28 nóvember 2007

Í raforkugleði á Íslandi

Gamla stjórnkerfið í Búrfelli



Hellisheiðavirkjun

Peningagjá á Þingvöllum


Þingvallakirkja

Horft yfir Þingvallavatn

Jens og Dianna, nemendurnir mínir, við risa jeppann

18 nóvember 2007

Búin að kaupa jólakjólinn

Yes, við Jói og Mummi skelltum okkur í búðarráp á föstudagseftirmiðdag. Keypti mér jólakjólinn (hef ekki keypt mér fínann kjól sem ekki er óléttukjóll í ár og öld). Rosa gaman að festa kaup á fínum sparikjól :o) Fór svo í gærmorgun og keypti fyrstu skartgripina fyrir tryggingapeningana sem við fengum útaf innbrotinu. Svo nú er ég að byrja að safna í nýtt skartgripasafn. Þetta skiptið keypti ég mér silfurhálsmen, armband og eyrnalokka í stíl. Allt í stíl við nýja kjólinn ;o)


Fórum svo í frábæra afmælisveislu til Ragga vinar okkar í nágrannabæjarfélagi. Hittum fullt af skemmtilegu fólki og borðuðum YFIR okkur af frábærum kökum. Takk fyrir okkur :o)

Svo breyttist nú gamanið því kvefið mitt og smá hálsbólga breyttist fljótt eftir að við komum heim og ég gat ekki sofnað. Þegar ég var búin með leyfilegan sólarhringsskammt af hálsmixtúru á ca. 6 tímum ákvað ég að fara á læknavaktina (klukkan 2 í nótt). Og viti menn, ekki skrýtið að hálsmixtúran virkaði ekki, ég er komin með streptókokka og fékk sýklalyf. Svo núna fer þetta veikindastand vonandi að lagast.

Skemmtilegu fréttirnar eru þó þær, að í dag eru bara 6 dagar í Íslandsför mína með drengina.

Batnandi kveðjur frá Álaborg

10 nóvember 2007

Loksins má ég segja

ÚFFFFF þetta hefur verið erfið þögn, en loks er dagurinn kominn og við megum kjafta :o)

Hann Maggi mágur minn er búinn að gifta sig og gerði það með pompi og pragt í sumar úti á Filipseyjum. Hann giftist alveg frábærri stelpu sem heitir Charo. Þau eru búin að vera vinir í nokkur ár og tóku stóra skrefið í sumar. Nú er frúin loks komin heim til Íslands og búin að hitta nánustu fjölskyldu (svona fyrir utan okkur Jóa).

Knús og kossar til ykkar elsku Maggi og Charo og velkomin heim til besta landsins


07 nóvember 2007

Mikið fjör mikið gaman

Úff það er svo mikið að gera að það hálfa væri nóg. Ekki að það sé ekki ágætt að hafa eitthvað fyrir stafni, ........en.......ég væri alveg til í smá pústrúm, í svona hálftíma eða svo.


Ég var nú svo heppin að fá hann Samma stóra bró í smá heimsókn um daginn. Já hann gerði sér lítið fyrir og kom í köku og kaffi hingað til Álaborgar og flaug svo aftur 3 tímum síðar. En um kvöldið mættum við á foreldrakvöld í leikskólanum þar sem ég var valin í stjórn foreldrafélagsins. Svo núna er ég víst orðin alvöru mamma og farin að reyna að stjórna á fleiri stöðum en í skólanum og á heimilinu ;o)


Á laugardag ákváðum við svo að skella okkur í örstutta bílferð og keyrðum litla sexhundruð kílómetra á einum degi........ójá 600. Við skelltum okkur nefnilega í brúðkaup danskra vina okkar niðri í Aagerskov sem er rétt við Þýskaland. Upphaflega ætluðum við nú bara að fara tvö hjónin í veisluna, en þar sem sá litli algerlega neitar að taka pela endaði með að við tókum hann með okkur og aumingjans Gunnar Máni var skilinn einn eftir heima í pössun hjá henni Boggu.

Bjarne og Karina komin í hnapphelduna


Í gær fór ég svo í frábæra afmælisveislu til hennar Dýrleifar þar sem við fengum þvílíka dýrindis þrírétta máltíð. Alveg geggjað og ekkert smá góður matur. Heimagrafinn laks, heimaslátrað lamb og eplakaka úr heimaræktuðum eplum.........gott að eiga duglega húsmóður að vin :o)

Unnur, Edda, Aldís, Dóra, Erna, Erla og Dýrleif. Ríkey og Fríða komumst því miður ekki.




Næsta stóra mál á dagskrá er vinnuferð til Íslands. Eftir rétt rúmar 2 vikur fer ég til Íslands á vegum skólans og verð þar í 8 daga. Ég ákvað að taka drengina með mér og setja þá í pössun hjá ömmunum og afanum á meðan ég verð í vinnunni. Svo húsbóndinn verður skilinn aleinn eftir heima hérna á Blákelduveginum.

Ég mun nú eyða 90% af ferðinni núna í vinnuferðir og heimsóknir í virkjanir og fyrirtæki, en 18 dögum eftir að ég kem aftur til Danmerkur mun ég fara í FRÍ......aftur til Íslands :o)