31 mars 2007

Pólitík og meiri pólitík

Jæja ég lofaði víst að segja ykkur frá því hvernig ég er farin að blanda mér í pólitíkina á Íslandi. Málið er nú mál málanna í dag, stækkun álversins í Hafnarfirði. Áður en ég fer að messa hérna um mína skoðun (sem er mjög heit) þá vil ég benda á að Hafnarfjarðarbær seldi álverinu lóðina undir stækkun fyrir rúmum 3 árum síðan og gaf loforð um stækkun. Nú þegar líða fer að kosningum hafa þeir svo ákveðið að draga það til baka og setja framtíð hundruða starfsmanna í kosningu íbúanna. Ég spyr mig bara að einu, hvað gerist ef kosningaúrslit neita fyrirtækinu um stækkun? Fyrir utan alla þá fjármuni sem bærinn og íbúar hans verða af við hvarf álversins, þá mun bærinn að öllum líkindum þurfa að endurgreiða landið og hverfa því enn meiri peningar úr bæjarsjóðnum þar, fyrir utan öll íþrótta- og tómstundarfélögin í bænum sem hafa notið góðs af. Þau munu verða af stærsta árlega stuðning sínum þegar álverið hverfur og mun starfsemi og aðhald að börnum og unglingum í bænum þar af leiðandi versna og dvína sökum fjárskorts. En jæja, mín ívil í þessa umræðu er að finna að litlum hluta á bls. 41 í aðalblaði Morgunblaðsins í dag og er greinin víst birt í fullri lengd á http://unnurstella.blog.is/blog/unnurstella/

Margir tala um mikla mengun frá bæði núverandi og stækkuðu álveri. En sem betur fer hafa síðustu ár verið mikil gróskuár í þróun hreinsitækni og minnkun á útblæstri og er nú svo komið að ISAL er í fremstu röð álvera í heiminum í þeim efnum, fyrir utan að mengunin bæði innan og utan álversins er LANGT undir leyfilegum mörkum samkvæmt íslenskum og alþjóðalögum. Þar að auki vinnur fyrirtækið statt og stöðugt í því að bæta umhverfi sitt og ásýnd. Síðustu ár hefur þessu verið sinnt samhliða því að gera vel við starfsmenn. Þetta er þannig að það eru peningaverðlaun í hverjum mánuði til þeirra vakta í Steypuskála og Kerskála sem standa sig best, og er hluti af þessu öryggi á vinnustað, umgengni og ásýnd vaktarinnar. Peningaverðlaunin eru í formi bónusar, þar sem gefin eru ákveðið mikil stig og hvert stig gefur hærri bónus. Í valnefnd hvers mánaðar eru bæði talsmenn yfirmanna og almennra starfsmanna. Þar að auki skaffar fyrirtækið að sjálfsögðu hverjum starfsmanni öryggisbúnað og fatnað til að starfa í og eru viðurlög og reglur við því hvaða öryggisbúnað á að bera og íklæðast til að öryggi og heilsa mana sé sem best á kosið. Þar sem aukning míns kyns í starfsliði fyrirtækisins hefur verið mikil, eru tekin sérstök tillit til þess búnaðar sem þarf að vera fyrir konur og eru eldvarnarfatnaður þannig gerður að brjóstahaldarar og annað sem konur þurfa umfram karlmenn eru í boði. Gerist kona svo lánsöm að verða ófrísk (sem ég varð t.d. meðan ég vann þarna) er í boði eftirlit og áhættuskoðun af hálfu læknis og sé talin þörf á, t.d. vegna óþæginda frá hita í kerskála, er konan flutt til í starfi eða komið til móts við hana með öðrum hætti. Í mínu tilfelli, þar sem ég vann mikla skrifstofuvinnu á þeim tíma sem ég var ófrísk, var mér boðinn nýr tölvuskjár, fótahvílir, nýr skrifborðsstóll og menn til aðstoðar til þess að fara fyrir mig í erindagjörðir um svæðið t.d. í afriðladeildir (en ég vann á þessum tíma við teikningu og hönnun á nýrri afriðladeild við kerskála 3) þar sem ekki voru til staðar rannsóknir á því hvort mikið segulsvið þar inni gæti haft áhrif á mig eða barnið. Málið var ekki það að vitað var að þetta væri eða gæti verið hættulegt, nei bara vegna þess að ekki voru til rannsóknir og niðurstöður frá fyrri árum var mér boðinn þessi kostur. Fyrir utan þetta allt saman þá naut ég mín í starfi og leik allan þann tíma sem ég var hjá fyrirtækinu og eignaðist marga vini sem ég reyni að halda enn sambandi við í þau fáu skipti sem ég kemst til Íslands. En þessir góðu vinir mínir eru að 90% karlmenn á aldri við pabba minn og hafa alla tíð tekið mér opnum örmum bæði sem starfsmanni og félaga. Þessir menn, auk svo margra annarra innan fyrirtækisins, eru búnir að vinna á gólfinu þarna í 20, 30 og jafnvel 40 ár og eru heilir heilsu og þrótti og stunda margir hverjir daglegar göngur á fjöll auk mikillar útiveru svo sem skíði og hjólreiðar. Svo ekki er hægt að setja neitt út á heilsu þeirra eða hæfni þrátt fyrir áralanga vinnu á því sem margir vilja ranglega nefna sem “mengað og óhollt svæði”.

