21 október 2006

Aftur orðin þrjú í kotinu

Já nú eru mamma og pabbi farin áfram til Englands, þar sem þau ætla að skella sér á fótboltaleik á morgun og njóta lífsins fram á þriðjudag. Við keyrðum þau á flugvöllinn í Árósum og svo skilaði ég bílnum á flugvöllinn hérna í Álaborg. Við sjáum nú heilmikið eftir þeim og eigum eftir að sakna þess að sjá þau ekki nema bara kannski í janúar.

Við verðum nú samt ekki lengi ein í kotinu þar sem tengdó kemur í heimsókn eftir 4 daga og verður fram á sunnudaginn næsta. En þann sunnudagsmorgun legg ég einmitt líka af stað til Þýskalands, þar sem ég mun verja einni nótt í Hamborg og nota svo mánudaginn í að fara um kjarnorkuver, skoða stærstu vindmyllu heims og líta á eitt vatnsorkuver. Hlakka rosalega til og lofa að taka eins margar myndir og ég get.

Í gær skellti ég mér á fredagsbarinn með Lullo, Bjarne og Per og hann Thomas vinur okkar, sem er útskrifaður og farinn að vinna, gerði okkur glaðan dag með því að koma líka. Við fórum svo eftirá og gæddum okkur á Klingenberg pizzu, þar sem þær hafa ekki verið testaðar síðan í verkefnaskilum í vor. Ákváðum einnig að nú væri kominn tími á að gera eitthvað saman og skipulögðum partý heima hjá mér í nóvember og svo galaball heima hjá Thomasi í febrúar á næsta ári, betra að vera svona frekar tímanlega í þessu :o)

Well, ætla að klára nokkrar línur í verkefninu og fara svo að glápa aðeins á imbann með manninum, svona þar sem það er nú einu sinni laugardagskvöld.


Verið að gefa afmælisdrengnum íslenskar nýbakaðar vöfflur og ÍSLENSKT heitt súkkulaði



Ég ætla að vera svona ástfangin eftir meira en 41 ára langt hjónaband

Engin ummæli: