20 febrúar 2008

Mamma er alltaf best

Hér kemur bara BESTA myndband allra tíma. Allir sem eiga mömmu eða eru mömmur geta hlegið sig máttlausa af þessu, því mamma er bara best.

Njótið!!!!!! :o)


17 febrúar 2008

Skemmtun í Danaveldi

Fór út með mömmunum í gærkvöldi. Það var alveg geggjað og allir rosalega hressir. Örfáar ritskoðaðar myndir, restina er hægt að fá hjá mér ;o)




Þrátt fyrir ógleymanlega skemmtilegt kvöld okkar stelpna, þá eru aðrir sem eiga um sárt að binda eftir nóttina.


Elsku Fríða og Raggi, knús og kossar frá okkur. Við biðjum innilega að heilsa Karinu, Thomas og Ceciliu litlu. Litlir englar á himnum eru skærustu stjörnurnar.

15 febrúar 2008

Óvenjulegt

Enginn snjór og engar morgunvöfflur.....
.....mjög skrítið og óvenjulegt :o(

28 kerti

Jæja enn eitt árið á enda ;o)

Svo nú eru víst 28 húrra fyrir mér.

Bestu kveðjur
gamla kerlingin

11 febrúar 2008

Bæ bæ keppir

Já haldiði ekki að mín hafi bara verið gígadugleg í morgun. Dreif allt liðið framúr eldsnemma. Hafragrautur á línuna, lýsi og vítamín. Þeir tveir elstu sendir samana EINIR í bílnum á leik"skólana" sína og svo rölti ég með vagninn og HJÓLIÐ þau 20 skref sem eru niður á vöggustofu. ENnnnnnnn.....nú kemur það duglega. Ég HJÓLAÐI í skólann og svo aftur til baka eftir hádegið þegar ég sótti prinsinn.

Svo nú hefst vinnan við að losna við aukakílóin (úff ég vona að þau verði fljót að fjúka). En Dóra ég ætla að vera Teradugleg og reyna að komast með þér líka í fitness.....úúúúúú Skagen ferðin í ár verður flott. Ég var tíu tonna fíll síðast með spriklandi fótla inni í mallanum en í ár ætla ég að vera Pamela Anderson gella (-brjóstin þó). Vel Pamelu bjútí afþví ég er að vinna í aflitun á hárinu, er sirka jafnlítil og hún og með álíka mikið merkilegt í kollinum ;o)

See ya later kílós

09 febrúar 2008

Letilífið búið

Jæja þá er letilífinu lokið. Nú er drengurinn byrjaður á fullu á vöggustofu og ég hætt að vinna heima með barnið í kjöltunni. Búin að flytja bækurnar mínar úr hillunum í gestaherberginu og á skrifstofuna niður í skóla. Svo nú byrjar full vinnuseta þar niðurfrá á meðan litlu drengirnir mínir fá að dúsa í sinni barnagæslunni hvor.

Ég verð nú að segja að það er frekar erfitt að horfa á eftir litla prinsinum hjá einhverjum ókunnugum, alveg sama hversu vel honum líður og hversu gaman honum þykir það, þá finnst mér ég hálfpartinn vera að svíkja hann með því að vera ekki að knúsa hann og spilla honum allan daginn. En svona er víst lífið, það verður að halda áfram og börnin læra að spjara sín án mömmu, eða allavega í nokkra tíma á dag :o(

Annars gengur lífið hérna hjá okkur voðalega vel. Allir eru hressir og kátir og nóg að gera. Við reynum að skemmta okkur saman yfir helgarnar og dytta að hinu og þessu. T.d. fórum við saman í dýragarðinn í dag ásamt Fríðu, Ragga, Huldu og Reyni og í vikunni höfum við tekið "vorhreingerningu" á heimilið og Jóhann kláraði að mála ganginn og klippa restina af trjánum í garðinum. Svo nú er ekkert að gera nema bíða eftir sumrinu, sem kemur að öllum líkindum ekki alveg strax.

Við erum að skoða ferðir heim í sumar og er búið að ákveða að fara í hringferð um Ísland ásamt nokkrum dönskum vinum. Hann Máni okkar mun koma með í þessa ferð (enda þekkir hann vart landið sitt og varla séð foss eða goshver á sinni ævi) en hann Mummi litli ætlar að verða eftir í bænum og knúsa ömmur sínar og afa sinn. Við munum nú vonandi líka hafa einhvern tíma til að hitta vini og vandamenn og stefnum á að fara heim að minnsta kosti einni viku áður en von er á dönsku gestunum. En annars þá kemur þetta bara allt saman betur í ljós síðar meir.

Jæja læt þetta duga í bili. Ætla að fara að lesa mér til yndisauka örlítið um greinarskrif þar sem ég er að fara í minn fyrsta doktorskúrs á þriðjudaginn, "Writing and reviewing scientific papers".