04 september 2007

Konan orðin kaupóð

Já það má með sanni segja að ég sé orðin algerlega kaupóð. Ekki það að ég sé vön að versla mikið eða eyða miklu, en undanfarið hef ég sko ekki gert annað en að eyða peningum. T.d. verslaði ég eitt stykki hjónarúm fyrir hvorki meira né minna en 32þús danskar (geri aðrir betur). Þetta er reyndar rosalega flott rúm. Sér smíðað fyrir okkur (við fáum sitthvora dýnuna svo það henti hvoru fyrir sig) og með fjarstýringu og öllu. Og hvorki meira né minna en af stærðinni 210*210 (núverandi rúm er 150*190). Síðan verslaði ég nýjar mubblur í stofuna ásamt bæði skenk og skáp í eldhúsið (seldi reyndar stofuhúsgögnin af gamla staðnum). Svo í dag setti ég punktinn yfir i-ið og gerðist þvottavélaeigandi með meiru. Yes, húsfreyjan á heimilinu dró alla 3 drengina út í búð að kaupa eitt stykki MIELE 6kg 1600 snúninga þvottavél með nýrri tromlu sem fer betur með fötin. Svo nú verður ekkert gert nema þvegið og þvegið og þvegið ;o) Fengum þessa vél reyndar á kostatilboði, þar sem hún kostar rúm 140þús ISK á Íslandi, en við fengum hana hérna á 8195 dkk. Ástæðan fyrir að ég veit nákvæmlega hvað hún kostar á Landinu góða, er sú að mamma var að kaupa sér svona svipaða vél fyrir bara rétt um mánuði síðan.

Annað í fréttum er það að nú er ég orðin leiðbeinandi/vejleder/supervisor. Yes, átti reyndar upphaflega að fá grúppu sem var að hefja nám á 7. önn og samanstóð einungis af útlendingum og fá svona örlítið léttari verkefni þar sem þetta er fólk á intro og hefur aldrei unnið svona hópvinnuverkefni áður. En þegar allt kom til alls vantaði frekar leiðbeinanda á aðra grúppu, svo ég fékk hvorki meira né minna en að verða leiðbeinandi á LOKAVERKEFNI hjá tveim dönskum nemendum. Svo nú verð ég fram að jólum í því að leiðbeina krökkum sem eru að klára námið sitt í raforkuverkfræði ;o)

Anyways, ætla að fara að leggjast og glápa á imbann.
Yfir og út
Unnur Stella súpervæsór

Engin ummæli: