26 mars 2007

Draumabíllinn fundinn

Haldiði ekki að þetta sé bara loksins að smella saman. Við erum búin að kaupa bílinn. Eða það er að segja, við erum búin að velja bílinn, fá tilboð og skrifa undir kaupsamning. Bíllinn fer á morgun í tékk og yfirferð, smurningu og skoðun og fleira og fleira, en það var ákveðin þjónusta sem við fengum frítt með. Við fengum bara ágætis tilboð, en eðalvagninn kostaði okkur c.a. 6000dkk minna en hann átti að gera og svo frí skoðunarþjónusta, skipting á viftureim og smurning. Svo við erum að græða þarna tæpar hundraðþúsundkrónur íslenskar. Þetta er semsagt rauður Renault Megane, árgerð 2001, station með RISA skotti. Við getum komið vagni og kerru og farangri í einu bara í skottið. Þar að auki eru svona sleðar ofaná svo hægt er að setja geymsludót á þakið og einnig er krókur á bílnum ef við viljum flytja enn meira rusl með okkur og taka kerru aftaní ;o)


Á miðvikudaginn förum við í bankann og fáum sjálfa peningana og á föstudag klukkan 16:30 skal ég segja ykkur, mætum við til þess að taka á móti þessari eðalkerru :o) Endalaust mikil tilhlökkun hér á bæ.


Anyways setti inn nokkrar myndir að gamni, svo þið getið dáðst svolítið af drossíunni. (By the way, það er Gunnar Máni sem hefur staðið fast á því núna í heilan mánuð að við eigum að kaupa rauðan bíl, og þar sem við erum einstaklega góðir foreldrar og látum allt eftir barninu, þá fékk hann auðvitað að ráða því).



5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lykke - til lykke - til lykke. Þetta er eðalvagn!

kv. Dísa & gengið

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með nýja bílinn. Station bílar að árgerð 2001 eru bestir :P .... (ha eins og eitthvað annað skipti máli.....).
En gott að þið fenguð fínan bíl á góðu verði.
Kv. Andrea.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bílinn:)
Farðu nú vel með þig!!

Nafnlaus sagði...

hæ hæ
til hamingju með flotta bílinn,
var að lesa greinina þína inni á Hagur Hafnarfjarðar, mjög fín, hef samt ekki skipt um skoðun með að fara og skila auðu.
Kveðja frá Hvammabrautinni

Unnur Stella sagði...

Berglind Rós þó, ég trúi þessu varla upp á þig. Og ég sem sit hérna í öngum mínum yfir að geta ekki sjálf mætt og kosið rétt.

Fyrir ykkur sem ekki vita þá er ég farin að blanda mér aðeins í pólitíkina á Íslandi. En það kemur vonandi stuttur pistill um það hérna á morgun.