05 ágúst 2007

Framkvæmdir dag og nótt

Jæja, þessa dagana er brjálað að gera í framkvæmdum hjá okkur. Við erum búin að fá húsið okkar afhent og erum að vinna í að setja það í íbúðarhæft stand (að okkar mati). Jóhann er búinn að smíða eitt stykki grindverk (rosalega flott) og svo er hann byrjaður að sparsla og grunna veggi. Ég er búin að gróðursetja slatta af sumarblómum og er að vinna í að hreinsa garðinn og gera hann fínan. Svo erum við í heilmiklum baðherbergisframkvæmdum og er búið að henda út baðkarinu og grindinni undan því ásamt vaskinum og fleira drasli. Við keyptum okkur nýjan vask með skáp, tvö ný blöndunartæki og RISA sturtuhaus með tveimur strutubrúsum. Svo erum við að fara að ráðast í að taka gólfið þar inni í gegn. Það er búið að þrífa ljóta veggi og svo erum við búin að finna okkur nýja skápa í svefnherbergið, eldhúsið og á ganginn. Við ætlum síðan að opna eldhúsið aðeins betur og breyta. Svo það verður yfirdrifi nóg að gera hjá okkur næstu dagana í þessum breytingamálum ;o)

Lofa að setja inn fyrir/eftir myndir af herlegheitunum.
Bestu kveðjur frá framkvæmdaglaða fólkinu í Álaborg.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá það er aldeilis dugnaður í ykkur.

Til hamingju með nýja húsið.
Kv. Andrea.