20 desember 2006

SOFA ZZZZZZzzzzzzz

Já, nú er sko þreytan aðeins farin að segja til sín. Það er svo brjálað að gera í skólanum að ég fer í rúmið um klukkan 1 á kvöldin og þarf að vakna fyrir klukkan 6, svo ég sé nú búinn að róa magann og ljúka daglegum klósettknúsum mínum þannig að ég geti verið mætt í skólann klukkan 8. Svo það verður ekki mikið um svefn á þessum bænum þessa dagana.

Skilaði af mér STÓRU vinnublaði í ritgerðina í dag. Held það hafi verið um 50 jöfnur og útleiðslur, af einhverju nýju dóti. Enda er ég búin að vera að vinna við nákvæmlega þetta vinnublað í rúman mánuð og LOKSINS búin. Eigum að hitta kennarann okkar í síðasta skipti á morgun svo eins gott að ég náði að klára þetta. Svo nú er bara að takast á við næsta verkefni: Samsetning af reglunarlíkaninu og rafalslíkaninu. Það þarf svo að vera búið eftir 2 daga þar sem á föstudaginn fer ég í 3 daga JÓLAFRÍ :o)

Ætla reyndar að nota hluta af laugardeginum í að leiðrétta gömul skrif í ritgerðinni og mánudaginn í að skrifa einn spjall kafla.....but smá frí fyrir því :o)

Well.....best að halda áfram svo ég geti einhverntíman lagst á koddann zzzzzz..........

17 desember 2006

Verslunardagur aldarinnar

Já það má með sanni segja að það var verslunardagur aldarinnar í gær. Við Íris byrjuðum laugardaginn rétt upp úr 8 og skelltum okkur í strætó niður í miðbæ til að sækja þennan rosa fína kagga sem við höfðum leigt okkur saman. Brunuðum svo beinustu leið í Aldi til að versla allt sem þar fæst í jólamatinn. Fólk horfði á okkur STÓRUM augum þegar við þrömmuðum um búðina og stútfylltum kerruna okkar. Hún var svo full að það var orðið vandamál að fá hlutina til að passa í hana. Þetta varð líka hálfgert vandamál, því Aldi er hugsuð sem verslun þar sem fólk verslar frekar lítið í einu (sem er frekar undarlegt þar sem þetta er ódýrasta verslunin á svæðinu) og því er nánast ekkert pláss til að setja í poka við kassann (ekki svona færiband eins og á flestum stöðum heldur bara pínu ponsu borð). Þar af leiðandi þarf að setja vörurnar beint ofan í kerruna aftur þegar búið er að skanna þær, og það var engin leið fyrir okkur að geta tæmt alla kerruna upp á færibandið og nota síðan sömu kerru (dótið komst ekki allt upp á færibandið fyrir kassann, þó það sé vel stórt). Svo kassastrákurinn var nú svo sætur í sér að sækja auka kerru fyrir okkur til að raða ofaní. Þannig að það endaði með því að við gengum útúr búðinni með tvær pakkfullar kerrur og borguðum ekki nema rétt rúmar 600 DKK fyrir ;o) En þar sem við erum nú svo bilaðar, þá ákvaðum við meðan við fylltum bílinn af varningnum, að við þyrftum að versla örlítið meira og fórum því inn í búðina aðra ferð og bættum örlitlu við. Síðan var ferðinni heitið í Nettó sem er önnur svona ódýr búð, örlítið dýrari en með meira úrval. Þar byrgðum við okkur af Quality Streat konfekti og örlitlu af nokkrum nauðsynjavörum. Brunuðum svo í Fötex og versluðum nú ekki mikið þar. Þá var barasta að líða að hádegi svo ákveðið var að skella sér heim í smá pásu og mat. Eftir hádegi var svo ferðinni heitið í UPPÁHALDS búðina, eða Bilka. Sem er eins og USA Target eða RISA stór Hagkaup með mun meira úrvali og mun lægra verði. Þar var restinni af deginum eytt og verslað allt milli himins og jarðar. Ég gerði mér nú lítið fyrir og keypti eitt stykki RISA jólatré sem varla komst inn í bílinn, en það reddaðist á endanum. Lukum svo þessum gíga verslunarleiðangri á því að fara aftur í Nettó og versla jólagosið. Fólk starði stórum augum á okkur þegar við mættum á kassann með fulla kerru af gosi, eða 18 flöskur af 2L gosi. Þannig að um kvöldmatarleitið vorum við loksins komnar heim eftir vel heppnaðann dag. Buddan tóm en kælir, frystir, skápar og hillur stútfullar.

