12 mars 2007

Starf næstu 3 árin

Jæja eitthvað borgaði sig þessi langi mánudagur í síðustu viku og erfiði síðustu tveggja ára. Því viti menn, ég fékk símhringingu í dag frá Energinet Danmark, sem meðal annars fól í sér launaviðtal og frágang ráðningarsamnings ;o)
Phd. nemalaun eru nú ekkert sérstaklega mikil miðað við margt annað, en ég er nú svo heppin að hafa samt sem áður getað samið örlítið og fæ því sem svarar nokkrum tugum þúsunda hærri mánaðartekjur en doktorsnemasamningar gera ráð fyrir. Svo ég er bara glöð með það, fyrir utan að þetta er ÞVÍLÍKT spennandi verkefni og ég fæ mína eigin fartölvu og adsl nettengingu í boði fyrirtækisins. Þar sem þá vantar einhvern í verkefnið helst í gær en ákváðu samt að bíða eftir mér, þá samdi ég þannig að ég byrja 1. ágúst og verð heimavinnandi í hálft ár. En samningurinn felur einnig í sér, að seinki fæðingu frá settum degi, þá seinkar upphafsdegi einnig. Ég á svo að fá ráðningarsamninginn sendan í þessari viku, þannig í byrjun næstu viku verð ég orðin að starfsmanni Energinet Danmark, með fyrsta vinnudag þann 1. ágúst 2007, og á samt sem áður 3 mánuði eftir af náminu. Við Per (sem einnig var ráðinn, í sömu deild) höfum verið að gantast með það í gríni að nú þurfum við ekkert að leggja á okkur fyrir lokasprettinn, 6 alveg nóg þar sem við erum búin að tryggja okkur áframhaldið ;o) Hinsvegar efumst við bæði (og allir í kringum okkur) um að við kunnum eða getum lagt lítið af mörkum, þar sem við erum bæði vinnufíklar með eindæmum.
En jæja, best að koma sér í pizzuát ;o)
Starfandi konan á Næssundvej 78

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt! Til lykke með þetta, frábært og æðislegt!

kv. Dísa & cogz

Sveinbjorg sagði...

Gratulerar!
Þú verður mögnuð heimavinnandi húsmóðir ;)

Magga sagði...

Til hamingju með nýja starfið!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta ;)
Ekkert smá flott hjá þér!
Kveðjur úr næstu götu

Nafnlaus sagði...

Þar sem ég var að flýta mér svo ruuusalega mikið í gær, þá ætla ég að óska þér aftur til hamingju með þetta allt og um leið þakka þér fyrir að segja mér þetta fyrst af öllum;). Múúhahahaha:)

Nafnlaus sagði...

Þetta er mjög heppilegt fyrir mig, nú á konan mín eftir að verða "filthy rich" eins og útlendingarnir segja. Ég hef tekið þá ákvörðun að finna mér eitthvað ógeðslega skemmtilegt en algerlega ónytsamlegt til þess að læra þar sem mínar tekjur eiga hvort eð er bara eftir að vera brotabrot af tekjum heimilisins í framtíðinni.

Kannski ég verði bara heimavinnandi húsfaðir :D

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með nýja starfið, þú átt eftir að brillera þarna.
Kv. Andrea.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með starfið:)

Lara Gudrun sagði...

Til hamingju skvísan þín!
Þú ert algjör snillingur

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Unnur mín, þetta verður svo sannarlega viðburðaríkt sumar og nóg að gera :).

Nafnlaus sagði...

Ja hérna. Verður ekki bara farið og fjárfest í stóru sumarhúsi og einkaþotu svo maður geti komið gratis í heimsókn ?
Annar, hjartanlega til lykke elsku Unnur. Kveðja til strákanna.
Inga og Ingólfur.