26 mars 2006

kanil og pipar

Í gær fór ég í 55 ára afmæli, eða réttara sagt þá fór ég í tvöfalt afmæli. Hann Kim í grúppunni minni var að halda upp á þrítugsafmælið sitt og Lise kærastan hans var að halda upp á 25 ára afmælið sitt. Þetta var svona ekta danskt matarboð og skemmtilegheit. Ég var eini útlendingurinn með svona 30 dönum, bæði fullorðnum og ungum. Foreldrar þeirra, vinir og ættignjar sátu semsagt allir saman við eitt langborð. Hafi einhver einhverntíman sagt að Danir borðuðu mikið þá hefur hinn sami haft HÁRÉTT fyrir sér. Matarvenjur Dana eru mjög skemmtilegar og líflegar. Það var sumsé hlaðborð (sem er víst mjög algengt í svona veislum). Fyrst var forréttarhlaðborð, svo kom aðalréttarhlaðborð og að lokum eftirréttarhlaðborð og svo að allra lokum eftir-eftirrétta aðalréttur :o)

Mæting var klukkan 6 um kvöldið (Danir borða yfirleitt snemma, 7 er frekar seint fyrir kvöldmat) og allir mættir á slaginu sex. Ekki neitt einhver að mæta of seint eða aðeins seinna, nei Danir eru stundvíst fólk og allir því mættir prúðbúnir og fínir á slaginu 18:00 til að taka við velkomstdrik og spjalla. Svo klukkan hálfsjö settumst við að borði og það var borðað til klukkan 24:00 eða í fimm og hálfan tíma. Eftir matinn var svo haldið áfram að spjalla og hafa það skemmtilegt og um klukkan 1 um nóttina var borinn fram nýr réttur, svona ef fólk skildi nú vera orðið svangt aftur eftir að hafa borðað laxamús, pastasalat, brauð, kjötbollur, ávaxtasalat, kartöflurétti af öllum tegundum og stærðum, rifjasteik, rauðkál, kjúklingabringur og MARGT MARGT MARGT fleira.
Það sem mér fannst líka mjög skemmtilegt að sjá var að allir, fullorðnir og ungir, drukku sinn Tuborg/Carlsberg bjór með matnum að alvöru dönskum sið. Enda er bjórinn mun ódýrari en gos og næstum því ódýrari en mjólk og fæst í öllum heimsins tegundum hérna úti í matvöruversluninni okkar, Dreisler (held ég hafi aldrei á ævinni séð jafnmargar mismunandi tegundir af bjór).

Auðvitað varð að framfylgja óskrifuðum dönskum lögum, en það er að hver sá sem verður 25 ára og er ógiftur er kanil og sá sem nær þrítugsaldri ógiftur er pipar. Því hélt allur skarinn útfyrir (til að spilla ekki hreinlæti salarins) milli aðalréttar og eftirréttar og var kanil hellt yfir afmælisstúlkuna og þar á eftir pipar yfir afmælispiltinn. Þetta var mjög skemmtilegt að sjá og vakti mikla lukku allra viðstaddra (enda bæði foreldrar og vinir mjög vel vopnaðir með þessum kryddtegundum til að framfylgja hefðinni).

Þetta kvöld var semsagt alveg æðisleg upplifun og gaman að þekkja og kynnast svona mörgum Dönum og hafa möguleikann á því að komast svona alveg í kjarna menningar landsins. Við sátum og skáluðum til klukkan rúmlega 2 í nótt eftir líkamsklukkunni, en komumst ekki heim fyrr en klukkan rúmlega 3 þar sem samkvæmt tímatali á að vera að byrja sumar hérna núna (það er slydda úti núna) og því var skipt yfir í sumartíma í nótt og klukkan færð klukkutíma fram. Svo núna Íslendingar góðir er ég loks orðin tveimur tímum á undan ykkur (og þarafleiðandi að sjálfsögðu 2 tímum eldri og reyndari).

Bless kex og ekkert stress,
Unnur Stella Danavinur

18 mars 2006

Spurningakeppni Unnar

Já í netskemmtilegheitum eins og flestu öðru er hún Lára mín alveg rosalega sniðug. Þessvegna ákvað ég að stela hugmynd hennar að spurningakeppni og hef sett upp pínuponsu quiz fyrir ykkur. Allsekkert erfitt og alveg svakalega skemmtilegt. Endilega spreytið ykkur og athugið hversu vel þið þekkið mig með því að nota linkinn hér að neðan :o)

http://www.quizyourfriends.com/yourquiz.php?quizname=060318063519-357058&

Annars mest lítið að frétta héðan að utan. Litli kúturinn búinn að vera veikur alla vikuna með tilheyrandi stressi foreldranna. Höfum aldrei gengið í gegnum þetta bæði í skóla svo frekar skrítin upplyfun. Þurftum að skiptast á að vera heima eftir því hvort var í mikilvægari kúrsi á hverjum tíma. Einn daginn var annað okkar alveg heima og annan dag fór annað í skólann fyrir hádegi og hitt fór eftir hádegi. En sem betur fer er honum nú loks að batna svo lífið ætti að komast í fastar skorður í næstu viku. Vorið er loks að byrja að láta sjá sig hérna úti, allavega er farið að sjást ansi vel í grasblettinn hjá okkur og fuglarnir byrjaðir að syngja. Vonandi fer að styttast í hinar árlegu pils og hlírabolahjólaferðir í skólann í steikjandi hita og sól :o)

