03 mars 2007

Atvinnuviðtal og snjórinn að fara

Jæja þá er loksins snjórinn að kveðja okkur hérna í Álaborg og farið að styttast í vorið. Við erum bara ánægð með það, enda búin að fá okkar skammt. Háaloftið fylltist af snjó í öllu brjálæðinu og kassar skemmdir og heill hellingur af dótinu okkar í skipulögðum hrúgum hérna heima hjá okkur á meðan þeir bíða eftir nýjum kössum og þurru háalofti til að komast á sinn heimastað á ný. Ég er komin á hjólið aftur því loksins er búið að hreinsa hjólastígana, svo það er ágætt. Enda kominn tími til að reyna að komast í einhverja hreyfingu og sporna við hvalsástandinu sem er að hrjá mig þessa dagana.

Niðurstaða könnunarinnar frá síðustu færslu er mjög merkileg, þar sem ég og Íris erum í minnihluta með 2 atkvæði á strák á móti 6 atkvæðum sem stelpan fékk. Ég komst þó loksins í sónar í lok vikunnar og veit því hver hafði rétt fyrir sér :o) Ætla þó ekki að uppljóstra því hérna þar sem ég veit að ekki allir vilja vera forvitnir eins og ég og opna pakkann fyrirfram, en ef einhverjir eru að brenna í skinninu af forvitni þá er alltaf bara hægt að spyrja mig á t.d. msn ;o)

Annars er ég að fara í mitt fyrsta atvinnuviðtal hérna á mánudagsmorguninn. Var svo heppin að draumafyrirtækið mitt hringdi í mig í gærmorgun til að spyrja hvort ég hefði áhuga á að koma í atvinnuviðtal til þeirra vegna doktorsverkefnis sem var að losna. Þetta er fyrirtæki sem ég og Per vorum að vinna fyrir á síðustu önn og sem við erum að gera lokaverkefnið okkar fyrir núna. Þeir tóku sig til og réðu Per á þriðjudaginn í upphafi þessarar viku, en hann var í atvinnuviðtali hjá þeim á mánudag, daginn áður. Það fyndna er þó að hann er að fara að vinna í sömu deild og þetta doktorsverkefni er fyrir. Svo kannski verðum við bara bæði komin með vinnu hjá þeim í sömu deildinni, áður en við verðum einu sinni hálfnuð með lokaverkefnið okkar ;o)
Annars er þetta nú ekki alveg frágengið neitt ennþá. Þá vantar víst manneskju strax, en þegar þeir fréttu (hugsanlega frá kennaranum mínum) að ég væri að velta fyrir mér doktor, þá ákváðu þeir að hringja í mig og fá mig í viðtal og spjalla við mig til að sjá hvenær ég gæti byrjað. Hugsa að ef að verður eitthvað úr þessu þá þurfi ég að byrja strax í ágúst eða september, en það verður þá bara að vera heima þar sem Jóhann er að byrja í framhaldsnáminu sínu í haust og ekki sendum við barnið í pössun fyrr en í fyrsta lagi 6 mánaða. Mér fannst bara svo spennó að þeir skildu hringja af fyrra bragði án þess að ég hefði sótt neitt um og vilja fá mig í viðtal og viðræður, áður en þeir fara að auglýsa stöðuna og leita eftir umsóknum ;o)

Annars er nú ekki mikið í fréttum frá okkur. Nema kominn vorfílingur í okkur og við farin að hlakka til að fá hækkandi sól og aukinn hita hérna hjá okkur, og svo nóg að gera hjá okkur þar sem við erum náttúrulega bæði að vinna að lokaverkefnum.

1 ummæli:

Magga sagði...

Spennó spennó!