30 maí 2006

Jæja, nú er klukkan 09:03 á þriðjudagsmorgni og ég búin að vera hérna í skólanum síðan 7:30 á mánudagsmorgun (í gær). En við vorum að klára að prenta og erum að fara með þetta allt saman til kennarans núna :o)

Geggjuð skýrsla, sú besta sem ég hef verið með í að gera. 250 blaðsíður og litur og ljósmyndir og allt. Endilega kíkja á http://www.ponstud.aau.dk/~s07usg/

Mappan CD-ROM er geisladiskurinn sem fylgir ritgerðinni og er óraraður rétt rúm 700 Mb. Jæja farin heim að lúlla áður en ég fer og sæki litla prinsinn minn. Ein skemmtileg traktormynd í lokin ásamt vinnumyndum frá grúppunni.




22 maí 2006

Haglél og þrumur og eldingar

Ákvað svona að gamni að setja inn myndir af hinum margumtalaða verkefni. Annars er bara fínasta að frétta héðan. Grenjandi rigning og brjálað þrumuveður. Svona ekta útlandarigning, alveg HELLT úr fötu, beint niður (engin rigning á ská eða upp á móti) og þrumulæti og ljósglæringar. Annars var svo skrítið veðrið áðan, ég hef aldrei á ævinni upplifað annað eins. Við vorum að labba til baka úr matsalnum og þá skall á rosalegt haglél. Með þeim allra stærstu höglum sem ég hef nokkurntíman séð. Þau voru á stærð við skopparabolta (ekki djók). Ekkert smá vont að fá þau í sig. Við hlupum náttúrulega eins og brjálæðingar til baka, en ég held að lærin mín séu ansi marin eftir þessa upplifun (höfuðið slapp þar sem það var varið með báðum höndum). Á þessari síðu getið þið séð eldingafjölda hérna í Danmörku í dag klukkan 12 á hádegi.


Simuleringen af kerfinu í PS-CAD forritinu



Þetta er fína fína heimagerða rásin okkar sem við hönnuðum og smíðuðum. DSP er græna prentplatan fjærst.



Hér er uppsetningin sjálf



Uppsetningin okkar úti í Lab. Fjærst er omicron sem gefur út réttar spennur og strauma. Næst er tölvan sem inniheldur forritið er mismunavörnin okkar og hleður því inn á DSP

20 maí 2006

Skóla skóla skólafólk

Já, enn ein helgin og ég í skólanum. Fyndið nú eru skil í næstu viku og ef ég labba fram á gang þá eru öll grúppuherbergi full af vinnandi fólki :o)

Bara svona að gamni fyrir rafmagnsverkfræðinördana sem ég þekki og lesa þetta blogg, þá er hérna smá resumé af því sem við höfum verið að búa til í vetur, þið verðið samt að afsaka sletturnar þar sem ég þekki ekki mikið af þessum tækniorðum á íslensku, bara ensku og dönsku:

Annars er búið að vera rosa fjör í dag. Kalman estimeringen sem við bjuggum til er farin að virka og allir vita að þegar eitthvað sem maður er búinn að eyða 4 mánuðum í að hanna og búa til frá grunni fer að virka í alvöru, þá er sko gaman. Nú getum við hermt skammhlaup í PS-CAD forritinu sem við erum með, sent það í gegnum matlab til að breyta formattinu, áfram í gegnum Omicron hermitækið sem breytir merkjunum frá tölvunni í mælanlega spennu og straum. Svo tekur mælirásin sem við bjuggum til við, hún er til að mæla straumana sem renna í hverjum fasa. Þessar mælingar eru fæddar inn í DSP sem er forritað með Kalman estimeringunni okkar. Kalman estimeringen virkar sem mismunavörn. Þ.e. hún tekur straumana frá fjarhlið spennisins sem við erum að verja, flytur yfir á nærhliðina með tilliti til fasamunar því þetta er Dyn5 spennir. Svo ber forritið saman þessa fluttu strauma við straumana frá nærhliðinni og ef það er munur, þá tékkar forritið hversu hár straumurinn frá 2. og 5. harmonisku er, ef hann er yfir ákveðnu gildi þá er verið að starta spenninum og ekki um skammhlaup að ræða. Séu harmóníurnar hinsvegar ekki háar þá er athugað hvor skammhlaupið fari yfir ákveðna karakteristik fyrir vörnina. Ef það gerir það er um skammhlaup innan varnarsvæðisins að ræða og kalman estimeringen sendir útleysi merki á rofa. Ef skammhlaupið fer ekki yfir karakteristikina er um extern skammhlaup að ræða og Kalman forritið gerir ekkert :o)

