10 janúar 2006

2 down, 1 to go

og svo náttúrulega vörnin líka. En hún er alltöðruvísi, telst ekki til prófs í þessum skilningi :o)

Allavega þá var ég að koma úr prófi númer tvö sem var Stochastic Processes II. Það gekk vonum framar, tókst að reikna öll 20 dæmin og þar á meðal gera 2 sannanir sem ég fékk næstum hjartaáfall yfir þegar ég leit fyrst á það, en voru síðan ekkert mál. Ég veit ekki hvað málið með mig og sannanir, ég bara frýs og fer í klessu ef ég fæ einhverja sönnun í prófi, alveg sama þó hún sé skítlétt. Allavega þá beið ég með þessar leiðindasannanir þar til síðast. Var ekki einu sinni að líta á þær, sá orðið show og fór í næsta dæmi ;o)

Jæja nú ætla ég að fá mér eitthvað rosalega gott að borða, kannski meira að segja eitthvað fitandi og óhollt (þó ég sé nú búin að vera ofsalega dugleg að ná af mér og passa mig)......eða kannski bara afganga frá því í gær.

Engin ummæli: