22 júlí 2007

Lífið heldur áfram :o)

Jæja nú eru fyrstu tvær vikur Guðmundar (Mumma) litla yfirstaðnar. Hann er eins og algert ljós og gerir ekkert annað en að drekka og sofa og fitna og stækka. Síðustu vikurnar fyrir fæðingu og fyrstu vikuna hans Guðmundar vorum við svo heppin að hafa mömmu og pabba til að snúast í kringum okkur og sjá um okkur og stóra strákinn á meðan foreldrarnir voru að stússast í barneignum. Pabbi keyrði okkur á spítalann sem var alveg frábært því það er ekki mikið um bílastæði niðri í miðbæ. Svo ef við hefðum keyrt sjálf þá hefði Jóhann þurft að hlaupa út á 3 klst fresti til að breyta klukkunni í bílnum. Síðan þegar ég var loks útskrifuð og við komumst á hótelið (það er svona eins og 10 stjörnu hreyður) þá voru mamma og pabbi bara heima hjá okkur með stóra prinsinn svo við gætum verið í ró og næði á hótelinu fyrstu dagana.

Síðan þegar mamma og pabbi fóru fengum við tengdó í heimsókn, sem hefur séð um okkur síðan og hjálpað okkur með pössun og passað upp á að við hvílum okkur nóg. Enda hefur verið í nógu að snúast hjá okkur þar sem við erum búin að fá nýtt hús og erum að ganga frá pappírsvinnu og frágangi á íbúðinni okkar. Nýja húsið fáum við afhent 1. ágúst (eftir bara 10 daga) en við ætlum að nýta allan ágústmánuð í að ganga frá húsinu, mála og gera garðinn flottan og svona og svo flytja bara í rólegheitum í lok mánaðarins. Annars er þetta einbýlishús, 125,9 fm, með 4 svefnherbergjum, baðkari á baðinu (eitt af stærstu tilhlökkunarefnunum), ofsalega stórum garði og bílskýli.

Jæja best að fara að sinna pjökkunum.


Fyrsti glugginn er barnaherbergi nr. 2, svo baðið, eldhúsið, eldhúskrókurinn, útidyrahurðin, gestaklósettið, stofan og síðast gestaherbergið (sést ekki)



Lengst í burtu er svefnherbergið, barnaherbergi nr. 1, barnaherbergi nr. 2, baðherbergið og svo eldhúsið. Það er mikil vinna í gangi núna því það þarf að taka garðinn í gegn (var í algerri órækt) og svo er búið að rífa af gólfum og pússa parketið, rífa grindverk og setja ný, laga dyrakarma og fleira og fleira og fleira.