26 ágúst 2006

Drukknuð í myndaflóði

Jæja veit, veit ég er alltof ódugleg að blogga.

Það er búið að vera brjálað að gera síðastliðnar 2 vikurnar. Tóta systir kom í heimsókn og við vorum rosalega duglegar að skoða okkur um og gera eitthvað skemmtilegt. Fórum meira að segja í 3 daga ferð til Svíþjóðar og nutum lífsins (þar sem ég fór einnig á bæjarrölt með Natalie litlu frænku). Fórum svo í gær og fyrradag á ströndina og böðuðum okkur í sól og sjó ;o) Alveg geggjað.

Nú er ég búin að vera að vinna í netframköllun aldarinnar. Ég er búin að senda inn og sækja hvorki meira né minna en 545 myndir og kostaði það ekki nema 264 DKK (eða c.a. 3000 ISK). Svo er ég að senda inn núna litlar 1500 myndir, fór einnig í gær með 11 filmur til að framkalla. Semsé ég er að framkalla árin 2003, 2004, 2005 og 2006. Mín dugleg ;o) Kláraði myndaalbúmin hérna niðri í Fötex, en þau taka ekki nema 1200 myndir svo ég þarf að fara á stúfana til að finna fleiri albúm. Jæja best að fara að græja staðinn, er búin að bjóða Írisi og co. í útigrillað íslenskt lambalæri í kvöld :o)

Unnur Stella myndaóða


Íris og Björgvin mætt á svæðið



Við Tóta að sigla um Hönö og Öckerö í Svíþjóð



Komin í Liseberg í Gautaborg

11 ágúst 2006

Besta lag aldarinnar

Mæli með því að þið skoðið þetta FRÁBÆRA sænska lag :o)

Anna bot

Lofið mér svo að heyra hvað ykkur finnst

10 ágúst 2006

Álaborgarlíf

Já já já ég veit, ekki búin að blogga ALLTOF lengi.
Allavega við komumst heil aftur til Danaveldis og erum búin að vera að njóta lífsins hérna í sól og sumaryl. Fórum í sumarhús með mömmu hans Jóa, bróður hans, 2 systrum mömmu hans og syni annarrar þeirrar. Það var alveg geggjað. Hitinn 34stig+++ og við vorum að steikjast allan tíman. Svo keyptum við okkur hvolp. Sveinbjörg og Gummi komu í heimsókn og svo erum við búin að vera að mála hjá okkur eldhúsinnréttinguna. Semsagt nóg um að vera. Tóta systir kemur svo á laugardaginn og Íris og Björgvin mæta á svæðið á mánudag. Búin að sækja lyklana fyrir þau og allt lítur vel út :o)

Við fengum okkur OGGGUPONKUPÍNULÍTIÐ neðan í því með Sveinbjörgu og Gumma. Drukkum örugglega ekki 18 bjóra og 2 hvítvínsflöskur ;o) Allavega vorum við öll frekar gegnsæ daginn eftir að þau komu. Sérstaklega þar sem við búum öll í landi fjarri allri fjölskyldu og barnapíum, sem þýðir að við erum ekki neitt sérlega æfð í drykkjuleikjum síðan krakkarnir fæddust ;o) Það var rosalega gaman að fá þau og við fengum þau til að spila aðeins við okkur og skemmtum okkur konunglega

Jæja hef þetta ekki lengra í bili, lofa að láta ekki líða svona langt í næstu skrif. Hendi kannski inn myndum af innréttingunni þegar höldurnar verða komnar upp. Hún er geggjuð flott svona hvít, keyptum líka stálhöldur en vantar nýjar skrúfur ;o)

Annars hef ég sett heila gommu af myndum af þessu öllu inn á heimasíðu litla prinsins míns.


Stelpukvöld á Íslandi



Fyrra kvöldið með Svíunum okkar



Spilað úti seinni nóttina