21 janúar 2006

Christian Valdemar Henri John

Já þá er búið að skíra litla danska prinsinn og fékk hann hvorki meira né minna en 4 nöfn. Þetta var voðalega hjartnæm athöfn, þó svo grænlenska nafnið Knútur sem margir voru búnir að spá. Henri og John eru skírnarnöfn afanna tveggja, hins konunglega og þess ástralska. Á íslensku mundi þetta nafn prinsinn líklega vera þýtt svohljóðandi: Kristján Valdimar Henri John


Danska ríkissjónvarpið DR1 er búið að vera gjörsamlega undirlagt í sambandi við þennan dag síðan um 8 í gærkvöldi og verður svo áfram fram á kvöld í dag. Norsku krónprinshjónin voru voða fín, guðforeldrar að sjálfsögðu, þar sem Mette Marit og Mary eru ofsalega góðar vinkonur og þeir miklir vinir, að ógleymdum þeim norðurlandaböndum sem Noregur og Danmörk tengjast. Það voru 6 guðforeldrar í heildina en hvorugir foreldranna. Mary sjálf hélt á drengnum undir skírn og var hún íklædd ofsalega fallegri blárri dragt, blár jakki og hvítt og blátt blómapils, með bláa demantsnælu og í hvítum skóm og með hvítan blómakrans í hárinu í sama hvíta litnum og skírnarkjóllinn sjálfur sem er víst frá því á 19. öld. Ég sá engan erindreka frá Íslandi í sjónvarpinu en það getur vel verið að þeir sem mættu frá okkar yndæla landi hafi verið einhversstaðar þarna inn á milli konungsfólks og fyrirmanna. Þetta fór allavega allt voðalega vel fram og allir fínir og kátir (nema yngri strákurinn hans Jóakims, hann var pínu þreyttur og vildi greinilega frekar vera heima að lúlla).

Annars felldu nýju foreldrarnir nokkur tár (þótt ótrúlegt megi virðast þá voru hennar tár fleiri en hans í þetta skiptið) og litli prinsinn sofnaði í fanginu á mömmu með litla fingur hennar sem snuddu. Svo vel hlítur honum að líka nafnið fyrst honum tókst að sofna strax í skírnarkjólnum. Annars grét hann nánast ekkert meðan verið var að skíra hann og brosti sínu breiðasta meðan söngurinn fyrir sjálfa athöfnina fór fram.

Á þessum merka skírnardegi eiga einmitt eftirtaldir afmæli:
Sara Berglind litla systir hans Jóhanns
Hjörtur Magnússon frændi hans Jóhanns
Ólöf vinkona mín úr HÍ

Jæja þá er ég búin að uppfræða ykkur um það nýjasta í kóngamálum hérna í Danmörku og því best að fara að koma sér í lærdóminn :o)

Engin ummæli: