27 október 2007

Frábært hrekkjavökukvöld

Takk stúlkur fyrir æðislegt hrekkjavökukvöld. Það var alveg geggjað gaman og frábært hvað allar voru flottar í búningunum sínum. Dýrleif þú varst geggjað skrímsli ;o)

Ég mætti á svæðið sem vampýra



Skipulagsnefndin - Olga, ég og Hanna




Vampýrur saman, ég og Ríkey




Nornaþing

Dýrleif búningavinningshafi



Flottur mömmuhópur

26 október 2007

Búið að fjárfesta í miða

Já loksins erum við búin að kaupa miða heim um jólin. Þetta var alltof dýrt en ég hugsa að það verði vel þess virði. Komumst heim í jólasteikina og flugeldana og hittum vini og vandamenn auk þess sem litli prinsinn verður skráður í samfélag hinna trúuðu.

Annars vorum við með mömmó hérna hjá okkur í gær og í kvöld ætla ég að skreppa út í smá partí sem ég, Hanna og Olga erum að skipuleggja. Það verður Halloween partí með búningum og látum og er orðin frábær stemning fyrir skemmtunina. Búið að bjóða mér í mat og fyrirpartí og allt saman, svo heilmikil spenna fyrir því að skreppa aðeins út og skilja strákana þrjá eftir í pelaviðræðum (gaman að sjá hvernig það gengur).
Set inn myndir frá hrekkjavökuballi um helgina.

22 október 2007

Lestarmyndirnar komnar

Loksins virkaði bloggforritið. Set inn myndir af lestinni minni sem ég sagði frá í síðasta bloggi. Ég bakaði tvær skúffukökur á miðvikudegi og setti í frystinn, á föstudegi skar ég skúffukökurnar niður og setti saman með vanillukremi á milli og svo vanillukremi ofaná og loks á laugardegi eyddi ég 4 klukkutímum í að setja litað krem yfir allt saman og ganga endanlega frá listaverkinu.

Nú ætla ég líka ekki að baka svona köku fyrr en í júlí á næsta ári ;o)




21 október 2007

Daginn daginn daginn

Ég veit ég veit ég veit,
langt síðan síðast.....við erum samt öll á lífi.

Það má alveg segja að það hafi verið alveg nóg að gera hjá okkur síðan í lok september.
Í byrjun mánaðarins fór Jóhann í djammferðalag með skólanum og var ég því ein heima með pjakkana í 3 daga. Það gekk nú alveg rosalega vel, en tók pínu á þar sem á nákvæmlega sama tíma hann Máni minn var í aðlögun á leikskólanum og var bara til hádegis þessa fáu daga, svo það var nóg að gera hjá mömmunni. Mér tókst svo ofaní þetta að næla mér í flensu og var veik síðari tvo dagana og loksins þegar bóndinn kom aftur heim var ég komin með ríflega 39 stiga hita og var því vægast sagt glöð að fá hann heim. Hann dreif drengina út í bíl í tveggja tíma bíltúr svo ég gat sofið og hvílt mig aðeins og reynt að ná hitanum úr mér. Mér tókst þó að vera rúmliggjandi í rétt rúma viku og missti röddina í tvær vikur. Það varð svo skemmtilega slæmt að þegar ég hringdi í einn íslenskan vin minn hérna í Álaborg skildist ég svo illa að hann byrjaði að tala dönsku við mig (gerði ráð fyrir að ég væri dani þar sem hann skildi ekki hvað sagt var) ;o)

Jæja við höfum nú brallað ýmislegt annað síðustu vikurnar. Fórum í grillpartí til Dýrleifar og Hauks og föttuðum 2 vikum síðar að við höfðum átt ELLEFU ára afmæli það kvöldið. Já við erum víst búin að vera saman núna í rúm ellefu ár (GVÖÐ hvað við vorum mikil börn). Síðan er ég alltaf á fullu í skólanum og er farin að mæta ansi oft í viku með Mumma minn í skólann. Kenni og funda með fólki með hann hangandi framan á mér og það gengur bara vonum framar.
Svo er ég búin að vera í fríi í heila VIKU. Æðislegt að vera í fríi og ég hef EKKERT lært þessa heilu viku sem er mjög ólíkt mér og alveg frábær lífsreynsla :o)
Héldum 3 ára afmælisveislu fyrir pjakkinn okkar og maður var settur í bökunarbúðir þar sem prinsinn vildi fá lestarköku. Svo ég varð að gjöra svo vel og baka eitt stykki lest. Gekk prýðilega og drengurinn var ánægður sem var það allra mikilvægasta. (Ekki hægt að setja inn myndir hjá blogspot núna svo set inn mynd af lestinni seinna).




Núna er ég svo að halda mömmó á fimmtudaginn og að skipuleggja halloweenpartí fyrir næstu helgi, svo brjálað að gera á bænum.

Erum ekki búin að fá greitt frá tryggingunum en karlinn frá þeim er væntanlegur á næstunni og fáum vonandi allt frágengið eftir það svo við getum farið út og verslað okkur allavega myndavél og kannski einn skartgrip eða tvo.

Læt þetta duga í bili,
seeyalateraligater