23 janúar 2006

Afmælisgjafahjálp

Jæja nú eru bara 6 dagar í að karlinn verður fullorðinn (25 ára) og ég er alveg lost í því hvað ég á að gefa honum í afmælisgjöf. Þar sem hann er að byrja í skólanum í næstu viku þá vil ég ekki vera að gefa honum neitt nýtt tölvudót þar sem það myndi bara svekkja hann því hann hefur ekki tíma til að leika sér almennilega fyrr en í byrjun júlí :o)

Hvað er hægt að gefa svona manni sem á barasta eiginlega allt? Ef ÞÉR dettur eitthvað sniðugt í hug máttu endilega hjálpa mér og láta mig vita.

Annars er allt fínasta að frétta héðan. Ég verð í fríi á morgun þar sem við erum á leiðinni til Árósa til að sækja nokkra kassa í Goðafoss og ætlum í Ikea til að reyna að fylla aðeins betur upp í alltofstóru og tómu íbúðina okkar. Síðan ætlum við víst líka í gæludýrabúð til að kaupa Kanarífugl handa Gunnari Mána sem ELSKAR BÍBÍ. Humm....bílinn á líka að nota til að versla blóm og tré inn í íbúðina, útileikföng ef þau eru til og svo snjóþotu með belti. Eins gott að nýta ferðina vel þar sem við vitum ekki hvenær við nælum okkur í bíl næst ;o)

Annars er Sigrún tengdó búin að bjóða okkur í helgarferð til Köben í lok febrúar. Það verður eflaust rosalega gaman. Við ætlum að hitta hana þar og gera eitthvað skemmtilegt og svo eftir helgina kemur hún í stutta heimsókn til okkar hérna á Næssundvej. Hlakka mikið til.

En jæja, minni á að gefa mér tillögu að gjöf handa karlinum ;o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uhh, mér finnst að þú eigir að gefa honum fullt af dvd myndum, mp3 spilara, fartölvu og fullt af öðru skemmtilegu dóti.
<_<