31 október 2006

Alltof margar myndir og enn lengra blogg

Guten Tag meine Damen und Herren


FRÁBÆR ferð til Þýskalands að baki.

Fórum klukkan 7:30 héðan úr húsinu á sunnudagsmorguninn. Sóttum bæði Per og Thomas sem svo biðu með okkur eftir rútunni, þar sem við vorum ansi mikið of snemma á ferðinni :o)

Lentum í miklum ævintýrum á leiðinni, t.d. bilaði rútan okkar, svo við vorum næstum 4 tíma að keyra til Árósa (sem tekur venjulega um 1 og 1/2 tíma). Fengum loks nýja rútu og gátum haldið aftur af stað. Við vorum 30 saman í þessari ferð, bæði útskrifaðir og óútskrifaðir verkfræðingar. Byrjuðum á sunnudagskvöldið á því að skoða vatns/vind/sólarorkuver sem er svona raforkugeymslustöð. Ef t.d. kjarnorkuver í Þýskalandi dettur út, þá er hægt að framleiða orku og dæla inn á netið. Ef rosa mikill vindur er, þá er hægt að pumpa upp vatni og geyma þannig raforkuna sem stöðuorku til bæði reglunar og seinni notkunar. En það er einmitt eitt stærsta vandamál vindorkuvitleysunnar í Danmörku, þar sem Danir þurfa að borga aukalega fyrir og gefa bæði þjóðverjum, svíum og norðmönnum alla sína umframorku, þar sem þeir hafa engin vatnsfull fjöll til að nota til svona reglunar ;o)

Við gistum svo nóttina í Hamborg og fórum á rauðu götuna í Hamborg, sem er sú allra stærsta og mesta þess eðlis sem ég hef nokkurn tíman séð. Allavega snæddum þar æðislegar nautasteikur og fengum okkur RISA ís í eftirrétt, fyrir nánast ekkert verð. Sáum ENDALAUST úrval af hjálpartækjaverslunum, kynlífsbíóhús, styttur og myndir og ljós og hvaðeina, auk að sjálfsögðu þýsku stúlknanna með mittistöskurnar, já þýskar hjásvæfur þekkjast á því að þær ganga allar saman með mittistösku í stíl við þær sem voru gefnar af Búnaðarbankanum þáverandi þegar ég var að fermast :o)

Notuðum mánudaginn í MIKLA keyrslu. Fórum að skoða kjarnorkuver sem vitleysingjarnir þýsku stjórnmálamennirnir eru að rífa niður. Þetta er ver númer 2, en búið er að gera áætlun um að rífa öll kjarnorkuver í Þýskalandi, þó svo að þeir séu ekki með neinar áætlanir um byggingu nýrra raforkuvera, í endalaust vaxandi eftirspurn eftir rafmagni. Enda eru nágrannabyggðirnar Pólverjar og fleiri sem vinna á fullu í byggingu sinna kjarnorkuvera, hinir hæstánægðustu, þar sem eftir örfá ár þurfa Þjóðverjar að kaupa raforku frá þeim, dýrum dómi.

Fundum engan mister Burns og engan Homer Simpson í kjarnorkuverinu, en komumst að því að þau eru byggð til að þola nýju risa tveggja hæða Airbus farþegaflugvélarnar, skyldi einhver ætla sér að fljúga einni þannig á verið. Auk þess sem þau eru sprengjuþétt og allt þétt ;o)
Fengum reyndar að vita að 11. september teygði anga sína þangað inn, þar sem upp komst að einn flugmannanna á tvíturnana hafði verið í skoðunarferð um verið einungis 3 mánuðum fyrir 11. september 2001 og var því verinu algerlega lokað í rúmt ár. Aumingjans þýsku námsmennirnir sem voru að skrifa phd verkefnin sín fengu ekki einu sinni að komast nálægt verinu.

Sáum þennan mikla mánudag einnig stærstu vindmyllu í heimi, en hún er með 5MW framleiðslugetu, en venjulega þykir 2,5 MW framleiðslugeta vindmylla mjög mikið. Þessi vindmylla var með haus á stærð við 8 hæða byggingu og staurinn undir spaðahúsinu veit ég ekki hversu hátt var, en við getum alla vega orðað það þannig að ég væri ekki til í að klifra upp stigana í húsið ;o) Fengum líka að sjá inn í aðra vindmyllu sem var ívið minni, eða ekki nema um 2 MW en hefur þann snilldar eiginleika að geta virkað sem “synchrounous condenser” og þarmeð framleitt sýndarafl og reglað spennuna á kerfinu, en Þjóðverjinn sem sýndi okkur hana hafði það á orði að honum þætti ákaflega merkilegt að danskir verkfræðingar væru komnir í ferðalag til Þýskalands til að skoða vindmyllur, ekki skrítið þar sem Vestas í Danmörku er með 50% markaðshlutdeild á vindmyllumarkaði heimsins, og Þýskaland c.a. 13%.

Má samt ALLS ekki gleyma að segja ykkur, að núna LOKSINS var ég ekki ein um það að blaðra um háspennulínur 70% af bílferðinni og vera þarmeð álitin skrýtin og furðuleg. Við vorum öll jafn slæm og myndavélin á lofti fram og til baka. Tókum nákvæmlega 34 myndir af möstrum með hangandi vírum á og fórum í gegnum all margar rökræður um uppbyggingu og notkun þessara frábæru mastra ;o)

Anyways set inn slatta af myndum fyrir ykkur að njóta :o)


Loise og Thomas komin í ölið



Kim fékk sér líka einn sopa



Per að gera grín



Yfirlit yfir snilldar raforku"geymslu"verið



Sólarorkuspjöld í brekkunni, 50 kW og rörin fyrir vatnið



Lokan sem hleypir vatni á pumpurnar



Vafningar á stator og rotorpólar á vatnsrafal



Komin að borða á rauðu götunni, ég, Per, Kim og Loise



Thomas var líka með :o)



Hamborgarhöfn



Morgunhress hópur



Loise komin með morgunkaffið sitt, allt önnur manneskja :o)



Kjarnorkuverið



Líkan af kjarnorkuverinu, kjarnaofninn er þessi rauði í miðjunni, númer 2 er kælivatn að kjarnaofninum og númer 3 er heitt vatn sem kemur frá kljúfinum. Kúlan utanum er styrkjandi bæði að innan og utan, svo ef ráðist á að utan á hún að standa, og ef eitthvað gerist að innan á hún að verja umhverfið



Fengum ekki sjálf að taka myndir inni, en þýski leiðsögumaðurinn gerði það fyrir okkur. Hér sjást nokkrir af ferðafélögum mínum í dressinu sem allir þurftu að vera í. Hver einn og einasti var geislaskannaður 3 á ferð sinni um verið og 2 áður en hann fékk að fara út úr byggingunni. Bannað að taka úran með sér, svo margir hafa áður lennt í því að þurfa að skilja úr eftir sem eru með sjálflýsandi vísa, því þau taka upp úran úr umhverfinu. Einnig voru allir vinnumenn í heilgalla frá fyrirtækinu og var hluti af því bæði skærbláar og skærgular latex nærbuxur, einstaklega smekklegt



Eitt af multifunctional möstrunum



Hópurinn við mega mylluna-Kim, Louise, Thomas, Per og ég



Risa efnaverksmiðja nálægt kjarnorkuverinu



Vindmyllan sem við fengum að fara inn í



Skólabókalestur í næstum 10 klukkutíma rútuferð heim, fyrirsætan er Kim

28 október 2006

Októberfest og Hamborg

Yes, eins og titillinn segir til um, þá fór ég á frábæra októberfest í skólanum í gær, og er á leið til Hamborgar í Þýskalandi ELDSNEMMA í fyrramálið. Eigum að mæta 8:45 niðri í miðbæ og rútan leggur þá af stað. Svo eigum við að lennda í Hamborg um 18 á morgun eftir LANGA rútuferð. Frítt kvöld, annað kvöld og svo kjarnorkuver, stærsta vindmylla í Evrópu og vatnsorkuver á mánudaginn. Heim aftur eftir miðnætti á mánudagskvöldið og skóli klukkan 8 á þriðjudagsmorgun ;o)

Allavega, tek með mér myndavélina en skelli hérna inn nokkrum frá októberfest í gærkvöldi.


