28 október 2006

Októberfest og Hamborg

Yes, eins og titillinn segir til um, þá fór ég á frábæra októberfest í skólanum í gær, og er á leið til Hamborgar í Þýskalandi ELDSNEMMA í fyrramálið. Eigum að mæta 8:45 niðri í miðbæ og rútan leggur þá af stað. Svo eigum við að lennda í Hamborg um 18 á morgun eftir LANGA rútuferð. Frítt kvöld, annað kvöld og svo kjarnorkuver, stærsta vindmylla í Evrópu og vatnsorkuver á mánudaginn. Heim aftur eftir miðnætti á mánudagskvöldið og skóli klukkan 8 á þriðjudagsmorgun ;o)

Allavega, tek með mér myndavélina en skelli hérna inn nokkrum frá októberfest í gærkvöldi.


Louise barþjónustukona



Þýska blásturshljómsveitin



Per, Kim og Thomas



Dönsk októberfest :o)



Við Louise



Thomas í vinnunni



Íslenskir piltar einnig á svæðinu

Engin ummæli: