03 júlí 2006

Komin til Íslands

Jæja þá er ég loksins búin og komin til Íslands.
Þar sem mamma (sjálft afmælisbarnið) náði sér í sýkingu og lungnabólgu þá þurftum við að aflýsa Grænlandsferðinni og erum að vinna í að fá hana endurgreidda :o(

Annars var ég í vörninni á fimmtudaginn síðasta og gekk það vonum framar. Í fyrsta skipti sem ég virkilega skemmti mér í prófi :o) Einkunnirnar voru tvískiptar þar sem 2 úr grúppunni fengu 10 og svo fengum ég, Bjarne og Per 11, ekki slæmt það :o)
Þar að auki var okkur boðið að skrifa grein um það sem við gerðum og svo verður einn kostaður af skólanum til að fara á ráðstefnu í Evrópu í haust og kynna niðurstöðurnar okkar fyrir raforkuverkfræðingum víðsvegar að úr heiminum. Ég er nú svo glöð með að mér mun hlotnast sá heiður að vera sá aðili sem fer á ráðstefnuna þegar að því kemur, en við vitum ekki nákvæmlega hvenær það verður. Annars ætla ég að byrja að vinna í endurbótum og smá undirbúningsvinnu fyrir greinina um leið og ég kem aftur til Danmerkur. Hlakka mikið til, enda er þetta rosalega mikill heiður og mörg tækifæri sem þetta gefur.
Prófdómararnir sögðu að þetta verkefni væri það gott að það hefði getað jafnast á við lokaverkefni í masternum upp á einkunnina 11, svo við vorum aldeilis ánægð með þetta allt saman. Enda erum við búin að vinna brjálæðislega mikið í vetur og hef ég setið all mörg föstudags og laugardagskvöld við lærdóminn. Nú er hinsvegar komið frí og ég ætla að njóta þess í botn. Geri því ekki ráð fyrir að ég skrifi meira hérna fyrr en ég kem aftur til Danmerkur, sem verður 17. júlí næstkomandi.
Bless kex og ekkert stress.