Louise barþjónustukona



Þýska blásturshljómsveitin



Per, Kim og Thomas



Dönsk októberfest :o)



Við Louise



Thomas í vinnunni



Íslenskir piltar einnig á svæðinu

26 október 2006

Tölvan komin í hús

Jájájá alveg rétt, ég er komin með Acer tölvuna mína í hendurnar aftur. Þetta var nú allt saman frekar fyndið. Tengdó kom í gærkvöldi, með tölvuna í farteskinu. Að sjálfsögðu er tölvan það fyrsta sem við kíkjum á, kveikjum á henni og svona. Svo ætla ég að stinga henni í samband svo hún verði nú ekki rafmagnslaus og viti menn ENGINN SPENNUBREYTIR!!!!!!!!!!!! OHMYGOD hvað er málið með mig og mína heppni með tölvur. Allavega ég ætla að vera alveg brjáluð og hringja í dag strax og þeir opna. Viti menn, haldiði ekki að tengdó hringi í mig í skólann rétt áður en Svar opnar og tilkynnir mér að það hafi verið að koma gaur frá DHL með hraðsendingu frá Svar á Íslandi. Hún opnar pakkann og viti menn og konur, þarna er spennubreytirinn kominn til Danmerkur. Ég get rétt svo ímyndað hvernig allt hefur farið á hvolf seint í fyrradag eða í gær (tengdó sótti tölvuna rétt fyrir lokun í fyrradag) þegar þeir hafa séð að þeir gleymdu að setja spennubreytinn í kassann. Einhver hefur gargað HRINGIÐ Í DHL út með þetta STRAX, ég er búin að vera svo mikið til vandræða og hóta öllu illu og alveg brjáluð við eiganda fyrirtækisins að þeir eru örugglega orðnir skíthræddir við mig ;o)

Allavega tölvan OG spennubreytirinn er komið í hús á Næssundvej 78 og allt virkar ENNÞÁ.


Allir Íslendingar sem ég þekki eru orðnir svo miklir veðurbloggarar að ég verð að bæta við smávegis veðurfréttum frá Álaborg. Eins og ég hef lesið um Boston og NY, þá er svipað hitastig hérna, eða um 10-15 gráður, en frekar kalt útaf öllum rakanum. Svo ég hjóla með hanska á morgnana og heim á stuttermabolnum. Reyndar búið að rigna flesta daga í þessari viku, enda komið vetrarhaust hérna. Til vitnis um það er búið að spá fyrsta hauststorminum í nótt. Það á að hefjast um 12 í kvöld fyrir vestan Danmök og verður stormurinn kominn inn yfir Álaborg um 11 í fyrramálið. Búið að spá um og yfir 25 m/s svo við drifum okkur í því að taka öll garðhúsgögnin og setja þau inn í geymslurnar okkar (bæði borðin og sólhlífina, alla stólana, rennibrautina, sandkassann, róluna, öll blómin mín, grillið og hjólin okkar). Allavega við vonum bara að húsið með okkur öllum innanborðs fjúki ekki og að við komumst heilu á höldnu í skólann í fyrramálið :o)

23 október 2006

Ég elska tölvur dadada

Já, viti menn og konur,
hann Rúnar "besti buddyinn minn" og eigandi Svar Tækni var að enda við að hringja í mig (meira að segja eftir lokunartíma hjá þeim) til að láta mig vita af því að tölvan mín er loksins komin í gang. OHMYGOD ég er búin að bíða eftir þessu í LANGAN tíma. Allavega þá komust þeir að því að móðurborðið væri bilað svo þeir skiptu um það (eins og kannski glöggir lesendur muna þá skiptu þeir síðast um harðan disk og mynni). Anyways, nýtt móðurborð komið í tölvuna mína (í annað skipti og hún er rétt árs gömul) og tengdó getur sótt tölvuna til þeirra á morgun og komið með hana með sér þegar hún kemur á miðvikudaginn. VÁÁÁÁÁÁ hvað ég hlakka til að fá tölvuna mína aftur, og eins gott að hún VIRKI í þetta skiptið. Nenni sko ekki að fara að senda hana til þeirra enn eina ferðina og rífast í þeim. Veit ekki alveg hvað ætti að skipta um næst. Svo hérna verður bara dansaður stríðsdans í kvöld þar sem ekki á morgun, heldur hinn, get ég eytt öllu kvöldinu í að flytja öll gögnin á milli tölvanna og setja upp öll þau SKRILLJÓN forrit sem ég þarf að nota. Og svo get ég actually keyrt matlab á fimmtudaginn og það mun taka minna en tvo tíma að keyra eitt auðvelt umbreytiforrit ;o)

Ef þið hinsvegar lesið í fréttum frá Danaveldi á fimmtudaginn, að óútskýranlegt öskur, með uppsprettu í Álaborg, hafi hljómað um allt landið og valdið hreyfingu á jarðskjálftamælum í Þýskalandi. Þá megið þið gera þá ályktun að tölvan sé enn biluð og ég sé gengin af göflunum og ætli að setjast að uppi í fjöllum og flytjast til Grýlu og Leppalúða, og muni færa ykkur öllum ósoðna og hálf myglaða kartöfflu í skóinn eftir 52 daga.

