16 september 2007

Á döfinni

Á þriðjudag fengum við mæðginin frábæra heimsókn frá Fríðu vinkonu og co. Fríða kom færandi hendi með teygjuviklu til að lána okkur Mumma, svo nú er drengurinn vel geymdur alla daga framan á smjörlíkismaga mömmunnar. Hulda (sem er 2 ára) og Gunnar Máni skemmtu sér konunglega og fundu uppá skemmtilegum skápaleik, þar sem mörgum sinnum þann daginn krónprinsinn á heimilinu bæði var inni í skápnum og kom útúr skápnum....hmmmmmm.....erfitt að ákveða sig. Á meðan slefuðu Reynir og Mummi í kór og mamman reyndi fyrir sér í kaffigerð handa gestinum.....þarf að fara á kaffigerðarnámskeið. Annars var Gunnar Máni svo ánægður með hana Huldu sína að hún Á að koma í afmælið hans.....ásamt nokkrum fleirum, prinsinn er farinn að semja gestalista.

Á miðvikudagsmorgun fór hele familien í leiðangur á Børnehaven Venøsundvej. Það var ofsalega gaman að sjá staðinn og spjalla við fóstrurnar. Leikskólinn er með alveg RISA stórum garði sem býður upp á allskonar möguleika, skógarferðir og fleira. Stóri prinsinn er orðinn mjög spenntur fyrir leikskólastarti. Eftir skoðunarferðina stungu mamman og Mumminn af í mömmó og nutu eftirmiðdagsins í góðum félagsskap og hámuðu í sig veisluföng og brjóstamjólk.

Þvottavélin kom loks á miðvikudag og er búið að útjaska henni, svo nú fær þvottavélin frí þar til hættir að rigna aftur (hvenær ætli verði fjárfest í þurrkara líka?).

Næsti dagur þar á eftir, fimmtudagurinn var draumadagur í lífi fjölskyldunnar á Blåkildevej 34. Þann dag renndi STÓR sendiferðabíll í hlað með NÝJA RÚMIÐ OKKAR (hvar fæ ég 210x210 teygjulök? Búin að leita allsstaðar og finn stærst 180x200). Síðan þá hefur varla verið staðið upp úr rúminu. Rúmið er formlega orðið að svefnstað, sófa, leiksvæði, mjólkurgjafarstað. Vantar bara uppá klósettið, en það er í smíðum hugarheima heimilisföðursins.
Bakið er batnað, svo nú er engin afsökun lengur, strangt aðhald í hjólaferðum og kraftgöngum tekur við eftir helgi, úfffffff......púffff....eins gott að komast í gírinn og missa smjörlíkismagann og bjórvömbina fyrir skírn.

Föstudagurinn fór í skólalæti, þar sem mamman og Mumminn eyddu nánast öllum deginum í háskólanum. Mumminn svaf og drakk í sig doktorsþekkinguna á meðan mamman hélt fund með annarri af tveimur grúppunum sínum og lék sér í súpervæsór leik. Gekk voða vel og doktorsneminn hefur enn sem komið er getað svarað öllum spurningum og leiðbeint grúppunni.....spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Laugardagurinn fór í leti, þar sem mamman á heimilinu sat föst í rúminu og reis ekki úr rekkju fyrr en klukkan fór að nálgast ÞRJÚ. Jesús hvað það er langt síðan sú gamla hefur verið svona sjálfselsk og bara legið í leti. Eftirmiðdagurinn fór svo í verslunarferð og veislumatargerð þar sem við fengum frábæra gesti í kvöldmat. Erna og Margeir komu ásamt Helen prinsessu og spiluðu foreldrarnir undir hvítvínsglösum og bjórþambi fram á rauða nótt, á meðan börnin sváfu sínu værasta. Doktorsnemanum tókst að standa undir nafni og leiddi Fimbulfambið og er ofsalega stolt af því ;o) Klár í remach any time. Fullorðna fólkið hámaði í sig þrírétta málsverð með sykurbombu í lokin, sem algerlega hefur passað upp á að mamman losni ekki við smörlíkismagann.

Sunnudagurinn hefur farið í vinnu, leik og spil. Pabbinn og krónprinsinn skelltu sér í sund og svömmluðu um Nørresundby í rigningunni, á meðan mamman og örverpið sátu heima og reyndu að lesa og henda saman einhverjum fyrirlestri í power point, afþví mamman er að fara að halda fyrirlestur niðri í Frederecia á þriðjudag......og er kominn með framsagnarmagafiðringinn í kjölfarið. Kvöldið mun svo fara í rafmagnsefnalíflesireiknifræði.....mikið fjör og mikið gaman.


Mamman fæst ekki framúr risarúminu

Íverustaður örverpisins er á smjörlíkismaga mömmunnar

Ummmmm......gott að borða

Humm.......einhverjir að tapa þarna? ;o)

Prinsessan vaknaði þegar verið var að leggja af stað heim

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir okkur. Kvöldið heppnaðist einstaklega vel í alla staði. Bjórinn rann mjúklega niður og maður fær ennþá vatn í munninn við tilhugsunina um eftirréttinn :)

Nafnlaus sagði...

Mikið einstaklega er þetta lið sem les blogg konunnar minnar slappt að skilja eftir komment! Það er illa farið með aumingja Unni mína sem berst fyrir því kvöld eftir kvöld að rekja upp fyrir ykkur skemtileg atvik o.þh. og fær hún varla nema einstaka komment frá ykkur!

Kommon! Ef þið kommentið ekki verð ég að fara að byrja á því og ég segi aldrei neitt skemmtilegt.

Nafnlaus sagði...

ÉG skal kommenta....

Svakafjör hjá ykkur og greinilega nóg að gera.

Hafið það svo gott :)

Kv. Andrea.

Nafnlaus sagði...

Sko þetta er allveg satt. Ég er bara svo græn af öfund yfir bæði þvottavélinni og rúminu að ég þurfti að jafna mig aðeins. En litla frænkuhjartað slær hratt af stolti þegar ég les allt sem þið afrekið og horfi á fallegu börnin ykkar því ég er svo STOLT af ykkur öllum svo ég tali nú ekki um þig Unnur mín.
Jæja bestu kveðjur til ykkar. Inga frænka