06 janúar 2006

Allt annað en barnablogg

Jæja þá ákvað ég loksins að það væri kominn tími til að segja fréttir af okkur fullorðnafólkinu hérna á Næssundvej í Álaborg og ekki bara barnaupplýsingar á heimasíðu Gunnars Mána :o)

Það helsta í fréttum í dag er það að ég er byrjuð í prófum (fyrsta í dag) og fékk ég bestået svo ég var ánægð með það og bara 2 próf eftir og svo vörnin. Annars er kennarinn minn að fara í uppskurð og því var vörninni minni frestað frá 27. janúar til 30. janúar og svo byrjar skólinn aftur 1. febrúar. Svaka fjör frí í 1 dag :o)

Við fórum til Íslands um jólin og það var rosa fjör, stjanað við mann og allur pakkinn. Verst samt að þurfa að fara snemma aftur út svo ég komst ekki í hið svakalega "like the old times" VIR partý hjá henni Ólöfu beib. Jæja kveðjur héðan og þið partýfólk djammið feitt og skemmtið ykkur rosalega vel.

Engin ummæli: