08 október 2006

Loksins loksins loksins

Við gerðum þau stórgóðu kaup þann fyrsta ágúst síðastliðinn (fyrir rétt rúmum tveimur mánuðum síðan) og keyptum okkur nýtt framtíðar borðstofuborð. Þetta var alveg geggjað borð, hvítt og RISASTÓRT. Við hæstánægð og hlökkuðum mikið til að eyða peningunum í þetta líka stórglæsilega borð, ásamt 6 stólum, þrömmuðum að búðarborðinu og pöntuðum borðið.......jú sko, þetta borð er ekki til í augnablikinu, en það kemur aftur 5. október. WHAT!!!!! 5. október, en það eru meira en tveir mánuðir í 5. október og þetta kostar okkur næstum því barasta heil árslaun. Já því miður, það bara er uppselt og verður ekki til fyrr en 5. október, jáenjáenjáen, við erum búin að leita út um allt, alveg endalaust að borði sem við gjörsamlega föllum fyrir og þetta er BORÐIÐ.....JÆJA þá, við kaupum borðið og bíðum í rúma tvo mánuði.....Svo viti menn og konur, borðið barasta kom heim til okkar í stórum sendiferðabíl núna fyrir helgi. Og ohmygod hvað það er flott. Alveg þess virði að bíða í rúma tvo mánuði eftir :o)

Annars erum við búin að gera heilmiklar breytingar hérna hjá okkur. Máluðum í sumar eldhúsinnréttinguna eins og þið kannski munið, komin með 8 manna eldhúsborð og 6 stóla (erum reyndar ekki með stækkunina á dagsdaglega, en það er sko 107cm á breydd, en prófuðum að hafa stækkunina fyrsta daginn og það er HUGES), komin með hvítmálaðan antikspegil í forstofuna, búin að rífa upp teppið í forstofunni og finna nýtt (kaupum það þegar mamma og pabbi koma í heimsókn afþví þau verða með bíl), búin að snúa við stofunni, setja upp hillur í geymsluna úti og umturna lærdómsherberginu mínu og kaupa hillur undir allar bækurnar og möppurnar sem voru að flæða útum öll gólf. Næst á dagskrá er uppþvottavél, sem við erum búin að kaupa og átti að koma á fimmtudaginn en seinkaði og kemur á MORGUN!!!!! ;o)

Ég lofa að setja inn myndir af öllum þessum herlegheitum þegar uppþvottavélin er líka komin.

Annars höfum við voðalega lítið annað gert, fórum út að borða í tilefni 10 ára afmælisins og Íris æðislega reddaði okkur afþví allar barnapíurnar á svæðinu voru uppteknar. Svo fór Jóhann á Rusfest í gær með félögunum og í bæinn á eftir. Rosa fjör það. Þeir komu nokkrir fyrst hingað í gærkvöldi og fengu að gæða sér á Íslensku brennivíni ásamt Opal og Topas snöfsum. Ætlum að reyna að fá barnapíu fljótlega og skreppa kannski í bíó, ef það er eitthvað skemmtilegt í boði. Svo langar okkur einn daginn að fara saman að djamma í bænum, höfum aldrei gert það í Danmörku. Þar að auki er ég að reyna að draga hana Írisi út á lífið og ætla í því skyni annaðhvort að halda partý eða redda okkur í einhverja fest hjá þessum danavinum mínum....en betur af því seinna, þar sem næstu helgar eru bókaðar og uppteknar ;o)

4 ummæli:

Sveinbjorg sagði...

Jei, uppþvottavél best, til hamingju með gripinn :)

Unnur Stella sagði...

Já það er sko alveg rétt, jiiii hvað við erum búin að sakna uppþvottavélarinnar okkar sem er heima á Ísalandinu góða. LOKSINS LOKSINS LOKSINS seldum við hana og keyptum nýja í staðin hérna úti. Skil ekki afhverju við gerðum þetta ekki strax fyrir ÁRI síðan, þegar við fluttum í þetta hús hérna :o)

Nafnlaus sagði...

Já uppþvottavélar eru guðsgjafir...þvílíkur tímasparnaður

Nafnlaus sagði...

uppþvottavél er algjör snilld. Bara verst að maður þarf víst líka að setja í hana og taka úr henni (en það er þó skárra heldur en að vaska upp). Veit ekkert alveg hvernig þetta var fyrir hjá ykkur en allavega sýna myndirnar að þetta sé bara nokkuð smart hjá ykkur.
Kv. Andrea.