19 nóvember 2006

Lammekød og Ora bønner

Yessssssir.....íslenskt lambakjöt, sykurbrúnaðar kartöfflur, rauðkál og grænar ORA baunir klikkar aldrei.
Fengum gluggagægjina okkar á móti í mat og hámuðum í okkur íslenskt góðgæti ;o)
Rosa gaman, enda hefur ekki verið mikill tími frá skólanum og fjölskyldunni til að gera eitt né neitt saman, þó það séu ekki nema u.þ.b. 10 skref á milli okkar. Krakkarnir voru líka rosalega ánægð að hittast og leika, þó svo að litli skriðdrekinn minn hafi einstaka sinnum gengið aðeins of nærri vinkonu sinni og fengið að fara tvisvar í skammakrókinn. Hann var þó heilmikill herramaður í endann og bæði kyssti hana Rakel sína á munninn, tók í hendina og knúsaði bless.

Annars var ég að fá mjög skemmtilegt email þess efnis að abstractið fyrir ritgerðina okkar hefur verið samþykkt og eigum við að skila rgreininni 27. janúar næstkomandi. Þannig að það er heilmikil vinna framundan í þeim málefnum.

--------
On behalf of the IPST Conference 2007, I am pleased to inform you that your paper abstract, titled

Advantages in using Kalman phasor estimation in numerical differential protective relaying compared to the Fourier estimation methods
Paper ID number: 63
has been accepted.
--------

Ef þið eruð spennt og forvitin þá er þetta ráðstefnan sem við sendum greinina okkar á: IPST 2007. Annars var ég víst alltaf búin að gleyma að lofa ykkur að sjá heimasíðuna þar sem viðtölin við okkur Per eru birt. Unnur Stella og Per. Myndin af mér er reyndar hræðileg, en þið verðið bara að horfa framhjá því ;o)

Well annars er bara nóg að gera í skólanum. Aðeins betra veður hérna en heima, enginn snjór, en sól og 6 stiga hiti í dag (var 10 stiga hiti í gær). Ég nýt veðursins hinsvegar ekki þar sem ég eyði öllum mínum tíma við skrifborð annaðhvort hérna heima eða niðri í skóla. Og einmitt af því tilefni ætla ég nú að leggjast undir feld ásamt fartölvunni og skrifa nokkrar línur um parameterestimation og samantekt á teoríu fyrir stýringu á synchronous rafal :o)

15 nóvember 2006

Loksins komin lausn

Jæja, þrátt fyrir allt þetta vesen með tölvuna og hversu mikið gölluð og drasl hún er þá verð ég nú að hrósa pínulítið honum Rúnari hjá Svar tækni. Í dag bauð hann mér nefnilega nýja tölvu meðan verið er að vinna í tölvunni minni og skoða hvað gera þurfi. Þeir ætluðu að senda mér nýja tölvu með DHL í dag (kostar milli 25 og 30 þús samkvæmt verðskrá DHL)og á hún að koma til mín á morgun, eða snemma á föstudag. Ég sendi svo mína tölvu bara með venjulegum pósti til þeirra og þeir ætla að kíkja rækilega á hana og reyna að komast að niðurstöðu um hvað eigi að gera. Hvort þeir eigi að senda hana til Acer, sem gallaða tölvu og láta mig fá nýja, eða hvort þeir telji sig geta gert við hana í eitt skipti fyrir öll. Allavega þá verð ég ekki tölvulaus og fæ meira að segja lánstölvu sem er öflugri en sú sem ég á sjálf.....ekki slæmt það ;o)

Svo þó svo að ég kaupi aldrei Acer aftur, þá hugsa ég að ég væri alveg til í að versla við Svar, ef þeir seldu annað merki en Acer.

En svona að gamni fyrir Simpsons fíkla eins og mig, þá er Simpsons the movie væntanleg 27 júlí á næsta ári og mæli ég EINSTAKLEGA mikið með að þið skoðið þennan link: Simpsons the movie Enjoy

14 nóvember 2006

Það á ekki af manni að ganga

Já það er rétt sem þið tókuð eftir,
heimurinn skalf allur í eftirmiðdaginn í dag og átti það upptök sín hérna í Álaborg. Ég var búin að vara ykkur við að ég gæti ekkert að þessu gert, en nú er enn einu sinni JÁ ENN EINU SINNI tölvan mín biluð. Það einasta eina sem ekki var búið að skipta um, skjárinn er bilaður. Hvernig veit ég það, jú hún kveikir á sér og það kemur hljóð og ef ég tengi hana við skjáinn af heimatölvunni þá get ég sko alveg unnið fínt á henni, ég þarf bara að horfa á heimaskjáinn en ekki fartölvuskjáinn. Sjáið þið mig ekki fyrir ykkur hjólandi í skólann með tölvutöskuna á bakinu, Gunnar Mána í stólnum og 17" (ekki flatskjá) skjáinn í körfu framan á hjólinu. Frábær lausn á fartölvuveseni.

þið skuluð ALDREI ég segi ALDREI kaupa nokkra einustu vöru sem hefur merkið Acer. Rándýrt drasl sem ekkert getur.

ARG, ég er svo reið og pirruð núna að mér væri skapi næst að fara upp í næstu flugvél til Íslands og banka upp á hjá framkvæmdarstjóra Svars. Veit ekki einu sinni hvað ég á að skrifa hérna ég er svo brjáluð.

Vonandi verður nýr og betri dagur þegar ég vakna á morgun.

05 nóvember 2006

USA grín og bjórumræður

Veturinn kom loksins 1. nóvember. Þá kom allavega snjórinn og daginn eftir var ROSALEGA mikið frost og við að krókna. Kyndingin í húsinu okkar fór sko á fullt og við sátum samt í ullarpeysum og sokkum undir dúnsængunum okkar. Á sama tíma fór rafmagnið af Þýskalandi og brjálað veður í Svíþjóð og á Atlantshafi sökkti einu stykki flutningaskipi, ægilega skemmtilegt veðurfar í Evrópu. En nóg um það, hitastigið aftur búið að lagast og rigninginn komin enn á ný.

Fór í bíó í gær með nokkrum félögum, nánar tiltekið Louise, Uffe og Per. Við ákváðum að sjá þá stórskemmtilegu og margumtöluðu Borat. Ekkert smá frábær, gerir 10.000 sinnum meira grín að Bandaríkjunum en Kazakstan. Vá hvað sumir Bandaríkjamenn eru skrýtnir og segja furðulega hluti þegar þeir halda að enginn sjái til. Einn mælir sérstaklega með ákveðinni byssu til að skjóta gyðinga og annar mælir sérstaklega með bíl sem skemmist minnst þegar keyrt er á hóp sígauna. New York búar flýja í hrönnum og hóta morði og öllu illu, þegar verið er að reyna að heilsa þeim á kurteisan máta með koss á kinn og hvítir unglingsstrákar gráta það að ekki séu lengur þrælar í Bandaríkjunum. Allavega, þetta er sko MUST SE bíómynd, frábærlega gerð og flettir ofan af mörgu sem ekki ætti að fletta ofan af ;o)

Fórum eftirá til að fá okkur einn öllara þar sem jólabjórinn hóf inngöngu sína á föstudaginn. En þegar jólabjórinn kemur þá flippa allir Danir. Það er nefnilega þannig að allsstaðar er byrjað að selja hann á sama tíma, klukkan 20:00 síðasta föstudagskvöld var sá tímapunktur. Þá getur þú líka farið niður í Götu og fengið gefins jólabjór, eins og þú getur í þig látið, enda prófaði Jóhann það og gat ansi mikið í sig látið :o)
Við fórum á einn veitingastað á Boulevarden og fengum okkur öll sitthvora tegundina, fyrst voru notaðar næstum því 20 mínútur í að velja sér rétta bjórinn, svo var fyrsti sopinn tekinn með almennilegu skål. Þar á eftir var rökrætt í næstum heila klukkustund hvernig sopinn smakkaðist og hvað væri öðruvísi frá í fyrra, hvað mætti betur fara og hvað væri gott. Þessi bjórdrykkjuhefð Dana er alveg ofsalega skemmtileg. Við fengum okkur bara 1 glas og sátum og rökræddum mismunandi bjórtegundir og hvernig þær bragðast. Það er svo gaman að sitja í góðum hóp Dana og ræða þessi málefni, enda eru þeir algerir SNILLINGAR þegar kemur að bjórmálefnum :o)

well, fer til Tjele að mæla og leika mér á morgun. Ætla að prófa að tengja inn og út nokkur þéttavirki og einstakar spólur og sjá hvað gerist :o) Ef við gerum pínu vitleysu þá verða ansi margir Danir frekar reiðir við okkur, þar sem það getur endað í straumleysi alls Jótlands.......Wish me luck.


Nýjasta tíska í hattamenningunni, fyrirsætur: Gunnar Máni og Rakel rólóbörn