12 mars 2006

Heilmikið skemmtilegt

Jæja þá er þessi mikla skemmtanahelgi að verða búin. Það var alveg rosalega mikið fjör hjá okkur á föstudagskvöldið. Gamanið byrjaði um klukkan hálffjögur þegar við fórum á Fredagsbar og fengum okkur nokkra öllara saman. Eftir það tóku ég, Louisa og Thomas strætó heim til Thomasar á meðan rugludallarnir Per og Uffe ákváðu að hjóla í 100 gráða frostinu og snjónum. Þegar komið var heim til Thomasar tók hann fram breiðtjaldið og skjávarpann sem tengdur er við tölvu, sjónvarpkapal og græjur og setti tón á fóninn (með tilheyrandi show á tjaldinu). Við pöntuðum okkur pizzu og byrjuðum að tæma þær 500 sterkvínstegundir sem Thomas átti á lager. Sem betur fer höfðum við flest (eða allavega við píurnar) vit á því að fara okkur ekki of geyst þar sem nóttin var ung. Við skemmtum okkur konunglega heima hjá Thomasi til rúmlega miðnættis. En þá gáfust Uffe og Per upp og hjóluðu heim eftir að við vorum búin að reyna að vekja Thomas með sturtubaði og hverju sem var. Þannig að við stúlkurnar enduðum með því að tölta einar af stað í bæjarferð að skoða MANNlífið í götunni. Lullo fór með mig á held ég barasta næstum alla staðina í Álaborg í flítitúr (tókum held ég næstum 20 skemmtistaði á 10 mínútum) og svo enduðum við á Hr. Nielsen þar sem við skemmtum okkur konunglega og dönsuðum fram á rauða nótt og hræddum stráka með því að segja þeim að við erum að læra raforkuverkfræði. Ótrúlegt hvað drengir geta verið miklar bleyður þegar þeir fá svarið við því hvað maður er að gera. Jæja ekki meir í bili. Nokkrar myndir fylgja með eftir danska þýðingu sem kemur fyrir hina dönsku djammfélaga ;o) (hægt að klikka á myndirnar til að sjá þær stærri)

NÆSTEN det hele på dansk:
Vi havde det sko MEGET sjovt i fredags. Først startede vi omkring klokken 3:30 hvor vi gik til fredagsbar og drak en eller to øl (heldigvis ikke mere). Derefter tog jeg, Louise og Thomas bussen hjem til Thomas mens de CRAAAAAAZY Per og Uffe cyklede i minus 100 grader og sne. Når vi var hjemme hos Thomas viste han os sit projektorsystem som er kobled til computer og stereo og det hele og startede med at spille musik. Vi bestillede pizza og startede med at drikke alle de 500 forskellige typer Thomas har af spiritus. Heldigvis så var der nogle af os (i hver fald pigerne) som drak ikke FOR meget til at starte med fordi vi vidste at natten var ung. Vi havde det rigtig hyggeligt hjemme hos Thomas indtil lidt mere end 12. Men klokken 12 gav Uffe og Per op og cyklede hjem. Lidt før havde vi allesammen forsøgt at vække Thomas med brusebad og det hele (gik ikke så godt). Så til sidst var det kun pigerne som gik ned på gaden til at kigge på MANDlivet derned. Lullo vidste mig næsten alle stederne i Aalborg på speed dial (jeg tror vi var til 20 steder på 10 minutter) og så var vi til sidst til Hr. Nielsen hvor vi morede os MEGET og dansede til natten blev rød og skræmmede drenge med at fortælle dem at vi læser energiteknik. Det er utroligt hvor drengene er svage når man fortæller dem hvad man læser. Nåhhh, nu er det godt. Jeg skal læse lidt Ziegler før i morgen. Ses og tak for en DEJLIG aften.


Lullo spiser pizza



Uffe spiser pizza



Thomas og Per var også sultne



Nej Lullo du er ikke træt



Nu skal Thomas vågne



Man skal aldrig købe russisk champagne, selvom jeg kan bruge dens prop som en hat

06 mars 2006

Á leið á djammið

Já haldiði að það sé ekki bara búið að skipuleggja allavega 2 djömm á næstunni. Það átti nú að verða svakalegt teiti síðasta föstudag þar sem grúppan mín ætlaði að koma heim til okkar og borða með okkur og svo ætluðum við að skunda niður í skóla á ball...en nei ó nei það endaði með því að ég fór heim í hádeginu á fimmtudag með rúmlega 39 stiga hita og hélt mig innivið þar til í dag. Frekar svekkjandi.
En sem betur fer þá erum við í staðin búin að ákveða að fara öll saman í stórum hóp á fredagsbar á föstudaginn, þar á eftir verður haldið heim til Thomasar (sem er reyndar búinn með skólann því hann ákvað að láta diplom duga og skilaði af sér í janúar). Þar ætlum við að spjalla súpa á vel kældum öl og borða rifjasteik frá Bones. Svo verður bærinn málaður rauður þar sem við ætlum öll að dansa fram á rauða nótt á götunni (Jomfru Ane Gade nánar tiltekið). Semsagt mikið fjör og mikið gaman framundan.

Við Jóhann og Gunnar Máni fórum til Köben um síðustu helgi og hittum mömmu hans Jóhanns, það var ægilega gaman og ég gat verslað mér nokkrar nýjar spjarir fyrir afmælispeningana sem ég fékk. Mamma hans kom síðan í heimsókn á þriðjudagskvöldið fram á miðvikudag og sá Jóhann um að stytta henni stundir þar sem ég þurfti að vera í skólanum að mestu. Mamma og pabbi muna svo vonandi koma hingað til okkar um páskana og ætlum við þá að nýta tækifærið og skjótast á bíó eða eitthvað skemmtilegt og lofa þeim aðeins að amma- og afast. Ekki slæmt það. Erum reyndar að vonast til að fá barnapíu fljótt en það kemur betur í ljós seinna.

Jæja best að drífa sig í lærdóminn fyrir svefninn.