09 desember 2006

MY GOD

OHMYGOD ég hitti GUÐINN í dag. Var á gestafyrirlestrum frá 9 til 12 og svo á phd vörn frá 13 til 16 og HANN kom og hélt fyrirlestur og var svo prófdómari í verkefninu. Maðurinn er enginn annar en Hermann W. Dommel prófesor og doktor við University of British Columbia, Canada. Hann er maðurinnnnnn á bakvið líkanagerð og faðir "transient" hermunar. Sá sem bjó til og þróaði ALLT í sambandi við líkanagerð í háspennu. Ef þú hefur einhverntíman notað eða heyrt um Spice, PSpice, EMTP DIgSILENT Power Factory, EMTP Pscad, eða eitthvað annað þessháttar forrit, þá er hann höfuðið á bakvið allt saman. Hann er svona ekta afi, rosalega næs og veit bara allt. Örugglega gáfaðasta manneskja sem ég hef nokkurntíman hitt (og ég tók í höndina á honum). Hann er svo gamall að hann var með í TDC prófunum á sínum tíma, sem notuð voru áður en tölvan varð til að sjá um real time líkanagerð (þá er ég að tala um síðan fyrir 1960). Það var ekkert smá gaman að hlusta á hann og tala við hann eftirá, og hugsa sér, Wojciech getur sagt að hann hafi varið phd verkefnið sitt, sem nota bene var innan þessa sviðs og með tilvitnunum í MARGAR af greinum Dommel, og náð með HANN sem prófdómara. Ekkert smá flott. Ég var líka búinn að spjalla við hann í október þegar hann fékk að vita að Dommel kæmi til að dæma sig og váááá hvað hann varð stressaður, enda ekki furða maðurinn er SÉRFRÆÐINGUR á þessu sviði. En verkefnið ber titilinn Harmonics in transmission power systems, sem er allt hermt í DIgSILENT :o)
Ég verð nú að viðurkenna að það var pínu stressandi að sjá hann standa þarna einann fyrir framan 3 sénía og vera skotinn niður með spurningum, og eftirá þegar Wojciech var búinn og stressið að fara þá sagði hann bara við mig: Jæja nú ert þú næst, einmitt til að róa mig. En sem betur fer eru nú nokkur ár í þessar áhyggjur. Það var samt ekki laust við pínu stolt í okkur félögunum þegar Dommel sjálfur fór að tala um ráðstefnuna sem greininn okkar fer á næsta sumar, í Frakklandi. Gaman ef við hittum hann þar líka.
Smá fróðleikur fyrir þá sem ekki þekkja manninn:
Colleagues at the University of British Columbia describe Hermann Dommel as one of the great figures in electric power systems research this century. They say that in every aspect of his research he has been a pioneer, setting himself apart from the "pack" and putting himself at the forefront of his field.
Dommel is widely recognized as the "Father of EMTP." The Electromagnetic Analysis of Power Systems software package is used to analyze electromagnetic transients in electric power systems. The package, used by many utility companies and manufacturers throughout the world, predicts overvoltage surges caused by network switching and lightning.
Although most of Dommel's research has been in developing and improving the EMTP, he is equally well known for his contributions to optimal power flow theory and transient stability analysis. His works in these areas are still used today as the main reference landmarks for efficient computer solutions for large power systems. This work has allowed capital- and personnel-intensive analog simulators to be substituted with simple computer programs.



Anyways, hérna kemur smá samantekt á ferðalögum undanfarinna ára :o)

Hef víst einungis heimsótt 10% af veröldinni. Gunnar Máni hefur komið til nokkurra af þessum löndum: Danmörk, Króatía, Slóvenía, Þýskaland, Ítalía og Ísland.



