20 október 2009

Afmælisveisla #2 og #3 hjá Gunnari Mána

Á 5 ára afmælisdag prinsins buðum við nokkrum vinum og börnum þeirra í smávægilega veislu og fjör. Það var rosalega gaman og var prinsinn hæstánægður. Enda var hann með það á hreinu að hann yrði ekki 5 ára fyrr en hann fengi köku, það yrði sungið og hann fengi að blása á kertin :o)

Á mánudeginum var svo deildinni hans á leikskólanum boðið í veislu og leiki. Það fannst honum alveg frábært, enda ekki á hverjum degi sem maður fær að sýna vinum sínum hvar maður á heima og allt dótið sitt :o)



Mamman sveitt í bakstrinum


Afmælisprinsinn hress með morgunmatinn



Litli bróðir var líka ánægður með vöfflurnar


Mamman fékk líka að smakka eina vöfflu


Súkkulaðibræður


Afmælistertan var tjörn með öndum og krökkum að gefa öndunum brauð. Heimagert úr fondant




Mamman bakaði líka amerískar cupcakes



Allt að verða tilbúið fyrir afmælissönginn


Hulda og Mummalingur búin að koma sér vel fyrir

Glaður með afmælissönginn


Duglegur að blása á kertin

Eitthvað fyrir fullorðna fólkið

Mamman og Fríða flottar saman








Emilía sæta



Eiríkur og Halldór flottir saman




Mummi knapi


Reynir sæti

Heilmikið að gerast


Kærustuparið Máni og hulda


Þreytt og ánægð mæðgin að loknum löngum degi



Rúgbrauðs og grænmetiskarl fyrir leikskólakrakkana




Og önnur anda-tjarnakaka, fyrir leikskólabörnin

07 október 2009

Afmælisveisla nr. 1 hjá Mána

Jæja þá er fyrstu afmælisveislunni lokið. Máninn minn fékk að halda afmælisveislu með allri fjölskyldunni á Íslandi í fyrsta skipti. Það mættu rúmlega 60 manns og var mikið fjör. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og fóru öll út að leika að kökuáti loknu. Afmælisprinsinn var himinlifandi með daginn og er nú á því að það eigi að halda afmælisveislu á Íslandi á hverju ári. Næsta veisla prinsins verður haldin á afmælisdaginn hans, sunnudaginn 18. október, fyrir vini hérna í Álaborg og þriðja veislan verður svo á mánudeginum 19. október, fyrir krakkana í leikskólanum.