21 október 2006

Aftur orðin þrjú í kotinu

Já nú eru mamma og pabbi farin áfram til Englands, þar sem þau ætla að skella sér á fótboltaleik á morgun og njóta lífsins fram á þriðjudag. Við keyrðum þau á flugvöllinn í Árósum og svo skilaði ég bílnum á flugvöllinn hérna í Álaborg. Við sjáum nú heilmikið eftir þeim og eigum eftir að sakna þess að sjá þau ekki nema bara kannski í janúar.

Við verðum nú samt ekki lengi ein í kotinu þar sem tengdó kemur í heimsókn eftir 4 daga og verður fram á sunnudaginn næsta. En þann sunnudagsmorgun legg ég einmitt líka af stað til Þýskalands, þar sem ég mun verja einni nótt í Hamborg og nota svo mánudaginn í að fara um kjarnorkuver, skoða stærstu vindmyllu heims og líta á eitt vatnsorkuver. Hlakka rosalega til og lofa að taka eins margar myndir og ég get.

Í gær skellti ég mér á fredagsbarinn með Lullo, Bjarne og Per og hann Thomas vinur okkar, sem er útskrifaður og farinn að vinna, gerði okkur glaðan dag með því að koma líka. Við fórum svo eftirá og gæddum okkur á Klingenberg pizzu, þar sem þær hafa ekki verið testaðar síðan í verkefnaskilum í vor. Ákváðum einnig að nú væri kominn tími á að gera eitthvað saman og skipulögðum partý heima hjá mér í nóvember og svo galaball heima hjá Thomasi í febrúar á næsta ári, betra að vera svona frekar tímanlega í þessu :o)

Well, ætla að klára nokkrar línur í verkefninu og fara svo að glápa aðeins á imbann með manninum, svona þar sem það er nú einu sinni laugardagskvöld.


Verið að gefa afmælisdrengnum íslenskar nýbakaðar vöfflur og ÍSLENSKT heitt súkkulaði



Ég ætla að vera svona ástfangin eftir meira en 41 ára langt hjónaband

16 október 2006

Fullur frystir og afmælisveisla

Jæja loksis loksins eru mamma og pabbi komin :o)

Þau komu á föstudag og höfðu eins og venjulega fulla 20 kg tösku af mat handa okkur, eins og t.d. íslenskan fisk, íslenskt lambakjöt, íslenskt slátur, Royal lyftiduft, Kötlu vanilludropa, FULLT af íslensku nammi og Nóa sirius konsum súkkulaði ;o)

Í gær héldum við svo afmælisveislu fyrir litla pjakkinn þar sem hann verður 2 ára á miðvikudaginn og kom barasta heilmikið af gestum, allavega þegar maður hugsar til þess að í fyrra komu bara Steinar með Axel og Ilmi :o) Ég stóð sveitt í eldhúsinu allan morguninn til að uppfylla óskir barnsins um traktora köku og var afraksturinn bara ágætur, nema það að enginn þorði að borða sjálfan traktorinn og var bara grasið og vegurinn undir honum borðað, svo nú höfum við stóran súkkulaðitraktor á borðinu til að narta í næstu daga, með harðfiskinum og smjörinu ;o)

Við hjónin ætlum nú líka aðeins að nota ömmuna og afann og erum búin að reka þau út í dag með barnið (þau fóru í Blokhus eða Árósa og eitthvað skemmtilegt) og erum sjálf að nýta tímann til að læra, svo ætlum við í vikunni að skreppa saman út að borða og í bíó.....Alger lúxus hér á bæ.

Nýjustu draumórarnir okkar eru að skreppa heim í janúar í MJÖG stutt stopp. Eða það er að segja, við förum til USA með millilendingu á Íslandi, þar sem við komum prinsinum í pössun hjá ættingjum og höldum svo áfram tvö ein til Orlando eða Miami og gerum eitthvað skemmtilegt. Við höfum á þessum 2 árum síðan hann fæddist ekki farið tvö ein nema mest í 1 nótt og þá bara á hótel á brúðkaupsafmælunum okkar. Og ég held barasta að við höfum farið saman út ekki fleiri en 10 kvöldstundir í það heila, svo nú er kominn tími til að sletta úr klaufunum saman :o)
En eins og ég sagði eru þetta bara draumórar og er allt háð tekjum og högum. Við erum víst bara fátækir námsmenn, allavega þar til næsta haust.


Mamma og pabbi mætt á svæðið



Súkkulaði traktorinn tilbúinn



Mömmurnar í afmælinu, börnin voru öll á sama aldri

10 október 2006

Ég lofaði víst einhverjum myndum :o)


Stærri hillan í skrifstofunni, allar bækurnar mínar á sínum stað, en samt enn meira pláss



Skrifborðið komið við gluggann og minni hillan við hliðina á. Þarna er líka mikið pláss ;o)



Elhúsið fyrir breytingu



Eldhúsið eftir breytingu, fína fína uppþvottavélin okkar, í nýmáluðu innréttingunni, með höldunum sem við keyptum og settum á



Stórglæsilega eldhúsborðið okkar. Hérna er það ekki með stækkun, en þegar hún er líka, stækkar það um heila 50 cm, og þá geta 3 stólar verið sitthvorum megin við borðið og 2 aukalega á endunum.



Eldhúsborðið frá öðru sjónarhorni



Við keyptum þennan líka rosa fína spegil í forstofuna í Hansen Møbler. Rosa fín þjónusta þar (hillurnar eru líka þaðan)



Hluti af gömlu skrifstofuhillunni er vel nýttur í geymslunni að framan :o)

08 október 2006

Loksins loksins loksins

Við gerðum þau stórgóðu kaup þann fyrsta ágúst síðastliðinn (fyrir rétt rúmum tveimur mánuðum síðan) og keyptum okkur nýtt framtíðar borðstofuborð. Þetta var alveg geggjað borð, hvítt og RISASTÓRT. Við hæstánægð og hlökkuðum mikið til að eyða peningunum í þetta líka stórglæsilega borð, ásamt 6 stólum, þrömmuðum að búðarborðinu og pöntuðum borðið.......jú sko, þetta borð er ekki til í augnablikinu, en það kemur aftur 5. október. WHAT!!!!! 5. október, en það eru meira en tveir mánuðir í 5. október og þetta kostar okkur næstum því barasta heil árslaun. Já því miður, það bara er uppselt og verður ekki til fyrr en 5. október, jáenjáenjáen, við erum búin að leita út um allt, alveg endalaust að borði sem við gjörsamlega föllum fyrir og þetta er BORÐIÐ.....JÆJA þá, við kaupum borðið og bíðum í rúma tvo mánuði.....Svo viti menn og konur, borðið barasta kom heim til okkar í stórum sendiferðabíl núna fyrir helgi. Og ohmygod hvað það er flott. Alveg þess virði að bíða í rúma tvo mánuði eftir :o)

Annars erum við búin að gera heilmiklar breytingar hérna hjá okkur. Máluðum í sumar eldhúsinnréttinguna eins og þið kannski munið, komin með 8 manna eldhúsborð og 6 stóla (erum reyndar ekki með stækkunina á dagsdaglega, en það er sko 107cm á breydd, en prófuðum að hafa stækkunina fyrsta daginn og það er HUGES), komin með hvítmálaðan antikspegil í forstofuna, búin að rífa upp teppið í forstofunni og finna nýtt (kaupum það þegar mamma og pabbi koma í heimsókn afþví þau verða með bíl), búin að snúa við stofunni, setja upp hillur í geymsluna úti og umturna lærdómsherberginu mínu og kaupa hillur undir allar bækurnar og möppurnar sem voru að flæða útum öll gólf. Næst á dagskrá er uppþvottavél, sem við erum búin að kaupa og átti að koma á fimmtudaginn en seinkaði og kemur á MORGUN!!!!! ;o)

Ég lofa að setja inn myndir af öllum þessum herlegheitum þegar uppþvottavélin er líka komin.

Annars höfum við voðalega lítið annað gert, fórum út að borða í tilefni 10 ára afmælisins og Íris æðislega reddaði okkur afþví allar barnapíurnar á svæðinu voru uppteknar. Svo fór Jóhann á Rusfest í gær með félögunum og í bæinn á eftir. Rosa fjör það. Þeir komu nokkrir fyrst hingað í gærkvöldi og fengu að gæða sér á Íslensku brennivíni ásamt Opal og Topas snöfsum. Ætlum að reyna að fá barnapíu fljótlega og skreppa kannski í bíó, ef það er eitthvað skemmtilegt í boði. Svo langar okkur einn daginn að fara saman að djamma í bænum, höfum aldrei gert það í Danmörku. Þar að auki er ég að reyna að draga hana Írisi út á lífið og ætla í því skyni annaðhvort að halda partý eða redda okkur í einhverja fest hjá þessum danavinum mínum....en betur af því seinna, þar sem næstu helgar eru bókaðar og uppteknar ;o)