Einnig vilja sumir benda á að það sé tímaskekkja að hafa svo stórt iðnaðarfyrirtæki inni í bæ. Mitt nærtækasta dæmi er víst Álaborg, en hérna er sementsverksmiðja í miðbæ Álaborgar með mjög mikla mengun og útblástur úr stórum strompum auk bruggverksmiðju í hjarta Álaborgar sem er mjög mikil sjónmengun. En einnig veit ég til þess að í Óðinsvé (sem er mikill ferðamannabær sökum m.a. HC Andersen) er risa stór skipasmíðastöð og bræðsla með töluvert mikilli mengun í andrúmsloftið og sem af hlýst sjónmengun. Auk þessa er hægt að líta á stórborgir bæði í USA og Kanada (auk Bretlands), þar sem má finna iðnaðarfyrirtæki bæði inni í bæjunum og í útjaðri þeirra. En ISAL er staðsett í útjaðri Hafnarfjarðarbæjar, og ekki inni í miðjum bænum.

Væri fyrirtækið eins slæmt og margir eru að reyna að láta líta út fyrir, bæði mengunarlega og hagsmunalega séð fyrir starfsfólk, hversvegna í veröldinni eru þá yfir 450 starfsmenn þar með yfir 15 ára starfsaldur auk nokkur hundruða með enn lengri starfsaldur? Hversvegna festist gott fólk (fólk sem ég lít á mína jafningja og vini) í svo mörg ár á sama staðnum? Gæti ekki verið að góðar tekjur, örugg vinna og gott aðhald að fólki orsaki þetta? Hversvegna gerir fyrirtækið eins gott við bæinn og raun ber vitni? Það er enginn sem neyðir stjórnendur þess til að setja stórar fjárhæðir í tónlistarnám í bænum, íþróttafélög, tómstundarstaði (svo sem kostnað að byggingu Suðurbæjarlaugar), lagningu á göngu/hjólabraut frá bænum og meðfram Reykjanesbrautinni, eflingu grænna svæða með skógrækt auk margs annars stuðnings við íbúa bæjarins. Er ekki í raun og veru hægt að telja þetta allt saman sem auka kaupauka fyrir alla þá starfsmenn sem eru íbúar í bænum (sem eru í miklum meirihluta)?

Að lokum vil ég bara segja að ég vona svo innilega og hjartanlega að Hafnfirðingar geri sér ferð á kjörstaði og kjósi áframhaldandi velmegun og stöðuga framtíð barna sinna með því að segja JÁ.

Kveðja,
Unnur Stella Hafnfirðingur í húð og hár.

26 mars 2007

Draumabíllinn fundinn

Haldiði ekki að þetta sé bara loksins að smella saman. Við erum búin að kaupa bílinn. Eða það er að segja, við erum búin að velja bílinn, fá tilboð og skrifa undir kaupsamning. Bíllinn fer á morgun í tékk og yfirferð, smurningu og skoðun og fleira og fleira, en það var ákveðin þjónusta sem við fengum frítt með. Við fengum bara ágætis tilboð, en eðalvagninn kostaði okkur c.a. 6000dkk minna en hann átti að gera og svo frí skoðunarþjónusta, skipting á viftureim og smurning. Svo við erum að græða þarna tæpar hundraðþúsundkrónur íslenskar. Þetta er semsagt rauður Renault Megane, árgerð 2001, station með RISA skotti. Við getum komið vagni og kerru og farangri í einu bara í skottið. Þar að auki eru svona sleðar ofaná svo hægt er að setja geymsludót á þakið og einnig er krókur á bílnum ef við viljum flytja enn meira rusl með okkur og taka kerru aftaní ;o)


Á miðvikudaginn förum við í bankann og fáum sjálfa peningana og á föstudag klukkan 16:30 skal ég segja ykkur, mætum við til þess að taka á móti þessari eðalkerru :o) Endalaust mikil tilhlökkun hér á bæ.


Anyways setti inn nokkrar myndir að gamni, svo þið getið dáðst svolítið af drossíunni. (By the way, það er Gunnar Máni sem hefur staðið fast á því núna í heilan mánuð að við eigum að kaupa rauðan bíl, og þar sem við erum einstaklega góðir foreldrar og látum allt eftir barninu, þá fékk hann auðvitað að ráða því).



24 mars 2007

80's fun og LANGUR bíladagur

Rosalega var mikið fjör hjá okkur dívunum í gær. Ég skemmti mér alveg konunglega og tókst að halda mér hressri og vakandi fram til 2 í nótt, alveg ágætt það fyrir ólétta konu komna 24 vikur á leið ;o)

Hún Íris tölti yfir til mín rétt fyrir sjö í gærkvöldi og lögðum við í sameiningu lokahönd á 80’s gervin okkar og ég verð bara að segja að okkur tókst alveg ágætlega, miðað við stuttan fyrirvara og engan tíma til undirbúnings eða verslunar :o)

Kvöldið hófst með frábæru mexíkósku hlaðborði, þar sem allar 33 mættar dívur tóku vel til matar síns, enda smakkaðist maturinn með eindæmum vel. Með þessum frábæra mexíkóska mat skolaði ég hálsinn með gosi, á meðan hinar duglegu drukku hvítvín og bjór. Hún Íris ofurduglega (ég dáðist alveg að henni) gerði sér nú lítið fyrir og keypti sér eitt stykki FLÖSKU af hvítvíni, sem hún átti auðvelt með að ljúka við með matnum. Að áti loknu komu svo ofurdívur kvöldsins (skipuleggjendurnir sjálfir) með NOKKRAR Fisherman flöskur, til að hita liðið upp fyrir “töpperver” kynninguna. Það gekk með besta móti að hita mannskapinn og voru allar ánægðar með að skála í nokkrum staupum (eða 7 at once og enn fleiri þar á eftir) HAHAHAHAHAHA en það var nú líka bara hið mesta afrek og mjög gaman að því ;o) Jæja við fengum líka þessa frábæra leiktækjakynningu þar sem við fengum að sjá, snerta og nefprófa þær vörur sem í boði voru og varð uppi mikil kátína við það. En með þessum skemmtilegheitum voru ýmsar sem vættu kverkarnar til skiptis í bjór og Fisherman skotum og stóðu sig vel í prófunum og vali á mikilvægum hjálpargögnum hvílurekkjunnar sem heima beið.

Jæja kynningunni lauk nú að lokum og var þá spjallað, hlegið og dansað fram á rauða nótt, eins og íslenskum stúlkum er einum lagið. Íris sem var eiginlega að upplifa almennilega sinn fyrsta hitting með öðru fólki en okkur leiðingjörnu gluggagægjunum á móti, náði að spjalla við og kynnast heilmörgum dívum og náði sér í heimsóknarloforð frá Dísu og fleirum, enda löngu komin tími til að þau skötuhjú hérna á móti víkki út Íslendingahringinn hérna (pssss, ekki segja henni en þetta var allt planað svo við þurfum ekki að barnapíast yfir þeim lengur, sussss ég sagði EKKI segja). Nei en svona að öllu gamni slepptu þá var þetta alveg frábært og mannskapurinn hristist mikið saman.
Þegar svo eitthvað var farið að grisjast í hópnum og fækka þeim hressu, þá ákváðum við að fara að skella okkur heim á leið, en ég var nú svo heppin að hún Birna klippir sem býr hérna beint fyrir neðan mig ákvað að skella í sig eins og einum eða tveimur öllurum, og vantaði þar af leiðandi bílstjóra til að koma sjálfri sér og bílnum sínum heim. Svo ég gerðist bílstjóri eðalvagns Birnu og tókum við í leiðinni þær Elvu, Írisi og Kristínu.

Eins og ég sagði þá var klukkan eitthvað í kringum 2 í nótt þegar heim var komið og ég komst loksins í rúmið (með þá orðið frekar auman grindarbotn). En klukkan 6 í morgun ákvað minn ástkæri og duglegi sonur að vakna og fara á ról, þ.a. eiginmanninum var sparkað fram úr til að fæða barnið, en þar sem ég var vöknuð var ekki hægt að dóla uppi í rúmi, enda stór dagur framundan, svo ég stóð upp og kom mér fram í eldhús, með hjálp leyfilegra verkjalyfja og styrkrar hendi mannsins. Þegar panódílið var loks farið að virka og ég byrjuð að geta staðið upp og farin að geta gengið nánast sársaukalaust komum við okkur af stað í strætó og fórum sem leið lá í löngum þráðan BÍLALEIÐANGUR. Við tókum semsagt strætó niður í bæ og röltum af stað á fyrstu bílasöluna. Sem betur fer vorum við nú svo ægilega sniðug þegar við gengum fram hjá PS bílaleigunni, að láta okkur detta í hug að mögulega væri skynsamlegra að taka bara bíl á leigu og koma okkur þannig á milli bílasala, í stað þess að láta mig haltra á skjaldbökuhraða og komast mögulega á innan við helming þeirra staða sem við ætluðum okkur (enda sölurnar dreifðar útum alla borg og í úthverfum hennar). Við vorum svo heppin að PS áttu til bíl fyrir okkur, svo við skelltum okkur um borð í eitt stykki Fiat fyrir heilar 400dkk og gátum því nýtt daginn vel og farið á milli MARGRA staða og skoðað MARGA bíla og prufukeyrt. Við getum allavega orðað það þannig, að þegar við vorum að ganga inn á síðustu bílasöluna, féllust honum ofurduglega og góða syni mínum hendur og hann byrjaði nánast að gráta og sagði bara með uppgjafartón, “mamma, nei ekki bílar”. Enda var búið að þræla honum út frá klukkan 9 á laugardagsmorgni til klukkan 17 til að fara inn í og útúr nýjum og nýjum eðalvagni. En ég verð að segja (svona af því ég er algerlega hlutlaus) að þessi drengur er ótrúlega góður og þolinmóður við foreldra sína, að ráfa svona á milli og skoða bíla í HEILAN dag. Hann var nú ekki sá eini sem var orðinn þreyttur eftir langan dag, því nú ligg ég hérna í sófanum með tölvuna í kjöltunni, þar sem ég get engan vegin staðið eða gengið og heldur ekki setið vegna minnar frábæru og vel þjálfuðu grindar, sem er algerlega búin að svíkja mig þessa dagana.

En jæja nú er víst alveg nóg komið í bili. Læt nokkrar skemmtilegar myndir fylgja með að lokum, þar sem nefprófunargrínið kemur vel fram ;o)



Tilbúnar í slaginn



Bogga með besta búninginn og Gréta pía


Go girls!!


Staupaskál á Grétu og Dísu

Skál í botn Írulingur


Leiktækjasérfræðingurinn mættur


Við vorum sko ekki lengi að finna okkur dildó




Írs nefprófar hið margfræga butterfly




Ég náði mér í einn minirabbit



En Íru tókst að finna tvo mismunandi full size "Sex and the City" kanínuXXXXXX



Oh yeah, nú er þetta að vera scary


80's píurnar búnar að versla og komnar í dansinn, fyrir heimferðina


Prinsinn var ekki lengi að finna draumabíl familíunnar



Verið að seðja hungur aðalbílaskoðunarmannsins

22 mars 2007

Alltaf nóg að gera

Já helgin framundan er ekkert viðburðarminni en sú síðasta. Veit ekki alveg hvar ég á að koma lærdómnum fyrir í þessu öllu saman, en ef það er einhver tilbúin að lána mér svona eins og þrjá auka tíma á sólarhring þá þigg ég það með þökkum.

