30 janúar 2006

ÖNNIN BÚIN

Jæja þá er þetta loksins búið. Vörnin kláraðist áðan og fengum við öll í grúppunni bestået, en þetta er eina önnin þar sem ekki er gefin einkun heldur bara bestået eða ikke bestået. Prófið var frá klukkan 9 í morgun til klukkan 2 og vorum við öll orðin frekar þreytt þegar þessu var loks lokið og við fengum að vita að við hefðum öll náð. Þetta var sumsé langt og erfitt próf og þeir spurðu alveg heilmikið, enda var greinagerðin sem við skiluðum af okkur hvorki meira né minna en 360 blaðsíður.

Allavega ég nenni alveg ómögulega að skrifa meira núna. Ætla bara að setjast niður og gera nákvæmlega ekki neitt alveg þangað til á miðvikudaginn en þá byrjar næsta önn ;o)

29 janúar 2006

AFMÆLI

Já í dag er hann Jóhann loks orðinn fullorðinn, 25 ára gamall hvorki meira né minna. Í tilefni af því verða bakaðar vöfflur og horft á sjónvarp og haft það rosa gott. Á morgun svo eftir vörnina mína ætla ég að elda rosa góðan mat úr íslensku lambalæri og hafa einhverja ofsalega góða súkkulaðiköku í eftirrétt, með ís. Líklega litlu syndina ljúfu....ummmmmmm.

Til hamingju með daginn "gamli kallinn minn"

23 janúar 2006

Afmælisgjafahjálp

Jæja nú eru bara 6 dagar í að karlinn verður fullorðinn (25 ára) og ég er alveg lost í því hvað ég á að gefa honum í afmælisgjöf. Þar sem hann er að byrja í skólanum í næstu viku þá vil ég ekki vera að gefa honum neitt nýtt tölvudót þar sem það myndi bara svekkja hann því hann hefur ekki tíma til að leika sér almennilega fyrr en í byrjun júlí :o)

Hvað er hægt að gefa svona manni sem á barasta eiginlega allt? Ef ÞÉR dettur eitthvað sniðugt í hug máttu endilega hjálpa mér og láta mig vita.

Annars er allt fínasta að frétta héðan. Ég verð í fríi á morgun þar sem við erum á leiðinni til Árósa til að sækja nokkra kassa í Goðafoss og ætlum í Ikea til að reyna að fylla aðeins betur upp í alltofstóru og tómu íbúðina okkar. Síðan ætlum við víst líka í gæludýrabúð til að kaupa Kanarífugl handa Gunnari Mána sem ELSKAR BÍBÍ. Humm....bílinn á líka að nota til að versla blóm og tré inn í íbúðina, útileikföng ef þau eru til og svo snjóþotu með belti. Eins gott að nýta ferðina vel þar sem við vitum ekki hvenær við nælum okkur í bíl næst ;o)

Annars er Sigrún tengdó búin að bjóða okkur í helgarferð til Köben í lok febrúar. Það verður eflaust rosalega gaman. Við ætlum að hitta hana þar og gera eitthvað skemmtilegt og svo eftir helgina kemur hún í stutta heimsókn til okkar hérna á Næssundvej. Hlakka mikið til.

En jæja, minni á að gefa mér tillögu að gjöf handa karlinum ;o)

21 janúar 2006

Christian Valdemar Henri John

Já þá er búið að skíra litla danska prinsinn og fékk hann hvorki meira né minna en 4 nöfn. Þetta var voðalega hjartnæm athöfn, þó svo grænlenska nafnið Knútur sem margir voru búnir að spá. Henri og John eru skírnarnöfn afanna tveggja, hins konunglega og þess ástralska. Á íslensku mundi þetta nafn prinsinn líklega vera þýtt svohljóðandi: Kristján Valdimar Henri John


Danska ríkissjónvarpið DR1 er búið að vera gjörsamlega undirlagt í sambandi við þennan dag síðan um 8 í gærkvöldi og verður svo áfram fram á kvöld í dag. Norsku krónprinshjónin voru voða fín, guðforeldrar að sjálfsögðu, þar sem Mette Marit og Mary eru ofsalega góðar vinkonur og þeir miklir vinir, að ógleymdum þeim norðurlandaböndum sem Noregur og Danmörk tengjast. Það voru 6 guðforeldrar í heildina en hvorugir foreldranna. Mary sjálf hélt á drengnum undir skírn og var hún íklædd ofsalega fallegri blárri dragt, blár jakki og hvítt og blátt blómapils, með bláa demantsnælu og í hvítum skóm og með hvítan blómakrans í hárinu í sama hvíta litnum og skírnarkjóllinn sjálfur sem er víst frá því á 19. öld. Ég sá engan erindreka frá Íslandi í sjónvarpinu en það getur vel verið að þeir sem mættu frá okkar yndæla landi hafi verið einhversstaðar þarna inn á milli konungsfólks og fyrirmanna. Þetta fór allavega allt voðalega vel fram og allir fínir og kátir (nema yngri strákurinn hans Jóakims, hann var pínu þreyttur og vildi greinilega frekar vera heima að lúlla).

Annars felldu nýju foreldrarnir nokkur tár (þótt ótrúlegt megi virðast þá voru hennar tár fleiri en hans í þetta skiptið) og litli prinsinn sofnaði í fanginu á mömmu með litla fingur hennar sem snuddu. Svo vel hlítur honum að líka nafnið fyrst honum tókst að sofna strax í skírnarkjólnum. Annars grét hann nánast ekkert meðan verið var að skíra hann og brosti sínu breiðasta meðan söngurinn fyrir sjálfa athöfnina fór fram.

Á þessum merka skírnardegi eiga einmitt eftirtaldir afmæli:
Sara Berglind litla systir hans Jóhanns
Hjörtur Magnússon frændi hans Jóhanns
Ólöf vinkona mín úr HÍ

Jæja þá er ég búin að uppfræða ykkur um það nýjasta í kóngamálum hérna í Danmörku og því best að fara að koma sér í lærdóminn :o)

19 janúar 2006

Svara......svara.......svara

Endilega svara þessum skemmtilega spurningalista sem hún Lára sæta kom með. Bara velja baul og baula svolítið með svörin ;o)

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Hvernig eru augun mín á litinn?
5. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
6. Lýstu mér í einu orði.
7. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
8. Lýst þér ennþá þannig á mig?
9. Hver er minn besti eiginleiki?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

16 janúar 2006

Ekkert í sjónvarpinu

Hvernig er hægt að vera með 40 sjónvarpsstöðvar og loksins þegar maður hefur tíma til að setjast niður að þá er einfaldlega EKKERT í sjónvarpinu. Þetta er algerlega ofar mínum skilning. Allavega þá hundleiðist mér, maðurinn í dönskuskólanum og strákurinn farinn að sofa, ég nenni ekki að læra og ekkert í sjónvarpinu. Hvað er þá annað að gera en bara að blogga?

Ég hafði það alveg ofsalega gott um helgina. Sat með tærnar upp í loft og naut þess að vera til. Svo fór ég að sjálfsögðu í skólann í dag til að leika mér í labbinu (svona þar sem það eru ekki NEMA 14 dagar í prófið).

Það var reyndar rosalega gaman. Við ákváðum að búa til nýjan Buck converter til að geta tengt stýringuna á keppnisbílnum okkar við netið og framkallað eiginleika "Fuel-cellunnar" sem við ætlum að nota til að líkja eftir 1L af Shell-bensíni, til að keyra bílinn okkar sem lengst og "vonandi, en mjög ólíklega" vinna keppnina í Frakklandi í maí. Þetta gekk ágætlega og okkur tókst að hanna breytinn og ég bjó til teikningu fyrir prentplötuna sem ég prentaði út núna áðan svo ég geti leikið mér með smá sýru og framköllunarvökva á morgun og búið til prentplötuna :o) Semsagt alveg ægilega gaman.

Ég verð nú samt að segja að ég hlakka lang mest til þegar við verðum búin að byggja sjálfan bílinn og hann farinn að keyra, þó það sé rosalega gaman að sjá mótorinn okkar keyra á umbeðnum hraða og stoppa þegar við viljum :o) Ægilega flott P-stýring sem notar synchronous pq-stýringu og zero d-axis current stýringu. Allavega fyrir þá sem ekki vita ennþá þá erum við (grúppan mín) að taka þátt í rosa spennandi alþjóðlegri keppni sem er haldin árlega í Frakklandi. Þetta er Shell-Eco Marathon race keppni þar sem keppendur eiga að hanna og byggja bíl sem á að keyra á orku sem samsvarar 1L af Shell eldsneyti (við fengum orkuna fyrir þetta magn af bensíni uppgefna hjá Shell). Bíllinn á hinsvegar að keyra á svokallaðri grænni orku að okkar eigin vali, og völdum við að nota "fuel cell" sem orku. Bílarnir eru rosa flottir, eiga að vera fyrir 1 ökumann sem má minnst vega 45 kg. Við höfum áæltað að með öllu þá ætti bíllinn okkar að vega um 100 kg. Metið í dag eru 5385 km á því sem samsvarar 1L og notaði það vinningslið einnig "fuel cell"-lausnina. Þetta verður ofsalega spennandi. Ég mun reyndar sjálf ekki halda áfram með þetta sem skólaverkefni núna á vorönninni þar sem ég valdi háspennuna, en ég ætla að halda áfram að hjálpa og vera með utan skólans.

Jæja nóg um þetta í bili, er farin að horfa á Lost, sjáumst. Og munið nú að baula dálítið elskurnar mínar.

13 janúar 2006

Prófin búin :o)

Allavega í bili. Nú á ég bara vörnina mína eftir en hún er ekki fyrr en 30. janúar. Svo í kvöld verður ekkert nema afslappelsi. Mannurinn minn góði, hann Jóhann Gunnar, er búinn að þrífa allt og gera fínt hérna heima hjá okkur svo ég þarf ekkert að stússast í neinu svoleiðis :o)

Í kvöld ætlum við að snæða dýrindis íslenskt lambakjöt (takk Biggi, og mamma og pabbi). Við ætlum að marinera lambakjötið í ofsalega góðum heimagerðum barbeque legi, krydda hann með íslenskum villijurtum. Með þessu verður svo smjörsteikt rjómalagað grænmeti, rauðkál og soðið grænmeti (fyrir stóra strákinn okkar) og Béarnaise sósa. Þessu verður öllu saman skolað niður með Merlot og sødmælk (stóri strákurinn). Og svo ís í eftirmat. Ummmm......ég fæ vatn í munninn,
semsagt ekkert nema herlegheitin hérna á Næssundvej ;o)

Svo þar sem klukkan er að verða 6 er einsgott að koma sér í eldamennskuna :o)

12 janúar 2006

Skriflamaðir fingur

Ætli það sé ekki hægt að læra að skrifa rétt þó svo maður sé orðinn gamall hundur. Þá meina ég ekki stafsetja rétt (þó það mætti nú stundum kannski líka taka það í gegn hjá mér) heldur á ég við að beita fingrunum rétt. Ég á nefnilega við smá hægri handar baugfingursvandamál að stríða. Í hvert skipti sem það er mikið að gera í náminu þá tætist fingurinn upp, myndast hola í hann þar sem blýanturinn situr og kúlur sitthvorum megin við holuna og síðan kemur sár í þokkabót. Ég er svo illa farin núna að ég þakka guði og öllu því góða fyrir að síðasta prófið í bili er á morgun svo ég geti hvílt fingurna og sárin gróið. Þetta er í alvöru orðið svo slæmt að ég get ekki notað fingurna rétt við það að skrifa og þegar ég gleymi mér í skemmtilegheitum dæmanna og held á blýantinum eins ég er vön þá rek ég upp öskur og kasta skrifverkfærinu frá mér (þannig að ég þarf að eyða næstu 10mín í að leita að því). Er ekki til einhver svona fingrasetninga við skrif kennslubók, hvernig þú heldur rétt á pennanum. Ohhh....hvað ég væri til í eitt stykki svoleiðis. Allavega ef þið eruð í vandræðum fyrir afmælisdaginn minn og sjáið eitt stykki skrifkennslubók fyrir fullorðnar húsmæður (ekki í Vesturbænum), þá endilega......ég yrði voða þakklát :o)

11 janúar 2006

Allir að mótmæla sorablaðinu

Nú loksins hefur eitthvað gerst sem fær vonandi ritstjóra sorpblaðsins "að mínu mati" DV til að endurskoða mál sín og reyna að íhuga það að uppfylla persónufrelsi og lög um ritstörf. Sá sorgaratburður hefur átt sér stað að maður sem var ákærður af tveim ungum piltum um kynferðislegt ofbeldi framdi sjálfsmorð eftir að mynd af honum og nafnbirting birtist á forsíðu DV þegar þetta mál var á frumstigi í réttarkerfi Íslendinga, http://www.b2.is/?sida=tengill&id=142049 . Hvort þessi maður var sekur eða saklaus er í höndum yfirvalda að sýna fram á og ekki óprúttinna aðila á slúðurfréttablaði. Hins vegar kemur mér ekki á óvart að DV skuli standa svona að málum, þar sem ég tók eftir því fyrir um það bil ári síðan að blaðamaður frá DV auglýsti á barnalandi eftir aðila sem vissi eitthvað um náunga sem hafði verið ákærður af ungum drengjum fyrir kynferðislegt ofbeldi. Þetta var bara sett inn sem svona umræða þar sem fólk gat svarað opið. Svona upplýsingasöfnun fyrir svo viðkvæma frétt á bara alls ekki að geta átt sér stað og ber ekki vitni um neitt annað en MJÖG slæm vinnubrögð. Það hefur víst gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að menn hafi verið ákærðir fyrir svona nokkuð og síðan komið í ljós að það var allt saman helber lygi eða misskilningur. Þó svo að ákærðir séu sýknaðir þá er búið að sverta þá til frambúðar hafi mynd og nafnbirting birst á opinberum vettvangi, þó svo að um slúðurfréttaflutning hafi verið að ræða. Ef fólk er fundið sekt og nafnbirting kemur fram í réttargögnum þar um, þá kannski er hægt að skoða málið með að skrifa um þann einstakling, en meðan viðkvæm mál eru óupplýst og jafnvel á frumstigi réttarfarsins, þá á EKKI að vera hægt að birta eitt né neitt um þau. Slík vinnubrögð eru ekkert nema svartur blettur á þjóðfélaginu og skömm fyrir þá aðila sem þar standa að baki.

