31 desember 2008

10 ára trúlofunarafmæli

Í dag, gamlársdag 2008, eru hvorki meira né minna en 10 ár síðan við Jóhann Gunnar settum upp hringa í fyrsta skipti :o)

Ung og ástfangin árið 1998


Eldri og enn ástfangin, 2008


24 desember 2008

GLEÐILEG JOL


Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Takk fyrir allt gamalt og gott.

Knús og kossar,

Unnur Stella, Jóhann Gunnar, Gunnar Máni og Guðmundur Magnús


23 desember 2008

Jólin koma á morgun

Héðan frá Álaborg er nú ýmislegt að frétta, þó svo ég hafi verið alltof löt við að skrifa fréttir undanfarið.

Allavega þá varð ég lasin um daginn og fékk himinháann hita og svo loks pensilín. Ég fór svo á laugardagskvöldinu í jólahlaðborð (julefrokost) með dönsku vinum mínum. Í sambandi við þann gjörning hef ég lofað einni kveðju :o)

Hej Bjarne (Lullo, Thomas, Per, Kim og Uffe også). Tak for en super dejlig julefrokost og en fantastisk aften. Jeg håber at jeg kan dele jeres snaps næste år ;o)

Julemand Lullo

Klar til at spise :o)



Núna er ég svo loks komin í jólafrí, hófst á föstudag. Ég gerði mér bara lítið fyrir og tók mér 5 daga af frídögunum mínum og nældi mér þannig í 2 vikna jólafrí með strákunum mínum :o) Við höfum notið þess að vera í fríi og leikið okkur, perlað, kubbað, föndrað og brallað ýmislegt. Þar fyrir utan saumaði ég mér svo eitt stykki jólakjól fyrir annað kvöld og við fórum familían ásamt Írisar familíu að sækja okkur jólatré í skóg rétt fyrir norðan Limafjörðinn. Fengum alveg geggjað tré, stærra en Jóhann og þvílíkt þétt alla leiðina upp í topp. Svo var þetta voða skemmtileg upplifun. Gengum um skóginn og leituðum að trjám (enduðum nú samt á að kaupa tré sem búið var að höggva). Með trjánum fylgdi svo nammip0ki fyrir krakkana og jólaglögg með smákökum í litlum skúr eftir kaupin. Svo við settumst saman í stutta stund og sötruðum jólaglögg og nörtuðum í smákökur. Þetta var alveg ofsalega hómí og notalegt. Plús það að tréð var að sjálfsögðu meira en helmingi ódýrara en á Íslandi (kostaði 175 dkk, með nammi, jólaglöggi og smákökum, og var ríflega 2 metrar á hæð). Svo við vorum ægilega sátt með þetta allt saman :o)

Í dag fórum við svo öll saman í bæinn að skoða jólaljósin og prófa öll jólatækin (parísarhjólið, hringekjuna og jólasveinalestina). Fengum okkur líka kvöldmati í bænum í tilefni af Þorláki. Þreittir og glaðir drengir steinsofnuðu í aftursætinu og voru bornir inn í rúm (klæddir í nýju jólanáttfötin og lagðir til svefns í jólarúmfötunum). Foreldrarnir kláruðu svo þrifin, skreyttu jólatréð og settu ALLA ÞÚSUNDA pakkana undir. Svo nú sitjum við bara í leti uppi í sófa og erum alveg að fara að steikja egg og beikon (enn ein hefðin) til að narta í svona rétt fyrir svefninn. Möndlugjafirnar tilbúnar á borðinu frammi og húsið allt orðið tandur hreint.

Knús og kossar frá okkur í Álaborg og
GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN.



11 desember 2008

Veikindi

Haldiði ekki að mín hafi náð sér í einhverja pestina. Líður eins og vörubíll komi reglulega og keyri yfir öll bein í líkamanum. Fór svo loks til læknis áðan (mesta törnin búin í bili, var á fundi í Fredericia í gær og hef því ekki þorað að fá úrskurð læknisins fyrr) og tók blóðprufu og setti mig beint á sterkt pensilín. Er víst með eitthvað hátt sýkingarhlutfall í blóðinu og er að sjálfsögðu rúmsett (hjúkk að ég fór ekki til hans fyrr en í dag).

Héðan er allt það fínasta að frétta. Talnasnillinn minn hann Gunnar Máni er farinn að telja upp að 100, bæði á dönsku og íslensku. Gleymir stundum 50 og segir fjörtíu og tíu, en það er líka eina talan sem hann gleymir :o)
Ótrúlegt en satt, þá man hann alveg röðina á tyve-tredve-førre-halftreds-tres-halffjerds-firs-halffemms. Hann er greinilega töluvert betri en við í þessari dönsku sinni, þar sem ég held það hafi tekið okkur ca. 2-3ár að muna alltaf rétta röð á þessum blessuðu furðulegu dönsku tugum. Annars er hann líka orðinn svo klár í dönskunni að hann telur sig hafa fullan rétt á að leiðrétta móður sína. Um daginn var ég að reyna að segja loftið (luft) en hann fór að skellihlæja að mér og sagði NEI MAMMA ÞETTA ER AÐ LYFTA (løfte) ÞÚ ÁTT AÐ SEGJA LUFT (og svo sagði hann það með sínum fullkomna danska hreim).

