10 september 2007

Slett úr klaufunum

Haldiði ekki bara að maður hafi skellt sér út í fyrsta skipti síðan drengurinn fæddist. Það var nú ekkert djamm á kellunni, heldur var bara skroppið í bíó með vinkonunum á föstudagskvöldið. Við fórum saman stelpurnar að sjá grínmyndina "Knocked up" og það var algert æði. Þetta var barasta fyrsta fríið síðan Mumminn minn fæddist og var ég því svona hálfsmeik við það að fara út, en samt ánægð með að skella mér. Þegar myndin var búin og ég á leiðinni heim var ég komin með nístandi verk í bæði brjóstin þar sem ég er vön að gefa drengnum mínu ofurmikið að drekka á kvöldin og brjóstin því orðin algerlega yfirfull. Þannig að þegar heim kom fékk sá stutti VEL að drekka og svo var bætt á mjólkina í frystinum.

Annars verð ég að segja að ég á bara einn sætasta og rómantískasta eiginmann sem til er. Allavega þegar ég var búin í bíó var fríkvöldið mitt sko ekki búið. Því þegar ég keyrði inn í innkeyrsluna á húsinu okkar tóku á móti mér kertaljós í luktunum við útidyrahurðina og þegar inn kom var húsið allt í kertaljósum. Alveg geggjað flott. En ekki nóg með það, því þegar búið var að fæða drenginn beið mín sjóðandi heitt froðubað með kertaljósum svo ég gat notið mín í vatninu. Algerlega geggjað og ég fór sko endurnærð í rúmið eftirá.

Hérna hjá okkur er búið að vera líf og fjör og í gær var hvorki meira né minna en 25 stiga hiti og skelltum við okkur því í lautarferð í skóg sem er rétt sunnan við Álaborg. Það var ofsalega gaman og við erum búin að ákveða að fara þarna aftur, enda skógurinn stór og við gátum rétt skoðað lítinn part af honum.


Annars varð óhuggulegur atburður hérna í gær þegar SAS vél frá Köben brotlenti á flugvellinum hérna í Áló. En við fljúgum yfirleitt með þessum SAS vélum til Köben þegar við komum til Íslands og ætlum einmitt að gera það nú í desember. Hérna má finna stutt fréttamyndband frá DR af slysinu.
Jæja farin að gera eitthvað af viti.

Yfir og út frá Áló

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja, var ekki bara fínt að komast út í bíó. Já minn mætti sko alveg vera rómantískari stundum (kannski ekki kveikja á kertum því ég er stórhættuleg nálægt kertum!) en freyðibað væri sko vel þegið.

Annars er það stundum hugurinn sem gildir, ég er lasin og kallinn kom í gær með alls konar góðgæti heim (ístertu og smá nammi) bara verst að mín hefur enga matarlyst í veikindunum!

Kv. Andrea.