Af þessu tilefni vil ég eindregið benda öllum á undirskriftalista sem hvetur ritstjóra DV til að endurskoða ritstefnu blaðsins, og mælist til þess að hver Íslendingur með velsæmismörk og réttarkennd í lagi skrifi undir og láti rödd sína heyrast.

"

10 janúar 2006

2 down, 1 to go

og svo náttúrulega vörnin líka. En hún er alltöðruvísi, telst ekki til prófs í þessum skilningi :o)

Allavega þá var ég að koma úr prófi númer tvö sem var Stochastic Processes II. Það gekk vonum framar, tókst að reikna öll 20 dæmin og þar á meðal gera 2 sannanir sem ég fékk næstum hjartaáfall yfir þegar ég leit fyrst á það, en voru síðan ekkert mál. Ég veit ekki hvað málið með mig og sannanir, ég bara frýs og fer í klessu ef ég fæ einhverja sönnun í prófi, alveg sama þó hún sé skítlétt. Allavega þá beið ég með þessar leiðindasannanir þar til síðast. Var ekki einu sinni að líta á þær, sá orðið show og fór í næsta dæmi ;o)

Jæja nú ætla ég að fá mér eitthvað rosalega gott að borða, kannski meira að segja eitthvað fitandi og óhollt (þó ég sé nú búin að vera ofsalega dugleg að ná af mér og passa mig)......eða kannski bara afganga frá því í gær.

07 janúar 2006

Reikni reikni reikni gaman

Jæja þá er maður búin að eyða heilu föstudagskvöldi í reikniskemmtileg heit. Ægilega gaman alltaf þegar kemur að prófum og maður missir það litla líf sem maður átti fyrir ;o)

Allavega frétti ég frá Magneu gellu að það hefði verið gítarfjör og skemmtilegheit til klukkan 5 í morgun á Ísalandinu góða. Svo eitthvað hefur verið tjúttað og trallað.

Svona þar sem ég er að reyna að taka mig á í svona ýmsum málum og meðal annars að þykjast eiga smá líf og þekkja eitthvað fólk. Þá veit ég að margir af þeim sem maður heyrir aldrei í, bara af, eru með sínar eigin bloggsíður hér og þar og það má endilega koma til mín linkum á einhverjar af þeim síðum sem þetta útlandaskólafólk uppfærir.

Jæja ætla að koma mér út í búð að kaupa þægilegan örbylgjurétt handa fjölskyldunni fyrir kvöldið og nokkrar rúðustrikaðar bækur fyrir nóttina. Have fun.

06 janúar 2006

Fest....Fest.....Fest.....Fest

Hér koma nokkrar skemmtilegar myndir úr grúppusamkvæmi sem var haldið heima hjá mér fyrir jólin.
Kim í góðum fíling

Thomas að fá sér bollu


Per að bragða ýmislegt


Dansspor á ruggukolli


Louise, Thomas bolludrengur og Bjarne

Allt annað en barnablogg

Jæja þá ákvað ég loksins að það væri kominn tími til að segja fréttir af okkur fullorðnafólkinu hérna á Næssundvej í Álaborg og ekki bara barnaupplýsingar á heimasíðu Gunnars Mána :o)

Það helsta í fréttum í dag er það að ég er byrjuð í prófum (fyrsta í dag) og fékk ég bestået svo ég var ánægð með það og bara 2 próf eftir og svo vörnin. Annars er kennarinn minn að fara í uppskurð og því var vörninni minni frestað frá 27. janúar til 30. janúar og svo byrjar skólinn aftur 1. febrúar. Svaka fjör frí í 1 dag :o)

Við fórum til Íslands um jólin og það var rosa fjör, stjanað við mann og allur pakkinn. Verst samt að þurfa að fara snemma aftur út svo ég komst ekki í hið svakalega "like the old times" VIR partý hjá henni Ólöfu beib. Jæja kveðjur héðan og þið partýfólk djammið feitt og skemmtið ykkur rosalega vel.