Sá stutti er líka farinn að tala heilmikið og blandar saman bæði dönskum og íslenskum orðum. Hérna eru nokkur dæmi um hans orð:
Náni (Máni)
Mamma
Pabbi
Nei
Góna (skórnir)
meija (meira)
mælk (mjólk)
ebbi (nebbi)
sunnur (munnur)
oje (øjne=auga)
mad (matur)

og svo eru hundruð þúsundir mismunandi orða sem við erum bara ekki nógu gáfuð til að skilja.

Svo verð ég að láta ykkur vita að minn ástkæri eiginmaður er loks farinn að bulla á netinu eins og svo margir aðrir. Hans bull getið þið fundið á http://wwjd.blogg.is/

En jæja, ég ætla að halda áfram að sitja í góða fína fjarstýrða rúminu mínu og reyna að halda áfram að vinna í tölvunni ;o)

Yfir og út frá Álaborg

04 desember 2008

Jólakort

Eitthvað hefur borið á áhuga á heimilisfanginu okkar vegna jólakortasendinga. Til að auðvelda lífið höfum við sett heimilisfangið upp í vefdagbók prinsanna okkar.
Svo ef þú ferð inn á heimasíðuna þeirra og velur vefdagbókina, ættir þú að geta fundið heimilisfangið okkar hérna úti í Danaveldi :o)

Vefdagbókin er hinsvegar læst með lykilorði, svo þú þarft að stimpla inn rétt lykilorð til að geta komist inn.

Lykilorðið er svar við spurningunni:
Hvað var pabbi (þ.e. Jóhann Gunnar) gamall þegar mamma og pabbi byrjuðu að vera saman?
Skrifaðu töluna með íslenskum bókstöfum, ekki tölustöfum

Ef þú veist hvaða ár Jóhann Gunnar er fæddur, en ert ekki viss á því hvenær við byrjuðum að vera saman, þá var það árið 1996 :o)

Ef þú manst alveg ómögulega hvenær Jóhann Gunnar er fæddur, en vantar heimilisfangið eða langar að skoða myndir af prinsunum okkar og skrifa í gestabókina, þá er bara að óska eftir aðgangi og ég svara um hæl ;o)

Jólakveðjur þegar 20 dagar eru til jóla :o)

03 desember 2008

Börn eru ótrúleg.

Ég held að það sé alveg óhætt að segja að hann Gunnar Máni er skyldur frænku sinni á Íslandi. Þessari sem að var svo heppin að eiga klósett á Drangagötunni :o)

Þannig er nú það að hann Máninn minn á stundum pínu erfitt með að muna að fara alltaf á klósettið þegar hann þarf að gera númer 2. Svo oftar en ekki verða pínu slys í brókina. Þetta er nú í ströngu aðhaldi, þar sem hann er að læra að muna að fara strax á klósettið, ekki þegar það er orðið of seint. En allavega, drengurinn stendur sig alveg ofsalega vel í þessum málum núna og man næstum því alltaf að fara straks á klóið. Eitt af þessum góðu skiptum var núna í morgun, þegar hann kom hlaupandi inn á baðherbergi (ég var í sturtu) og kallaði æstur: "MAMMA ÉG ÞARF AÐ KÚKA OG ÞAÐ ER EKKERT Í BRÓKINNI". Svo kláraði hann öll sín mál í klósettið og var ofsalega stolltur og glaður með sjálfan sig. En þetta er nú svo sem ekki frásögum færandi, nema vegna þess, að þegar við komumst loks öll af stað og út í bíl til að hefja vinnudaginn. Þá var ruslamaðurinn að taka ruslið og setja nýjan poka. Haldiði ekki að stóri prinsinn minn hafi hlaupið til hans, hress og glaður og sagt HÁTT OG SNJALLT:

"Jeg har lavet pølser i toilettet i dag"

við foreldrarnir sem vorum að koma að bílnum og heyrðum þessa frábæru setningu, urðum nú pínu rauð í framan en dóum samt úr hlátri. Ruslamaðurinn hló ofsalega og hrósaði drengnum okkar mikið fyrir og gaf honum svo lítinn hlauppoka í verðlaun fyrir að vera svona duglegur :o)


Annars er bara allt það besta að frétta frá Álaborg. Móðirin komst heim heilu á höldnu og urðu miklir fagnaðarfundir á flugvellinum á laugardaginn var. Svo var bara hangið og notið samverunnar laugardagskvöldið og allan sunnudaginn. Við erum aðeins byrjuð að setja upp jólaskraut og höfum fengið okkur æbleskiver með sultu og flórsykri allavega einu sinni og pebbernøder svona kannski 10 sinnum :o)
Ég er nú í kosningabaráttu, þar sem það eru kosningar í AAU þessa dagana og ég er í kjörframboði fyrir doktorsnema. Bauð mig fram sem nefndarmann fyrir hönd doktorsnema í stjórn "Doctoral school" í Álaborg. En það er stjórnin sem þarf að samþykkja allar doktorsnema umsóknir, lærdómsáætlanir hjá hverjum nemenda og fara yfir 1/2-árs mat hvers kennara á sínum doktorsnema og hvers doktorsnema á sínum kennara. "Doctoral school" býður einnig upp á samtvinna kúrsa, svo sem í sambandi við hvernig á að skrifa tæknigreinar, hvernig á að leiðbeina í Álaborgarháskóla kennslulíkaninu, hvernig á að leita að fræðiefni hjá Bókasafninu og á netinu, svo fátt eitt sé nefnt.
En kosningarnar standa yfir fram á föstudag, svo það verður spennandi að heyra hvað gerist ;o)

Jæja, best að koma sér í smá vinnu.
Yfir og út frá Álaborg