12 janúar 2006

Skriflamaðir fingur

Ætli það sé ekki hægt að læra að skrifa rétt þó svo maður sé orðinn gamall hundur. Þá meina ég ekki stafsetja rétt (þó það mætti nú stundum kannski líka taka það í gegn hjá mér) heldur á ég við að beita fingrunum rétt. Ég á nefnilega við smá hægri handar baugfingursvandamál að stríða. Í hvert skipti sem það er mikið að gera í náminu þá tætist fingurinn upp, myndast hola í hann þar sem blýanturinn situr og kúlur sitthvorum megin við holuna og síðan kemur sár í þokkabót. Ég er svo illa farin núna að ég þakka guði og öllu því góða fyrir að síðasta prófið í bili er á morgun svo ég geti hvílt fingurna og sárin gróið. Þetta er í alvöru orðið svo slæmt að ég get ekki notað fingurna rétt við það að skrifa og þegar ég gleymi mér í skemmtilegheitum dæmanna og held á blýantinum eins ég er vön þá rek ég upp öskur og kasta skrifverkfærinu frá mér (þannig að ég þarf að eyða næstu 10mín í að leita að því). Er ekki til einhver svona fingrasetninga við skrif kennslubók, hvernig þú heldur rétt á pennanum. Ohhh....hvað ég væri til í eitt stykki svoleiðis. Allavega ef þið eruð í vandræðum fyrir afmælisdaginn minn og sjáið eitt stykki skrifkennslubók fyrir fullorðnar húsmæður (ekki í Vesturbænum), þá endilega......ég yrði voða þakklát :o)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe þú verður að setja puttann í svona hvíldarhólk í nokkra daga svo hann nái að jafna sig :). Gangi þér vel á morgun í prófinu!

kv.Íris

Unnur Stella sagði...

já takk takk, reyni mitt besta.
Þegar ég kem heim úr prófinu og alveg þangað til ég fer í skólann á mánudagsmorgun munu mínar hendur fá fullkomna hvíld (nema kannski frá fjarstýringunni) ;o)