Þetta er semsagt ný aðferð við mismunavörn, því allar þær sem við höfum fundið hingað til notast við Fourier estimeringu í stað kalman. Þetta er líklega vegna þess að Kalman er mun flóknari, hinsvegar update-ar kalman í hverju skrefi en fourier bara fyrir þann glugga (window) sem það er skilgreint fyrir. Þessvegna virkar kalman estimeringin okkar mun hraðar en gamla aðferðin með Fourier. Hægt er að finna margar greinar um línulega og ólínulega kalman estimeringu á netinu, en sú ólínulega er notuð ef notast er við tíðniestimeringu samhliða. Það gerum við ekki því við erum að safna með svo hárri sample-tíðni og þurfum þess því ekki ;o)

Annars er hægt að fylgjast með sífelldri endurnýjun á skýrslunni inni á http://www.ponstud.aau.dk/~s07usg/main.pdf Lokaskýrslan ætti að vera komin þar inn á mánudag eftir rúma viku :D

16 maí 2006

Ægilegt að vera nörd.

Já það má sko segja að það getur verið slæmt að vera nörd. Ég verð t.d. að súpa seiðið af því þessa dagana hvað mér þykir alltof gaman í skólanum. Ég er bókstaflega búin að búa í skólanum og algerlega gleymt mér. En í staðin er ég algerlega í essinu mínu og skemmti mér konunglega. Við erum að leggja lokahönd á verkefnið okkar þar sem við ætlum að stefna að því að skila doðrantinum (já hann er farinn að nálgast 250 blaðsíður) föstudaginn 26. maí, í næstu viku. En ég er svo forfallinn háspennufrík að ég er gjörsamlega að fíla þetta í botn. Ég sat t.d. í 12 og hálfan tíma í skólanum á laugardag (var mætt hálfsjö því ég gat ekki sofið útaf spenning yfir einu atriði sem mér tókst að leysa um nóttina) og gleymdi mér gjörsamlega og gleymdi nánast alveg að borða og gjörsamlega að drekka. Sem að sjálfsögðu skilaði sér í nettum höfuðverk á sunnudaginn. En......ég er svo hræðileg að þrátt fyrir höfuðverk og flökurleika gat ég bara alls ekki látið skólabækurnar í friði og lærði frá 7 um morguninn til 4 um daginn. Ég verð að segja að það er ekki til fátt í heiminum sem er eins spennandi og að finna lausnir á skemmtilegu verkefni :o)

Annars var nú frekar leiðinlegt að við finnum ekki vegabréfin okkar og þurftum að fara í dag og sækja um 3 stykki ný vegabréf sem kostaði einungis litlar 1300 DKK...

Og annað leiðinlegt: búið er að færa vörnina okkar, frá 23. júní til 29. júní. Og ég sem er búin að kaupa mér farmiða til Íslands 28. júní. Sj*tt ég ætla að tala við Claus vejleder á morgun og sjá hvað hægt er að gera. Ég á nefnilega líka farmiða til Grænlands 30. júní ;o)

Eins og ákveðin nett íslensk persóna sem eyðir dögunum í Grikklandi myndi orða þetta.....
fu* fu* að þetta skuli hafa fu* komið upp á fu* daginn eftir að ég fu* fer frá Álaborg.

Farin í simúleringu ;o) See ya fu* fu* fólk

05 maí 2006

Heimferðartíminn kominn

Jájá, hérna er alltaf sumar, það verður bara hlýrra og hlýrra með hverjum deginum. Í dag segir mælirinn minn í skugganum 23 gráður og ég sit í sólinni örugglega ekki í undir 25 stigum og eiginlega alveg pottþétt meira, allavega er ég alveg gjörsamlega að kafna og leka niður. Ég þarf eiginlega að skreppa í bæinn á morgun til að versla mér sólgleraugu. Á bara til að setja framan á gleraugun og nú er ég steinhætt að ganga með þau á nefinu svo eins gott að koma sér í sólgleraugna pæjuverslunarleiðangur.

Heimferðartíminn er áætlaður 28. júní en við erum reyndar ekki búin að kaupa miðann, erum í verðsamanburði í dag og verslum líklega miðann á morgun eða sunnudag. En semsagt áætlað er að við Gunnar Máni komum tvö ein til Íslands 28. júní og Jóhann komi svo 2. júlí. Ég stoppa stutt á Íslandi fyrst til að byrja með því ég geri ráð fyrir að halda áfram til Narsarsuaq í Grænlandi með Air Greenland frá Reykjarvíkurflugvelli 30. júní og koma aftur til Íslands annaðhvort 7. eða 9. júlí. Þeir feðgarnir verða á meðan í dekri hjá mömmu hans Jóa.

Þann 17. júlí fljúgum við svo aftur til Danmerkur og munum þá taka Sigrúnu mömmu hans Jóa með okkur ásamt Ingólfi litla frænda hans. Við leikum okkur með þeim í næstum heila viku en þá koma Maggi bróðir hans Jóa og Lilja frænka hans og við förum öll sömul í sumarhús á suður Jótlandi sem er bara 500m frá ströndinni, og við munum vera þar í heila viku.

Í lok júlí ætla ég að reyna að draga Jóhann til Gautaborgar og líka til Stokhólms að heimsækja KTH liðið og sjá hvernig þau hafa það öll sömul í Svensonlandinu.

Í byrjun ágúst flytja svo Íris og Björgvin í húsið hérna beint á móti og við þurfum nú að taka á móti þeim og bjóða þeim í mat og sýna þeim Álaborgina og hjálpa þeim að koma sér skriflega inn í landið og svona (ætli maður setji ekki Jóa líka í húsgagnaburð með Björgvini). Í ágúst kemur líka Tóta systir í heimsókn ásamt Sæunni og Maggý.

Svo það er óhætt að segja að sumarið er nokkurnvegin fullbókað hjá okkur Danverjum og við hlökkum orðið mikið til.

Nú er best að fara að henda tölvunni inn og leggja á borðið hérna úti svo hægt sé að snæða kvöldverðinn í sólinni. Á morgun borðum við líka í sólinni þar sem við förum á vorgrillið hjá Íslendingafélaginu, og ég byrja því daginn á grænmetisniðurskurði fyrir all marga Íslendina:o)


Húsbóndinn í Álaborgarfótboltaliðs stuttbuxunum


Við mæðgin í sólinni

03 maí 2006

Nú er sumar, gleðjumst gumar....

Jæja menn nær og fjær, já nú er sko komið sumar. Allavega hérna í Álaborginni. Mælirinn minn sýnir 21 stig í dag (í skugga undir skyggninu við útidyrahurðina). Ég sit úti í bakgarðinum í sumarkjólnum sem ég hjólaði í í skólann í dag. Í gær var það stutt pils í dag er það sumarkjóll :o)
Gunnar Máni er hérna á blettinum að leika sér í rennibrautinni sinni og sandkassanum, voða mikið fjör. Við erum umlukin gulum blómum í stíl við sólina.....ekki slæmt ha?

En annars þá eru loksins síðustu prófdagarnir mínir komnir ;o)
Ég er í prófi í Højspændingsteknik 2. júní og í Engineering responsibilities 7. júní. Svo er vörnin okkar 23. júní. Sem þýðir að í kringum 15:00 þann 23. júní er ég búin :o) Jóhann er í sínu síðasta prófi 30. júní sem er munnleg danska, svo við Gunnar Máni fáum nokkra daga útaf fyrir okkur til að kortleggja ströndina og leikvellina í nágrenni okkar. Ég veit ekki alveg hvenær við komum heim en það kemur vonandi fljótlega í ljós.

Jæja læt fylgja með að gamni eina mynd af hitamælinum og svo blómamyndir úr garðinum ásamt einni af mér að læra í góða veðrinu:o)





Komin út á pall að læra