31 október 2006

Alltof margar myndir og enn lengra blogg

Guten Tag meine Damen und Herren


FRÁBÆR ferð til Þýskalands að baki.

Fórum klukkan 7:30 héðan úr húsinu á sunnudagsmorguninn. Sóttum bæði Per og Thomas sem svo biðu með okkur eftir rútunni, þar sem við vorum ansi mikið of snemma á ferðinni :o)

Lentum í miklum ævintýrum á leiðinni, t.d. bilaði rútan okkar, svo við vorum næstum 4 tíma að keyra til Árósa (sem tekur venjulega um 1 og 1/2 tíma). Fengum loks nýja rútu og gátum haldið aftur af stað. Við vorum 30 saman í þessari ferð, bæði útskrifaðir og óútskrifaðir verkfræðingar. Byrjuðum á sunnudagskvöldið á því að skoða vatns/vind/sólarorkuver sem er svona raforkugeymslustöð. Ef t.d. kjarnorkuver í Þýskalandi dettur út, þá er hægt að framleiða orku og dæla inn á netið. Ef rosa mikill vindur er, þá er hægt að pumpa upp vatni og geyma þannig raforkuna sem stöðuorku til bæði reglunar og seinni notkunar. En það er einmitt eitt stærsta vandamál vindorkuvitleysunnar í Danmörku, þar sem Danir þurfa að borga aukalega fyrir og gefa bæði þjóðverjum, svíum og norðmönnum alla sína umframorku, þar sem þeir hafa engin vatnsfull fjöll til að nota til svona reglunar ;o)

Við gistum svo nóttina í Hamborg og fórum á rauðu götuna í Hamborg, sem er sú allra stærsta og mesta þess eðlis sem ég hef nokkurn tíman séð. Allavega snæddum þar æðislegar nautasteikur og fengum okkur RISA ís í eftirrétt, fyrir nánast ekkert verð. Sáum ENDALAUST úrval af hjálpartækjaverslunum, kynlífsbíóhús, styttur og myndir og ljós og hvaðeina, auk að sjálfsögðu þýsku stúlknanna með mittistöskurnar, já þýskar hjásvæfur þekkjast á því að þær ganga allar saman með mittistösku í stíl við þær sem voru gefnar af Búnaðarbankanum þáverandi þegar ég var að fermast :o)

Notuðum mánudaginn í MIKLA keyrslu. Fórum að skoða kjarnorkuver sem vitleysingjarnir þýsku stjórnmálamennirnir eru að rífa niður. Þetta er ver númer 2, en búið er að gera áætlun um að rífa öll kjarnorkuver í Þýskalandi, þó svo að þeir séu ekki með neinar áætlanir um byggingu nýrra raforkuvera, í endalaust vaxandi eftirspurn eftir rafmagni. Enda eru nágrannabyggðirnar Pólverjar og fleiri sem vinna á fullu í byggingu sinna kjarnorkuvera, hinir hæstánægðustu, þar sem eftir örfá ár þurfa Þjóðverjar að kaupa raforku frá þeim, dýrum dómi.

Fundum engan mister Burns og engan Homer Simpson í kjarnorkuverinu, en komumst að því að þau eru byggð til að þola nýju risa tveggja hæða Airbus farþegaflugvélarnar, skyldi einhver ætla sér að fljúga einni þannig á verið. Auk þess sem þau eru sprengjuþétt og allt þétt ;o)
Fengum reyndar að vita að 11. september teygði anga sína þangað inn, þar sem upp komst að einn flugmannanna á tvíturnana hafði verið í skoðunarferð um verið einungis 3 mánuðum fyrir 11. september 2001 og var því verinu algerlega lokað í rúmt ár. Aumingjans þýsku námsmennirnir sem voru að skrifa phd verkefnin sín fengu ekki einu sinni að komast nálægt verinu.

Sáum þennan mikla mánudag einnig stærstu vindmyllu í heimi, en hún er með 5MW framleiðslugetu, en venjulega þykir 2,5 MW framleiðslugeta vindmylla mjög mikið. Þessi vindmylla var með haus á stærð við 8 hæða byggingu og staurinn undir spaðahúsinu veit ég ekki hversu hátt var, en við getum alla vega orðað það þannig að ég væri ekki til í að klifra upp stigana í húsið ;o) Fengum líka að sjá inn í aðra vindmyllu sem var ívið minni, eða ekki nema um 2 MW en hefur þann snilldar eiginleika að geta virkað sem “synchrounous condenser” og þarmeð framleitt sýndarafl og reglað spennuna á kerfinu, en Þjóðverjinn sem sýndi okkur hana hafði það á orði að honum þætti ákaflega merkilegt að danskir verkfræðingar væru komnir í ferðalag til Þýskalands til að skoða vindmyllur, ekki skrítið þar sem Vestas í Danmörku er með 50% markaðshlutdeild á vindmyllumarkaði heimsins, og Þýskaland c.a. 13%.

Má samt ALLS ekki gleyma að segja ykkur, að núna LOKSINS var ég ekki ein um það að blaðra um háspennulínur 70% af bílferðinni og vera þarmeð álitin skrýtin og furðuleg. Við vorum öll jafn slæm og myndavélin á lofti fram og til baka. Tókum nákvæmlega 34 myndir af möstrum með hangandi vírum á og fórum í gegnum all margar rökræður um uppbyggingu og notkun þessara frábæru mastra ;o)

Anyways set inn slatta af myndum fyrir ykkur að njóta :o)


Loise og Thomas komin í ölið



Kim fékk sér líka einn sopa



Per að gera grín



Yfirlit yfir snilldar raforku"geymslu"verið



Sólarorkuspjöld í brekkunni, 50 kW og rörin fyrir vatnið



Lokan sem hleypir vatni á pumpurnar



Vafningar á stator og rotorpólar á vatnsrafal



Komin að borða á rauðu götunni, ég, Per, Kim og Loise



Thomas var líka með :o)



Hamborgarhöfn



Morgunhress hópur



Loise komin með morgunkaffið sitt, allt önnur manneskja :o)



Kjarnorkuverið



Líkan af kjarnorkuverinu, kjarnaofninn er þessi rauði í miðjunni, númer 2 er kælivatn að kjarnaofninum og númer 3 er heitt vatn sem kemur frá kljúfinum. Kúlan utanum er styrkjandi bæði að innan og utan, svo ef ráðist á að utan á hún að standa, og ef eitthvað gerist að innan á hún að verja umhverfið



Fengum ekki sjálf að taka myndir inni, en þýski leiðsögumaðurinn gerði það fyrir okkur. Hér sjást nokkrir af ferðafélögum mínum í dressinu sem allir þurftu að vera í. Hver einn og einasti var geislaskannaður 3 á ferð sinni um verið og 2 áður en hann fékk að fara út úr byggingunni. Bannað að taka úran með sér, svo margir hafa áður lennt í því að þurfa að skilja úr eftir sem eru með sjálflýsandi vísa, því þau taka upp úran úr umhverfinu. Einnig voru allir vinnumenn í heilgalla frá fyrirtækinu og var hluti af því bæði skærbláar og skærgular latex nærbuxur, einstaklega smekklegt



Eitt af multifunctional möstrunum



Hópurinn við mega mylluna-Kim, Louise, Thomas, Per og ég



Risa efnaverksmiðja nálægt kjarnorkuverinu



Vindmyllan sem við fengum að fara inn í



Skólabókalestur í næstum 10 klukkutíma rútuferð heim, fyrirsætan er Kim

Engin ummæli: