11 janúar 2006

Allir að mótmæla sorablaðinu

Nú loksins hefur eitthvað gerst sem fær vonandi ritstjóra sorpblaðsins "að mínu mati" DV til að endurskoða mál sín og reyna að íhuga það að uppfylla persónufrelsi og lög um ritstörf. Sá sorgaratburður hefur átt sér stað að maður sem var ákærður af tveim ungum piltum um kynferðislegt ofbeldi framdi sjálfsmorð eftir að mynd af honum og nafnbirting birtist á forsíðu DV þegar þetta mál var á frumstigi í réttarkerfi Íslendinga, http://www.b2.is/?sida=tengill&id=142049 . Hvort þessi maður var sekur eða saklaus er í höndum yfirvalda að sýna fram á og ekki óprúttinna aðila á slúðurfréttablaði. Hins vegar kemur mér ekki á óvart að DV skuli standa svona að málum, þar sem ég tók eftir því fyrir um það bil ári síðan að blaðamaður frá DV auglýsti á barnalandi eftir aðila sem vissi eitthvað um náunga sem hafði verið ákærður af ungum drengjum fyrir kynferðislegt ofbeldi. Þetta var bara sett inn sem svona umræða þar sem fólk gat svarað opið. Svona upplýsingasöfnun fyrir svo viðkvæma frétt á bara alls ekki að geta átt sér stað og ber ekki vitni um neitt annað en MJÖG slæm vinnubrögð. Það hefur víst gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að menn hafi verið ákærðir fyrir svona nokkuð og síðan komið í ljós að það var allt saman helber lygi eða misskilningur. Þó svo að ákærðir séu sýknaðir þá er búið að sverta þá til frambúðar hafi mynd og nafnbirting birst á opinberum vettvangi, þó svo að um slúðurfréttaflutning hafi verið að ræða. Ef fólk er fundið sekt og nafnbirting kemur fram í réttargögnum þar um, þá kannski er hægt að skoða málið með að skrifa um þann einstakling, en meðan viðkvæm mál eru óupplýst og jafnvel á frumstigi réttarfarsins, þá á EKKI að vera hægt að birta eitt né neitt um þau. Slík vinnubrögð eru ekkert nema svartur blettur á þjóðfélaginu og skömm fyrir þá aðila sem þar standa að baki.

Af þessu tilefni vil ég eindregið benda öllum á undirskriftalista sem hvetur ritstjóra DV til að endurskoða ritstefnu blaðsins, og mælist til þess að hver Íslendingur með velsæmismörk og réttarkennd í lagi skrifi undir og láti rödd sína heyrast.

"

Engin ummæli: