2007, I am pleased to inform you that your paper, titled Advantages in using Kalman phasor estimation in numerical differential protective relaying compared to the Fourier estimation methods has been given Final acceptance status.
You must now register for the conference and present the paper or it will be withdrawn from the conference proceedings.
You must now e-mail me the name of the presenter with the Paper ID number. The conference organizing committee will verify the registration of the presenter for each paper on May 14th and withdraw the paper from the conference program and proceedings if the presenter is not registered.
Program Committee, IPST 2007
jean.mahseredjian@polymtl.ca
laurent.dube@ieee.org
-------------------------------------------------------
Svo nú er bara að skrá þáttakanda á sjálfri ráðstefnunni í Frakklandi ;o)

Anyways, fyrir þá sem njóta kulda og rigningar, jafnvel lifa í frosti og snjó, þá ætlum við litla fjölskyldan á Næssundvej 78 á ströndina um helgina þar sem búið er að spá yfir 20 stiga hita og logni.

Ætli það verði ekki ríflega 25 stiga hiti í sólinni í garðinum okkar ;o)

05 apríl 2007

Við lifum hratt, á gervihnattaöld

Já tíminn bókstaflega flýgur áfram hérna. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar ég fattaði að ég væri kannski ófrísk og var þá barasta komin allnokkrar vikur á leið (var einmitt örfáum dögum eftir ærlegt djamm með krökkunum úr skólunum, en óvell) og núna er ég víst komin 25 vikur plús 3 daga. Enda farið að sjást allvel utan á hvalnum hérna á Næssundvej 78, sem getur ekki haldið sig frá kökum og sælgæti þessa dagana. Ekki bætir ofaná að nú erum við orðnir stoltir bílaeigendur og þá er náttúrulega ekki hægt að hreyfa á sér rassinn, hver fer að labba eða hjóla þegar hann getur setið í eðalvagni hvern einasta meter. Úff, ég ætla nú að breyta þessu því við ætlum að skjótast á laugardaginn og kaupa okkur hjólastatív sem er fest á krókinn á bílnum. Þannig get ég þá hjólað í skólann og fengið svo far heim (með hjólið aftaná) og losnað við þessa #$%$%&$"% brekku sem er hérna og ég dríf ekki lengur upp, nema sitja eftirá í nokkra klukkutíma og kveinka mér í lífbeini og grind. Það verður samt hressandi að geta allavega hjólað léttar vegalengdir og haldið þannig við smá hreyfingu. Þarf að koma í veg fyrir að þessi blessaða undirhaka sem ég er að næla mér í nái ekki að vaxa um of.

Anyways, hérna var vetur, svo kom vor, svo kom sumar og nú er komið haust. Eins og ég sagði þá líður tíminn óskaplega hratt. Nei það er nú bara þannig að fyrir ekki svo löngu var allt bókstaflega á kafi í snjó og ískalt. Síðan bráðnaði snjórinn á 2 vikum eða svo og það hlýnaði og allt byrjaði að springa út. Fengum þar með c.a. 3 vikna vor með tilheyrandi blómstrun og gluggaveðri (var kalt útaf vindi). Svo í síðustu viku barasta rauk hitinn upp yfir 15 gráður og vel það. Var rétt um 20 gráður í garðinum okkar á síðustu helgi (og prinsinn að leika sér bara á bleyju og bol utandyra), svo tók veðrið upp á því í gær að byrja aðeins að blása með sólinni, svo það kólnaði niður í ekki nema 5-10 gráður. Svo núna er allt í lagi hiti, samt ekki lengur stuttermabolaveður, kannski peysuveður, og dálítill vindur. Fínasta haust. En mér sýnist nú á DMI að það eigi að byrja að hlýna aftur verulega eftir helgi og fara hlýnandi. Svo vonandi komumst við fljótlega aftur upp úr þessum 7-8 gráðum og upp í góðu indælu 20 gráðurnar okkar :o)


Það er reyndar allt að verða voða fínt í kringum okkur. Hekkið í garðinum á bakvið er í blóma (koma fyrst gul blóm og svo græn blöð), páksaliljurnar allar útsprungnar ásamt öðrum laukum sem ég setti niður í hitteðfyrra, svo það er voðalega páskalegt og gult í garðinum okkar. Ég fór líka á síðustu helgi í blómaleiðangur í Bilka, svo nú eru komnar rósir og fínust blóm í alla potta og öll beð. Okkur tókst líka á sunnudaginn síðasta að borða úti (í 20 gráða hitanum) og grilluðum auðvitað íslenskt lamb. Ætlum að grilla aftur í kvöld en þurfum að öllum líkindum að borða inni og við sem vorum að kaupa okkur nýtt borð í fyrradag. Stóra garðborðið okkar (það sem við höfum alltaf á pallinum að framan) brotnaði nefnilega undan snjóþunganum í febrúar svo við urðum að færa litla borðið (það sem við höfum alltaf í bakgarðinum) á pallinn að framan. En þá gátum við ekki notið þess að sitja úti á bakvið líka, þar sem sólin er á morgnana og í hádeginu (hún er ekki að framan fyrr en í eftirmiðdaginn). En núna erum við aftur komin með tvö borð svo við getum setið hvort um sig, sitt hvorum megin við húsið ;o)


Jæja, best að halda áfram í lærdómnum.



Prinsinn í sólarleik í bakgarðinum



Hvalurinn með undirhökuna