13 janúar 2006

Prófin búin :o)

Allavega í bili. Nú á ég bara vörnina mína eftir en hún er ekki fyrr en 30. janúar. Svo í kvöld verður ekkert nema afslappelsi. Mannurinn minn góði, hann Jóhann Gunnar, er búinn að þrífa allt og gera fínt hérna heima hjá okkur svo ég þarf ekkert að stússast í neinu svoleiðis :o)

Í kvöld ætlum við að snæða dýrindis íslenskt lambakjöt (takk Biggi, og mamma og pabbi). Við ætlum að marinera lambakjötið í ofsalega góðum heimagerðum barbeque legi, krydda hann með íslenskum villijurtum. Með þessu verður svo smjörsteikt rjómalagað grænmeti, rauðkál og soðið grænmeti (fyrir stóra strákinn okkar) og Béarnaise sósa. Þessu verður öllu saman skolað niður með Merlot og sødmælk (stóri strákurinn). Og svo ís í eftirmat. Ummmm......ég fæ vatn í munninn,
semsagt ekkert nema herlegheitin hérna á Næssundvej ;o)

Svo þar sem klukkan er að verða 6 er einsgott að koma sér í eldamennskuna :o)

Engin ummæli: