24 júní 2007

Ekkert að gerast

Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar og hamingjuóskirnar, gaman að vita að það er einhver sem nennir að lesa og fylgjast með öllu bullinu í mér :o)

Annars er ég farin að fá allmargar fyrirspurnir og spurningar, en NEI, ég er enn jafn þykk ef ekki bara feitari en áður. Ekkert barn komið, enda ennþá 3 vikur í settan dag. Ástæðan fyrir netleysi mínu og fjarlægð frá MSN er bara of góð útskriftargjöf frá kallinum, löngu tímabær afslöppun og alltof gott sjónvarpsefni á formi DVD frá njósnaranum á móti. Ég á nefnilega svo góðan mann, sem gaf mér eitt stykki 26" flatskjá fyrir svefnherbergið, eitt stykki nágranna sem voru svo elskuleg að lána mér 6 SERÍUR af Carrie og félögum í Sex&theCity og svo er ég eitt stykki svo mikill letingi að ég hef nánast bara legið uppi í rúmi og glápt á imbann síðan ég kláraði ;o)

Annars erum við heldur ekkert að flýta okkur, þvoði reyndar barnafötin í gær og svo keyptum við barnavagn af því það var útsala í Baby Sam og við þorðum ekki að bíða ef vagninn sem okkur langaði í skyldi seljast upp eða útsalan hætta. En ekkert annað búið að plana fyrir komu barnsins. Við vonumst til að geta lofað prinsinum okkar að vera með í undirbúningnum svo við ætlum að bíða með rúmið og allt dótið (sem er uppi á háalofti) þar til hann er kominn svo hann geti verið með í að sjóða duddur, setja saman barnarúm og hengja upp óróa. En ég get nú sagt ykkur að það eru BARA 3 langir dagar í að ég fæ að knúsa drenginn minn aftur, ohhhhh......my......gooooood......hvað ég hlakka til.

Jæja ég er að hugsa um að hætta leti í bili og skjótast til að sækja karlinn í skólann (hann er í lokaprófinu á morgun). En hann var bíllaus í dag þar sem njósnararnir okkar á móti eiga stóran dag á morgun og heimilisfaðiririnn þar á bæ var með glaðning handa konunni, sem flytja þurfti í bíl án þess að eiginkonan kæmist að nokkru ;o)
(híhíhí alltaf gaman að vera með í pínu plotti)

See ya later aligater

19 júní 2007

Loksins búin

Jæja þá er maður loksins búin með sjálft Mastersverkefnið og lokavörnina :o)

Þetta tókst alveg bara bærilega. Allavega er ég enn á lífi og jafn þykk og feit sem áður (ekkert barn komið). Ég fékk lokaeinkunnina 11, sem svarar til 9,5-10 heima, svo ég er bara ágætlega sátt alveg.
Er samt langmest sátt við að vera loksins búin og geta farið að slappa af.

Við fengum bara fína gagnrýni og getum nú svosem ekki kvartað. Kennarinn okkar sagði að þetta væri besta ritgerð og besta verkefni sem hann hefði nokkurntíman lesið og séð og svo var lesin upp yfirlýsing sem kennari og sencor höfðu skrifað í sameiningu og á að birta í deildinni varðandi verkefnið og eitthvað þessháttar, allavega sátum við eins og fábjánar og gátum ekki annað en brosað. Þeir sögðu meðal annars að mesta syndin væri að ritgerðin væri leynileg (vegna gagna frá fyrirtækinu sem það er unnið fyrir) og ekki mætti birta hana því hún væri svo góð. Og svo er búið að bjóða okkur að skrifa 2 greinar fyrir IEEE upp úr verkefninu sem við byrjum að huga að eftir sumarfrí.

EN fyrst er að halda frí, enda hefur þessi önn einkennst af ansi mikilli vinnu og miklu erfiði svo komin tími til að setjast aðeins niður, draga djúpt andann og fara að hlýða læknum og hjúkrunarfólki og slaka örlítið á.

Svo nú segi ég góðir hálsar, gleðileg jól, gleðilega páska og gott sumar.

Yfir og út í bili frá
frú Master Of Science Engineer in Electrical Power Systems and High Voltage Technology

17 júní 2007

17. júní 2007



Gleðilega þjóðhátíð :o)

09 júní 2007

Sumarferð á Skagen

Sól og sumar í fríinu okkar. Við Jóhann skruppum í bæinn í gær með njósnurunum á móti, nutum þess öll saman að vera úti að borða og barnlaus í hitanum og sólinni ;o)







Fór í GEGGJAÐA sumarferð í dag með krökkunum úr skólanum. Fórum á Skagen alveg eins og í fyrra. Vel yfir 30stiga hiti, sól og svömmlað dulítið mikið í sjónum. Alveg ólísanlega gaman og hlítt og gott (enda er ég ekkert nema brunarústir á öxlunum).




Frá vinstri: Bjarne, Per, Louise, Kim, Uffe og Thomas
Morgunmatur á leið til Skagen


Komin á ströndina á Skagen, aðeins slappað af


Sandkrikket spila, Uffe og Thomas að skemma hvor fyrir öðrum


Feita ólétta konan komin í sjóinn með Louise

Kim og Uffe fengust loksins út í sjóinn að spila frispí með okkur stúlkunum


Uffe og Louise fundu upp nýjan neðansjávarkrokket......með trékúlum ;o)


Fórum og skoðuðum kirkju, þar sem bara turnin stendur uppi. Restin af kirkjunni er undir sandinum sem við stöndum á.


Frá vinstri: Ólétta Unnur, Kim, Louise, Bjarne, Uffe og Thomas
Komin í dönsku Sahara


Mjög undarlegt að standa í sandauðn og horfa á gróðurinn í kring (sandurinn er í c.a. 15km radíus)


Uffe bregður á leik og rúllar sér niður


Allir orðnir svangir eftir langan og góðan dag


Konunni tókst að brenna ansi vel á öxlunum (þrátt fyrir 30 sólarvörnina)


Og sandalabrunaför ;o)

07 júní 2007

Búin að skila :o)

Yes loksins búin að skila lokaverkefninu :o)

Í tilefni þess ætla ég að sofa í skugganum þar sem það er 30 stiga hiti úti og ég er gjörsamlega að steikjast, ekki hægt að anda hérna lengur.

Góða nótt

Lokavinnan komin á fullt


Massa prentun í gangi (5 eintök 278 blaðsíðna ritgerðar)


Gripurinn tilbúinn og á leið í skil

Gitte ritari tekur við lokaverkefninu okkar Pers :o)



Skál drengir og til hamingju með skilin

Skólinn minn

Háspennu tilraunabyggingin mín

06 júní 2007

Það er verið að grilla mig lifandi

HJÁLP, ég er að deyja. Þeir segja að það eigi að rigna pínu í dag, HVAR ER ÞESSI RIGNING?????

Mæli ekki með því að vera kasóléttur í 30 stiga hita, sitjandi innandyra að leiðrétta lokaritgerð BARA MARTRÖÐ.

Annars fór ég í skoðun í fyrradag. Kom svona lala út, allt lítur voða fínt út nema ég (go figures). En vegna of mikils álags (héldu þeir, skil ekki hvernig þeim dettur það í hug) er hækkun á eggjahvítu í þvaginu. Það fór í rannsókn hjá þeim og vonaðist læknirinn til að það yrði ekkert meira úr því. En svo hringdi ég í morgun til að fá að vita hvað hefði komið úr rannsókninni og þá eru þeir víst ekki alveg nógu ánægðir með þetta. Einhver of mikil hækkun í þvaginu svo það var sent í frekari ræktanir og rannsóknir niðri á spítala og það á að gera eitthvað svo ég fái ekki eitthvað sem heitir meðgöngusýki....eða eitthvað svoleiðis. Fæ fljótlega að vita meira, lofa að láta vita.

Annars lítur þetta ágætlega út, ég er loksins búin að ná þyngdarkúrfunni (enda líður mér eins og hval) en ég hef verið aðeins of langt undir henni að sögn ljósunnar minnar (enda ekki skrýtið þar sem, enn og aftur sökum of mikils álags, missti ég svo mikið í byrjun að ég var 53kg þegar ég var gengin 21 viku). Ég er ALVEG á lokasprettinum með verkefnið. Við prentuðum út í fyrradag og vorum svo heima í gær að lesa. Það tók frá því átta í gærmorgun og þar til hálfþrjú í nótt að lesa ritgerðina (omg. við erum búin að skrifa alltof mikið) og svo var maður mættur uppúr hálfátta í skólann í morgun. Svo nú sitjum við og leiðréttum í síðasta skipti og eftir svona 2 tíma hefst útprentun JEIJJJJJ :o)

En allavega, best að halda áfram að óhlýðnast fólkinu í hvítu sloppunum og hætta þessu pásustandi og koma sér að verki.

03 júní 2007

Tilkynning VIRarar

VIRarar 2003 upp til sveita, fjalla, sjóa og hvar sem er í heiminum þessa stundina ;o)

Ef þið ekki vissuð þá vil ég benda ykkur á að aðgæta efsta linkinn hér til hægri, heimasíðu okkar frábæra árgangs, því byrjað er að skipuleggja sumarhitting 2007 :o)

Hinn framtakssami og skipulagsglaði Arnar sér um ákvarðanatöku og heyrst hefur að stefnt verði á skemmtun ársins, jafnvel aldarinnar ef ákveðnir einstaklingar sjá sér fært um að mæta. Drífið því í að taka 2. helgina í júlí frá og bóka ömmur og afa í pössunarstörf þessa frábæru helgi.