Framundan á morgun föstudag er 80's djamm okkar Áladívanna. Ég verð nú að segja að ég er bara orðin frekar spennt. Við fáum að láni Kanalhúsið, sem er samkunduhús á háskólasvæðinu. Hallærisfatakeppni í gangi og af því tilefni ætla ég að vera í stuttu hvítu pilsi, svörtum leggings, einhverjum asnó bol, með hátt hliðartagl og mögulega bláan eða fjólubláan augnskugga. Svo stendur valið á milli legghlífa og bláa strigaskó við eða rautt tásunaglalakk og silfurlitaðir glimmer háhælaðir skór ;o) Íris verður álíka vel til fara, að öllum líkindum í stuttu svörtu pilsi, hvítri bundinni skyrtu og með bindi. Ég þarf að reyna að muna að láta Jóhann taka mynd af okkur áður en við leggjum af stað í strætóferð aldarinnar (það verður sko glápt á okkur). Svo veit ég að Dísa skvísa og Birna klippir ásamt ótal öðrum íslenskum dívum Álaborgar ætla að hafa sig álíka flott til og mæta á svæðið. Semsagt mikil spenna og tilhlökkun fyrir morgundeginum, þegar íslensku herrarnir á svæðinu verða látnir sitja heima og sjá um Álaborgarhlið arfleiðar íslensku þjóðarinnar. Við stúlkurnar munum snæða saman mat með mexíkósku þema og hlýða síðan saman á fyrirlestur sérfræðings um leiktækjaúrval svefnherbergisins. Eitthvað hefur það farið fjöllum hærra hérna um borgina að ónefndar dívur muni ekki fara tómum höndum heim og þar af leiðandi gleðja sinn duglega heimasitjandi barnapíueiginmann. Öllu þessu munum við skola niður með rauðvíni, hvítvíni og bjór, nema ég sem fæ bara gos. Lítill fugl hvíslaði því að mér að Íslendingar hér í borg væru engu skárri en menntaskólakrakkarnir heima og verið væri að skoða vodkasmygl í gosflösku. Þetta eru samt óstaðfestar fréttir og enn óljóst hvort umræddir aðilar gugna og hætta við allt saman :o) Frekari fregnir verða birtar ásamt pínlegum ljósmyndum eftir hátíðahöldin.

Á laugardag erum við litla fjölskyldan búin að skipuleggja skoðunarferð um Álaborg, þar sem við munum nú samt mjög lítið sjá af sjálfri borginni, þar sem ferðamátinn verður strætó og áfangastaðirnir eru bílasölur borgarinnar. Yes, dömur mínar og herrar nú er að koma að því. Við erum búin að ganga frá bílaláni og samningum í sambandi við vexti og fleira og eigum nú bara eftir að finna draumabílinn og fjárfesta í honum. Svo vonandi eftir ekki alltof langan tíma, verðum við komin á mótordrifinn vagn, með 4 hjólum og miklu plássi. Læt ykkur vita hvernig fer með sjóferð þá.

Jæja best að koma sér í einhvern lærdóm svo ég geti aðeins friðað samviskuna yfir helgina.
Adios amigos.

18 mars 2007

Matarát og háir skattar

Já það hefur sko verið nóg að gera nú um helgina. Í gærmorgun lögðumst við í leiðangur og fórum í tvær búðir, fyrst Dreisler og svo Fötex. Á leiðinni í Dreisler hittum við svo nágranna okkar Írisi og Björgvin með börnin.

Í tilefni þess að Ívar litli varð eins árs í vikunni fórum við svo í kökuboð til Írisar og Björgvins í eftirmiðdaginn og létum dekra við okkur með gosi, heitum rétti og súkkulaðiköku, ekki slæmt það. En svona af því að við hittum aldrei og borðum aldrei saman. Þá fengum við einmitt líka matargesti örfáum klukkustundum síðar, þegar já alveg rétt Íris og Björgvin komu yfir til okkar í mat og spil. Hámuðum í okkur íslenskt lambalæri og svo súkkulaðifondue í eftirrétt. Jóhanni tókst að vinna Scrabblið að þessu sinni, enda ekki skrítið þar sem hann var límdur í orðabókinni allt kvöldið. Svo núna í dag, til að gera okkur glaðan dag og gera nú eitthvað saman. Þá skruppum við fjölskyldan á Næssundvej 78 með fjölskyldunni á Næssundvej 59 (Íris, Björgvin og co) alla leið út í Nørresundby og fengum okkur skemmtilegan sundsprett og örfáar rennibrautaferðir. Enduðum svo þetta frábæra ferðalag á síðbúnum hádegismat á Mc. Donalds. Þetta gekk svo vel að við gengum fram af börnunum, þ.a. á leiðinni heim rotaðist Gunnar Máni á öxlinni á pabba sínum og rumskaði ekki við neitt, Ívar svaf sínu værasta í vagninum og Rakel barðist við að reyna að halda augunum opnum í fanginu á pabba sínum. Svo það má segja að ferðin hafi verið vel heppnuð með eindæmum.

Af veðurfréttum er hægt að segja að við séum komin í hið óútreiknanlega íslenska rok, með minniháttar snjókommu, sólskyni, rigningu og hagléli og erum við því öll að sjálfsögðu fegin (NOT), og af öðrum málum er það að frétta að ég er búin að fá samninginn, skrifa undir og hann fer í póst á morgun. Svo er ég að þræða alla banka- og lánastofnanir Álaborgar til að leita að bestu kjörum, þ.a. við getum keypt okkur bíl (jeijjjjjj!!!!!!). Annars bara til að láta ykkur vita, þá er BANNAÐ að kvarta undan slæmum kjörum og háum sköttum á Íslandi. Ég get bara sagt ykkur það að ég þarf að borga hvorki meira né minna en 50% í skatt hérna og allar mínar tekjur hverfa ofan í letingja sem hanga heima á sócialnum og nenna ekki að hreyfa á sér rassgatið og fá allt borgað ofan í sig og á. Yes sjúkrahúskerfið er frítt, en by the way, það er MIKLU betra á Íslandi og ég er miklu ánægðari með læknakerfið þar heima ÞÓ ég þurfi að borga 1200KR eða hvað það nú er til að skreppa til heimilislæknis eða á vaktina, og læt svo mína 38% eða minni skatta nægja (munurinn á 38% og 50% af mínum launum eru ANSI margar 1200kr læknisferðir!!!!!! allavega fleiri en ég mun nokkru sinni á minni ævi þarfnast, sérstaklega þar sem alvarleg veikindi og aðstoð á Íslandi er frítt). Svo ég er MIKIÐ bitur í dag útaf hrikalegu sócíal kerfi sem er næstum í grænrauða átt vitlausra pólitíkusa á Íslandinu góða. Vona að svona vitleysa verði ALDREI tekin upp þar. Hérna er líka enn toppskattur sem er takk fyrir 70%, en á milli þessara 50% og 70% skatts, eru ansi margir (flest allir verkfræðingar) sem fá leyfi til að borga 63% í skatt. Fyrir utan það að hérna í Danmörku eru bílar að meðallagi þrisvar sinnum dýrari en heima, jafn dýrar tryggingar, dýrari bifreiðagjöld, auka vegagjald, sama bensínverð (oft þó dýrara en heima) plús í þokkabót auka skattur á öllum aukahlutum í bíla, hvort sem það er óþarft bassabox í skottið eða auka öryggisbúnaður svo sem loftpúðar, bílbelti og barnabílstólar!!!!!! Þetta er bara djók kerfi. ÉG ELSKA ÍSLENSKA KERFIÐ.

Ívar bíður spenntur eftir fyrstu sneiðinni

Vinirnir fengu líka köku



Dónaorð scröbbluð fram eftir nóttu

Jóhann á kafi í orðabókinni

Allir hressir á leið í sundferð


Allir þreyttir á leið heim, að bíða eftir strætó

12 mars 2007

Starf næstu 3 árin

Jæja eitthvað borgaði sig þessi langi mánudagur í síðustu viku og erfiði síðustu tveggja ára. Því viti menn, ég fékk símhringingu í dag frá Energinet Danmark, sem meðal annars fól í sér launaviðtal og frágang ráðningarsamnings ;o)
Phd. nemalaun eru nú ekkert sérstaklega mikil miðað við margt annað, en ég er nú svo heppin að hafa samt sem áður getað samið örlítið og fæ því sem svarar nokkrum tugum þúsunda hærri mánaðartekjur en doktorsnemasamningar gera ráð fyrir. Svo ég er bara glöð með það, fyrir utan að þetta er ÞVÍLÍKT spennandi verkefni og ég fæ mína eigin fartölvu og adsl nettengingu í boði fyrirtækisins. Þar sem þá vantar einhvern í verkefnið helst í gær en ákváðu samt að bíða eftir mér, þá samdi ég þannig að ég byrja 1. ágúst og verð heimavinnandi í hálft ár. En samningurinn felur einnig í sér, að seinki fæðingu frá settum degi, þá seinkar upphafsdegi einnig. Ég á svo að fá ráðningarsamninginn sendan í þessari viku, þannig í byrjun næstu viku verð ég orðin að starfsmanni Energinet Danmark, með fyrsta vinnudag þann 1. ágúst 2007, og á samt sem áður 3 mánuði eftir af náminu. Við Per (sem einnig var ráðinn, í sömu deild) höfum verið að gantast með það í gríni að nú þurfum við ekkert að leggja á okkur fyrir lokasprettinn, 6 alveg nóg þar sem við erum búin að tryggja okkur áframhaldið ;o) Hinsvegar efumst við bæði (og allir í kringum okkur) um að við kunnum eða getum lagt lítið af mörkum, þar sem við erum bæði vinnufíklar með eindæmum.
En jæja, best að koma sér í pizzuát ;o)
Starfandi konan á Næssundvej 78

05 mars 2007

Langur dagur

Já eins og dyggir aðdáendur mínir vita þá var ég boðuð í mitt fyrsta atvinnuviðtal í dag.

Ég semsagt vaknaði eldhress á þeim ókristilega tíma 05:00. Skellti mér í fötin og hafði mig til. Var komin út í strætó rétt um klukkutíma seinna og svo rétt um 07:00 renndi lestin af stað frá Aalborg Hovedbanegården. Ég notaði nú fyrsta hluta ferðarinnar í það að punkta niður hjá mér mikilsverðar athugasemdir sem ég vildi ræða á fundinum og svör mín við líklegum spurningum þeirra. Svo loks um hálf ellefu, eða eftir 3 og 1/2 tíma lestarferð var ég komin til Fredericia. Þá tók við að finna leigubíl til að koma mér í réttan smábæ, eða lítinn bæ sem heitir Skærbæk og var í um 20mín akstursfjarlægð frá Fredericia. Svo rétt um tíu mínútur í ellefu í morgun var ég mætt galvösk og vel lestuð á tröppurnar hjá Energinet.dk. Tókst án nokkurar fyrirhafnar að finna viðmælanda minn og yfirmann hans og hófust því umræður í ágætu fundarherbergi, fullu af smákökum, súkkulaði, ávöxtum, gosi, kaffi og tei. Það gekk bara rosalega vel og ég afhenti þeim einhver gögn um mig ásamt CV og sýndi þeim þær 4 ritgerðir sem ég hef unnið að síðastliðin tvö ár og leist þeim bara vel á (þeir vissu reyndar að sjálfsögðu um þá síðustu þar sem hún var unnin fyrir þá). Lét þá líka fá greinina sem ég skrifaði fyrir ráðstefnuna í Frakklandi. Allavega leit þetta allt rosalega vel út og þeir virtust frekar jákvæðir í minn garð. Sögðu að bæði Claus kennarinn minn og þeir sem ég hef unnið í samstarfi við hjá fyrirtækinu hafi talað "meget højt" um mig og því voru þeir spenntir að hitta mig fyrst ég væri að velta fyrir mér doktor. Svo nú er bara að bíða og vona að þeir séu sáttir við að ég get ekki byrjað fyrr en í ágúst og að ég þurfi að vinna heima við í hálft ár, eða þangað til nýi fjölskyldumeðlimurinn fer á vöggustofu. Þeir buðu mér svo í mat og var ég hjá þeim til rúmlega eitt, eða í rúmlega tvo tíma og upplýstu þeir mig um það að þeir myndu hafa samband við mig í byrjun næstu viku varðandi hvort eitthvað verði af þessu hjá okkur eða ekki.
Klukkan 14:40 og einni leigubílaferð seinna settist ég upp í lest á leið til Álaborgar aftur. Þetta skiptið var það lyn lest sem ég náði svo lestarferðin varði ekki nema tæpa tvo tíma. Svo um klukkan 17:10, eða 12 tímum eftir að ég vaknaði, var ég komin heim og sest við eldhúsborðið :o)

Svo það má segja að dagurinn hafi verið ansi langur, enda búin að ferðast í heildina c.a. 500 km til að komast á tveggja tíma fund, sem þar að auki kostaði um 1000DKK, eða rúmar 11þús íslenskar (sem ég þurfti þó sem betur fer ekki að greiða sjálf). Svo nú er bara að bíða og vona að þessi fundur hafi lukkast og að ég nái mér í þetta frekar svo spennandi doktorsverkefni, þó svo ég geti ekki hafið störf fyrr en að 5 mánuðum liðnum og þurfi þar að auki að sitja heima við í hálft ár ;o)

03 mars 2007

Atvinnuviðtal og snjórinn að fara

Jæja þá er loksins snjórinn að kveðja okkur hérna í Álaborg og farið að styttast í vorið. Við erum bara ánægð með það, enda búin að fá okkar skammt. Háaloftið fylltist af snjó í öllu brjálæðinu og kassar skemmdir og heill hellingur af dótinu okkar í skipulögðum hrúgum hérna heima hjá okkur á meðan þeir bíða eftir nýjum kössum og þurru háalofti til að komast á sinn heimastað á ný. Ég er komin á hjólið aftur því loksins er búið að hreinsa hjólastígana, svo það er ágætt. Enda kominn tími til að reyna að komast í einhverja hreyfingu og sporna við hvalsástandinu sem er að hrjá mig þessa dagana.

Niðurstaða könnunarinnar frá síðustu færslu er mjög merkileg, þar sem ég og Íris erum í minnihluta með 2 atkvæði á strák á móti 6 atkvæðum sem stelpan fékk. Ég komst þó loksins í sónar í lok vikunnar og veit því hver hafði rétt fyrir sér :o) Ætla þó ekki að uppljóstra því hérna þar sem ég veit að ekki allir vilja vera forvitnir eins og ég og opna pakkann fyrirfram, en ef einhverjir eru að brenna í skinninu af forvitni þá er alltaf bara hægt að spyrja mig á t.d. msn ;o)

Annars er ég að fara í mitt fyrsta atvinnuviðtal hérna á mánudagsmorguninn. Var svo heppin að draumafyrirtækið mitt hringdi í mig í gærmorgun til að spyrja hvort ég hefði áhuga á að koma í atvinnuviðtal til þeirra vegna doktorsverkefnis sem var að losna. Þetta er fyrirtæki sem ég og Per vorum að vinna fyrir á síðustu önn og sem við erum að gera lokaverkefnið okkar fyrir núna. Þeir tóku sig til og réðu Per á þriðjudaginn í upphafi þessarar viku, en hann var í atvinnuviðtali hjá þeim á mánudag, daginn áður. Það fyndna er þó að hann er að fara að vinna í sömu deild og þetta doktorsverkefni er fyrir. Svo kannski verðum við bara bæði komin með vinnu hjá þeim í sömu deildinni, áður en við verðum einu sinni hálfnuð með lokaverkefnið okkar ;o)
Annars er þetta nú ekki alveg frágengið neitt ennþá. Þá vantar víst manneskju strax, en þegar þeir fréttu (hugsanlega frá kennaranum mínum) að ég væri að velta fyrir mér doktor, þá ákváðu þeir að hringja í mig og fá mig í viðtal og spjalla við mig til að sjá hvenær ég gæti byrjað. Hugsa að ef að verður eitthvað úr þessu þá þurfi ég að byrja strax í ágúst eða september, en það verður þá bara að vera heima þar sem Jóhann er að byrja í framhaldsnáminu sínu í haust og ekki sendum við barnið í pössun fyrr en í fyrsta lagi 6 mánaða. Mér fannst bara svo spennó að þeir skildu hringja af fyrra bragði án þess að ég hefði sótt neitt um og vilja fá mig í viðtal og viðræður, áður en þeir fara að auglýsa stöðuna og leita eftir umsóknum ;o)

Annars er nú ekki mikið í fréttum frá okkur. Nema kominn vorfílingur í okkur og við farin að hlakka til að fá hækkandi sól og aukinn hita hérna hjá okkur, og svo nóg að gera hjá okkur þar sem við erum náttúrulega bæði að vinna að lokaverkefnum.