Búðu til þitt eigið kort

Næst á dagskrá verður Grænland, vonandi sem fyrst. Já og svo fréttir dagsins:

Það er enn sumar í Danmörku (er samt loksins aðeins að byrja að kólna)
Við fáum líklega hvorki rauð, grá né hvít jól
Loksins búin að kaupa jólagjöfina handa betri helmingnum
Mig dauðlangar í Egils appelsínið og maltið sem bíður inni í geymslu
Það verður fjölgun á Næssundvej 78 næsta sumar

08 desember 2006

Betra seint en aldrei

Já það eru víst einhverjir farnir að velta því fyrir sér hvað gerst hefur síðustu vikur....eða mánuð hérna í Danaveldinu. En jæja jæja, ég er allavega á lífi, en varla þó. Brjálað að gera og ég er algerlega á haus í lærdómi. Ekki nema tæpur mánuður í skil hjá okkur og við eigum HAUG eftir að gera áður en við getum skilað verkefninu af okkur :o)

Fyrir utan lærdóm, lærdóm og já meiri lærdóm þá hélt ég eitt stykki danskan julefrokost fyrir krakkana úr skólanum. Það var rosalega gaman, við skiptum með okkur verkum og allir komu með eitthvað, endaði í ROSALEGRI matveislu þar sem alltof mikið af mat og alltof mikið af ákavíti var á boðstólnum ;o) Hlaðborðið byrjaði klukkan 19 á föstudagskvöldi á 3 tegundum af síldarréttum með rúgbrauði, eggjum, allskonar grænmeti og kartöfflusalati og að sjálfsögðu vantaði ekki hinar dönsku rauðbeður með. Þar á eftir kom milliréttur sem samanstóð af svokölluðum dönskum rétt sem heitir sulta (einhverskonar kjöthlaup með sósu og fleiru, rosa gott), heimabakaðri lyfrakæfu með beikoni, rúgbrauði og rauðbeðum, heimagerðum frikadellum (ekki alveg eins og kjötbollur en samt í áttina, inniheldur rjóma og fleira). Þegar allir voru afvelta af þessu áti þá kom loksins aðalrétturinn sem var hamborgarahryggur með ananas (á íslenska vísu), rifjasteik og purusteik með brúnni sósu, sykurbrúnuðum kartöfflum, grønlagskål (einhverskonar sull af grænu grænmeti og rjóma og kartöfflum og fleiru, ekki alveg fyrir minn smekk), heimagerðu rauðkáli, steiktum kartöfflum og snakki (don't ask why, Danir eru stundum skrítnir). Að sjálfsögðu voru allir gersamlega afvelta eftir þetta (ég held ég hafi borðað hálfa sneið af hamborgarahrygg) og þá var að sjálfsögðu fyrri eftirréttur, en það var Risalamande (kaldur hrísgrjónagrautur með rjóma og fíneríi, tekur nánast heilan dag að elda) með heitri rifsberjasultu og möndlu (að sjálfsögðu fylgdi möndlugjöfin) og ummmmm..þetta var algert æði. Þegar þessu öllu var svo lokið þá slúttuðum við átinu um klukkan 01:20 (ekki nema 6 og hálfur tími í að borða) með kaffi, heimagerðu konfekti og smákökum. Allt kvöldið var matnum að sjálfsögðu skolað niður með alvöru Álaborgar Ákavíti (sem er framleitt hérna niðri í miðbæ) og dönskum jólabjór (ég stalst reyndar líka í kókið þar sem ég er ekki með alveg sama júbbla úthald og þessir drykkjudanir ;o) ). Síðan sátum við ýmist uppi við matarborðið eða niðri í sófum og ræddum stjórnmál og fleira skemmtilegt til klukkan hálffimm um nóttina. Þetta var alveg rosalega gaman og frábært að prófa. Allir mjög hressir. Mér fannst samt furðulegast hversu mikið allir drukku af ákavíti, án þess að það sæist á þeim að þeir væru fullir. Engin læti og ekkert vesen, en samt NOKKRAR tómar flöskur á borðinu næsta dag. Síðan fór enginn frá borði fyrr en allir voru búnir að hjálpast að við að ganga frá og setja í uppþvottavélina og þau biðu líka eftir að vélin væri búin og hjálpuðu til við að ganga frá úr vélinni, alger lúxus að vakna næsta morgun að hreinu húsi :o)

Well set nokkrar skemmtilegar myndir úr veislunni með. Síðan reyni ég að segja einhverjar skemmtilegar fréttir næst (vonandi minna en mánuður í það).

Skál í boðinu


Kim ræðuhaldari


Nei Bjarne, mig langar ekki í ákavíti


Per og bláa salatskálin



Uffe engill



Mér tókst líka að vera með á 1 mynd