18 júlí 2008

Nýtt áhugamál

Ég er komin með nýtt rosalega skemmtilegt áhugamál. Nú geri ég ekki annað en að skreyta kökur daginn út og inn, alveg rosalega gaman :o)

Gerði tvær bangsimon kökur um helgina, eina fyrir hvort afmæli Mumma og svo gerði ég eina Bratz köku í gær fyrir frænku hans Jóa.



Annars er búið að vera ofsalega fínt hérna á eynni fögru. Við erum búin að bardúsa mikið og hitta marga. Fórum í smá göngutúr upp á Helgafell um daginn og bíðum nú bara eftir að danirnir okkar mæti á svæðið á mánudag. Jú og svo ætlum við að stinga af á morgun, eigum 5 ára brúðkaupsafmæli og ætlum að gista á hóteli og fara út að borða BARA TVÖ ALEIN!!!!!






10 júlí 2008

Lítill heimur

Já það má með sanni segja að heimurinn er lítill, næstum því of lítill. Sérstaklega í þessum litla geira sem ég hef valið að sérhæfa mig innan.

Haldiði ekki að gamli yfirmaðurinn minn hjá ISAL hafi lært með yfirmanni Per félaga míns hjá Energinet.dk og svona má lengi telja.

Fyrir stuttu hringir svo stóri bró í mig og spyr hvort ég sé alveg klikk og geri ekkert annað en að læra? Ég gapi bara og spyr HAAA!!! klikk, hvað meinaru? Jú þá hafði einhver sagt við hann (hann er notabene ekki innan verkfræðinnar heldur í fjármálageiranum) að hann þekkti einhvern sem þekkti mig og hafði frétt af verðlaununum mínum og sá hinn sami hafði sagt honum að ég væri gjörsamlega klikk og sinnti engu öðru en að læra. Hmmmmm........hmmm hver þekki hvern og hversu miklar öfgar verða í sögum þegar þær flytjast svona manna á milli? Ég verð nú að segja sjálfri mér til varnar og öðrum til upplýsinga, að þó svo ég sinni lærdómnum eins og vinnu sem mér finnst einstaklega skemmtileg, þá er ég hvorki klikk né þannig að ég sinni engu öðru. Ég á sumsé fjölskyldu og vil halda því fram að ég sé ekki síðri móðir en hver önnur sem stundar sína vinnu. Ég t.d. er í stjórn foreldrafélagsins í leikskólanum hjá syni mínum og sinni því starfi á fullu. Þar að auki er ég mjög virk um hverja helgi að fara með drengina mína í skógarferðir, skemmtigarðaferðir, rólóferðir og hvert sem okkur langar á þeim tímapunkti. Þar að auki er ég á saumanámskeiði á veturna og skemmti mér við að sauma smáflíkur á börnin mín og fyrir mína nánustu. Svo má segja að ég sé ágætlega dugleg að taka myndir af prinsunum mínum og setja á netið fyrir þá sem missa af því að vera í kringum þá, því t.d. í júní voru settar inn vel yfir 200 myndir.
Var síðastliðinn vetur líka í mömmó sem ég, fram að febrúar þegar sá litli byrjaði á vöggustofu, stundaði í hverri einustu viku svo litli prinsinn minn fengi tækifæri til að hitta og leika við önnur börn. Börnin mín tvö eru líka miklir mömmudrengir og við leikum okkur mikið saman og þeim er að öllu leiti sinnt og þeir fá fulla athygli og eru mjög þroskaðir og duglegir ungir piltar.

Svo ég veit ekki hvaðan þessi saga kom eða hvernig hún hefur þróast frá manni til manns, en ég er ekki klikk og jú ég sinni bæði manninum mínum (sem ég hef nótabene verið með í 12 ár) og prinsunum mínum tveimur. Ég sé um heimilið mitt, elda matinn daglega, stunda félagslíf og íþróttir og á marga góða vini. Svo ég vona að svona hlutir fari ekki á stjá aftur, því þó ég sinni mínu starfi og hef verið svo heppin að ganga vel og fá góðar niðurstöður þá hef ég mér einni mjög gott líf með minni fjölskyldu.

Það má eiginlega segja að ég sé einstaklega heppin ung kona, því ég elska bæði manninn minn út af lífinu, sé ekki sólina fyrir börnunum mínum og hef ofsalega gaman af starfinu mínu.

Annars er ég í sumarfríi á Íslandi núna og bið að heilsa öllum bæði í DK og hérna á klakanum (komin með ísl. númer, 695-6075).



Bestu kveðjur frá þessari klikkuðu


Vinnu- ég



Mamman-ég



Eiginkonan-ég


Vinkonan-ég