19 janúar 2006

Svara......svara.......svara

Endilega svara þessum skemmtilega spurningalista sem hún Lára sæta kom með. Bara velja baul og baula svolítið með svörin ;o)

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Hvernig eru augun mín á litinn?
5. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
6. Lýstu mér í einu orði.
7. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
8. Lýst þér ennþá þannig á mig?
9. Hver er minn besti eiginleiki?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís,
ég svara bara tveim spurningum, of mikil vinna að svara öllum...
4. Græn!
9. Hjálpsemi

Kúl að þú sért komin með blogg það er víst inn í dag, bið að heilsa Jóa og Gunnari Mána

Nafnlaus sagði...

1. Hver ert þú? Íris heiti ég
2. Erum við vinir? Já það ætla ég rétt að vona.
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig? Við hittumst fyrst í verkfræðinni man samt ekki hvernig við byrjuðum að tala saman
4. Hvernig eru augun mín á litinn? Brún eða alla vega flott
5. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það. Unnsla, æi það er bara svo krúttlegt!
6. Lýstu mér í einu orði. Einlæg
7. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst? Bara mjög vel
8. Lýst þér ennþá þannig á mig? Já og bara betur...
9. Hver er minn besti eiginleiki? Alltaf til í að hjálpa öðrum og mjög einlæg
10. Hvað minnir þig á mig? skrifaðar myndir á diska :)
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera? Bara eitthvað sem þig vantaði og myndir vilja fá
12. Hversu vel þekkiru mig? Nokkuð vel held ég
13. Hvenær sástu mig síðast? Allt of langt síðan, í lok sumars.
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það? Nei ég held ekki
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig? nei ég á ekki blogg :(

Kveðja, Íris

Nafnlaus sagði...

1. Olla bolla
2. jammmmmm
3. í háskólanum, held að ég og magnea höfum fyrst talað við þið í háskólabíói í stæ-tíma.
4. uhh held þau séu græn
5. fyrsta sem mér datt í hug er Unnsla eins og Íris :)
6. trausturvinurbestogæðislegust
7. Ú þessi er klár ;)
8. jamm nú veit ég að þú ert rosaklár og líka að þú ert æði
9. vinur vina sinna
10. úff svo margt, skóladót, friends, aflgjafi,kariokí og britney spears
11. bara allt.. hvað langar þig í??
12. held bara frekar vel
13. úff man ekki hvenær það var, held í brúðkaupinu hennar Lilju :S
14. man ekki eftir neinu
15. á ekki blogg :|

Unnur Stella sagði...

úff hvað það er gaman að fá svona gamlar minningar og flashback :o)

Magga hvursvegna bara 2 spurningar. Er mikið að gera í Ammmmerrríkunnnnni

Íris hummmmmm Unnsla punnsla ;o) þið eruð nú meiri, en ég hlakka alveg óendanlega mikið til að fá ykkur í nágrennið. Ummmmmmm FRIENDS það verður skemmtilegt umræðuefni. Ég legg til að við hittumst þegar nýju þættirnir koma og gerum svona borða saman og horfa á Friends kvöld.

Ólöf, sko í fyrsta lagi þá ertu EKKI bolla, þú ert bara flott :o) hehehe aflgjafi og karíoki ;o) Skemmtilegt skemmtilegt. Það er víst fínasti karíoki staður hérna í Aalborg ef þig langar að koma í heimsókn og prófa ;o)

Ohh ég sakna ykkar allra alveg rosalega. Hlakka til að sjá ykkur næst þegar ég kem á klakann.