16 janúar 2006

Ekkert í sjónvarpinu

Hvernig er hægt að vera með 40 sjónvarpsstöðvar og loksins þegar maður hefur tíma til að setjast niður að þá er einfaldlega EKKERT í sjónvarpinu. Þetta er algerlega ofar mínum skilning. Allavega þá hundleiðist mér, maðurinn í dönskuskólanum og strákurinn farinn að sofa, ég nenni ekki að læra og ekkert í sjónvarpinu. Hvað er þá annað að gera en bara að blogga?

Ég hafði það alveg ofsalega gott um helgina. Sat með tærnar upp í loft og naut þess að vera til. Svo fór ég að sjálfsögðu í skólann í dag til að leika mér í labbinu (svona þar sem það eru ekki NEMA 14 dagar í prófið).

Það var reyndar rosalega gaman. Við ákváðum að búa til nýjan Buck converter til að geta tengt stýringuna á keppnisbílnum okkar við netið og framkallað eiginleika "Fuel-cellunnar" sem við ætlum að nota til að líkja eftir 1L af Shell-bensíni, til að keyra bílinn okkar sem lengst og "vonandi, en mjög ólíklega" vinna keppnina í Frakklandi í maí. Þetta gekk ágætlega og okkur tókst að hanna breytinn og ég bjó til teikningu fyrir prentplötuna sem ég prentaði út núna áðan svo ég geti leikið mér með smá sýru og framköllunarvökva á morgun og búið til prentplötuna :o) Semsagt alveg ægilega gaman.

Ég verð nú samt að segja að ég hlakka lang mest til þegar við verðum búin að byggja sjálfan bílinn og hann farinn að keyra, þó það sé rosalega gaman að sjá mótorinn okkar keyra á umbeðnum hraða og stoppa þegar við viljum :o) Ægilega flott P-stýring sem notar synchronous pq-stýringu og zero d-axis current stýringu. Allavega fyrir þá sem ekki vita ennþá þá erum við (grúppan mín) að taka þátt í rosa spennandi alþjóðlegri keppni sem er haldin árlega í Frakklandi. Þetta er Shell-Eco Marathon race keppni þar sem keppendur eiga að hanna og byggja bíl sem á að keyra á orku sem samsvarar 1L af Shell eldsneyti (við fengum orkuna fyrir þetta magn af bensíni uppgefna hjá Shell). Bíllinn á hinsvegar að keyra á svokallaðri grænni orku að okkar eigin vali, og völdum við að nota "fuel cell" sem orku. Bílarnir eru rosa flottir, eiga að vera fyrir 1 ökumann sem má minnst vega 45 kg. Við höfum áæltað að með öllu þá ætti bíllinn okkar að vega um 100 kg. Metið í dag eru 5385 km á því sem samsvarar 1L og notaði það vinningslið einnig "fuel cell"-lausnina. Þetta verður ofsalega spennandi. Ég mun reyndar sjálf ekki halda áfram með þetta sem skólaverkefni núna á vorönninni þar sem ég valdi háspennuna, en ég ætla að halda áfram að hjálpa og vera með utan skólans.

Jæja nóg um þetta í bili, er farin að horfa á Lost, sjáumst. Og munið nú að baula dálítið elskurnar mínar.

Engin ummæli: