24 mars 2007

80's fun og LANGUR bíladagur

Rosalega var mikið fjör hjá okkur dívunum í gær. Ég skemmti mér alveg konunglega og tókst að halda mér hressri og vakandi fram til 2 í nótt, alveg ágætt það fyrir ólétta konu komna 24 vikur á leið ;o)

Hún Íris tölti yfir til mín rétt fyrir sjö í gærkvöldi og lögðum við í sameiningu lokahönd á 80’s gervin okkar og ég verð bara að segja að okkur tókst alveg ágætlega, miðað við stuttan fyrirvara og engan tíma til undirbúnings eða verslunar :o)

Kvöldið hófst með frábæru mexíkósku hlaðborði, þar sem allar 33 mættar dívur tóku vel til matar síns, enda smakkaðist maturinn með eindæmum vel. Með þessum frábæra mexíkóska mat skolaði ég hálsinn með gosi, á meðan hinar duglegu drukku hvítvín og bjór. Hún Íris ofurduglega (ég dáðist alveg að henni) gerði sér nú lítið fyrir og keypti sér eitt stykki FLÖSKU af hvítvíni, sem hún átti auðvelt með að ljúka við með matnum. Að áti loknu komu svo ofurdívur kvöldsins (skipuleggjendurnir sjálfir) með NOKKRAR Fisherman flöskur, til að hita liðið upp fyrir “töpperver” kynninguna. Það gekk með besta móti að hita mannskapinn og voru allar ánægðar með að skála í nokkrum staupum (eða 7 at once og enn fleiri þar á eftir) HAHAHAHAHAHA en það var nú líka bara hið mesta afrek og mjög gaman að því ;o) Jæja við fengum líka þessa frábæra leiktækjakynningu þar sem við fengum að sjá, snerta og nefprófa þær vörur sem í boði voru og varð uppi mikil kátína við það. En með þessum skemmtilegheitum voru ýmsar sem vættu kverkarnar til skiptis í bjór og Fisherman skotum og stóðu sig vel í prófunum og vali á mikilvægum hjálpargögnum hvílurekkjunnar sem heima beið.

Jæja kynningunni lauk nú að lokum og var þá spjallað, hlegið og dansað fram á rauða nótt, eins og íslenskum stúlkum er einum lagið. Íris sem var eiginlega að upplifa almennilega sinn fyrsta hitting með öðru fólki en okkur leiðingjörnu gluggagægjunum á móti, náði að spjalla við og kynnast heilmörgum dívum og náði sér í heimsóknarloforð frá Dísu og fleirum, enda löngu komin tími til að þau skötuhjú hérna á móti víkki út Íslendingahringinn hérna (pssss, ekki segja henni en þetta var allt planað svo við þurfum ekki að barnapíast yfir þeim lengur, sussss ég sagði EKKI segja). Nei en svona að öllu gamni slepptu þá var þetta alveg frábært og mannskapurinn hristist mikið saman.
Þegar svo eitthvað var farið að grisjast í hópnum og fækka þeim hressu, þá ákváðum við að fara að skella okkur heim á leið, en ég var nú svo heppin að hún Birna klippir sem býr hérna beint fyrir neðan mig ákvað að skella í sig eins og einum eða tveimur öllurum, og vantaði þar af leiðandi bílstjóra til að koma sjálfri sér og bílnum sínum heim. Svo ég gerðist bílstjóri eðalvagns Birnu og tókum við í leiðinni þær Elvu, Írisi og Kristínu.

Eins og ég sagði þá var klukkan eitthvað í kringum 2 í nótt þegar heim var komið og ég komst loksins í rúmið (með þá orðið frekar auman grindarbotn). En klukkan 6 í morgun ákvað minn ástkæri og duglegi sonur að vakna og fara á ról, þ.a. eiginmanninum var sparkað fram úr til að fæða barnið, en þar sem ég var vöknuð var ekki hægt að dóla uppi í rúmi, enda stór dagur framundan, svo ég stóð upp og kom mér fram í eldhús, með hjálp leyfilegra verkjalyfja og styrkrar hendi mannsins. Þegar panódílið var loks farið að virka og ég byrjuð að geta staðið upp og farin að geta gengið nánast sársaukalaust komum við okkur af stað í strætó og fórum sem leið lá í löngum þráðan BÍLALEIÐANGUR. Við tókum semsagt strætó niður í bæ og röltum af stað á fyrstu bílasöluna. Sem betur fer vorum við nú svo ægilega sniðug þegar við gengum fram hjá PS bílaleigunni, að láta okkur detta í hug að mögulega væri skynsamlegra að taka bara bíl á leigu og koma okkur þannig á milli bílasala, í stað þess að láta mig haltra á skjaldbökuhraða og komast mögulega á innan við helming þeirra staða sem við ætluðum okkur (enda sölurnar dreifðar útum alla borg og í úthverfum hennar). Við vorum svo heppin að PS áttu til bíl fyrir okkur, svo við skelltum okkur um borð í eitt stykki Fiat fyrir heilar 400dkk og gátum því nýtt daginn vel og farið á milli MARGRA staða og skoðað MARGA bíla og prufukeyrt. Við getum allavega orðað það þannig, að þegar við vorum að ganga inn á síðustu bílasöluna, féllust honum ofurduglega og góða syni mínum hendur og hann byrjaði nánast að gráta og sagði bara með uppgjafartón, “mamma, nei ekki bílar”. Enda var búið að þræla honum út frá klukkan 9 á laugardagsmorgni til klukkan 17 til að fara inn í og útúr nýjum og nýjum eðalvagni. En ég verð að segja (svona af því ég er algerlega hlutlaus) að þessi drengur er ótrúlega góður og þolinmóður við foreldra sína, að ráfa svona á milli og skoða bíla í HEILAN dag. Hann var nú ekki sá eini sem var orðinn þreyttur eftir langan dag, því nú ligg ég hérna í sófanum með tölvuna í kjöltunni, þar sem ég get engan vegin staðið eða gengið og heldur ekki setið vegna minnar frábæru og vel þjálfuðu grindar, sem er algerlega búin að svíkja mig þessa dagana.

En jæja nú er víst alveg nóg komið í bili. Læt nokkrar skemmtilegar myndir fylgja með að lokum, þar sem nefprófunargrínið kemur vel fram ;o)



Tilbúnar í slaginn



Bogga með besta búninginn og Gréta pía


Go girls!!


Staupaskál á Grétu og Dísu

Skál í botn Írulingur


Leiktækjasérfræðingurinn mættur


Við vorum sko ekki lengi að finna okkur dildó




Írs nefprófar hið margfræga butterfly




Ég náði mér í einn minirabbit



En Íru tókst að finna tvo mismunandi full size "Sex and the City" kanínuXXXXXX



Oh yeah, nú er þetta að vera scary


80's píurnar búnar að versla og komnar í dansinn, fyrir heimferðina


Prinsinn var ekki lengi að finna draumabíl familíunnar



Verið að seðja hungur aðalbílaskoðunarmannsins

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jiminn hvað þið eruð flottar í þessum göllum, finnst þið ættuð að íhuga vandlega að ganga í þessu svona frá degi til dags.