04 desember 2007

Komin heim

Jæja þá er maður kominn aftur heim til Danaveldisins. Það var alveg geggjað að komast aðeins heim til Íslands og hitta nánustu vini og ættingja. Allir snérust í kringum okkur og sáu um drengina svo mér leið næstum eins og prinsessu (svona þegar ég var ekki að vinna). Annars var ég mikið á flakki með nemendurna og var í fullri vinnu með þeim alveg mánudag til fimmtudag og sat svo og skrifaði í mínu verkefni á föstudeginum.

Það var nú ósköp gott að koma aftur út til hans Jóa og knúsa hann dálítið, en ég hlakka samt ofsalega mikið til að fara aftur til Íslands. En næst förum við öll saman.....og það bara eftir 17 daga. GVÖÐ hvað ég hlakka til. Enda verð ég nú að segja að eftir þessa Íslandsför er mig farið að langa ansi mikið til að setjast að á landinu fagra......eeeeeeen það verður víst að bíða betri tíma.

Þar sem við lentum mjög seint á sunnudagskvöldið og vorum ekki komin í rúmið fyrr en rúmlega 2 um nóttina, fékk hann Máni minn að sofa út og vera í fríi heima í gær. Við mæðgin tókum okkur til og bökuðum jólasmákökur og settum upp næstum allt jólaskrautið okkar. Það er sumsé búið að setja seríur í flesta glugga og allt smádótið er komið upp, hingað og þangað um húsið, svo nú er orðið alveg afskaplega jólalegt hjá okkur :o)
Þar að auki ákvað ég að breyta til í stofunni því ég hef aldrei verið alveg nógu ánægð, svo ég snéri stofunni allri við og nú er ég mun sáttari. Þetta er miklu meira kósí eins og það er núna og mér líður betur að sitja kjurr þar inni með fæturna upp í loftið ;o)

Jæja, nú er víst best að koma sér í lærdóminn. Nóg eftir enn.
Jólafílingskveðjur frá Blákelduvegi

Engin ummæli: