26 október 2006

Tölvan komin í hús

Jájájá alveg rétt, ég er komin með Acer tölvuna mína í hendurnar aftur. Þetta var nú allt saman frekar fyndið. Tengdó kom í gærkvöldi, með tölvuna í farteskinu. Að sjálfsögðu er tölvan það fyrsta sem við kíkjum á, kveikjum á henni og svona. Svo ætla ég að stinga henni í samband svo hún verði nú ekki rafmagnslaus og viti menn ENGINN SPENNUBREYTIR!!!!!!!!!!!! OHMYGOD hvað er málið með mig og mína heppni með tölvur. Allavega ég ætla að vera alveg brjáluð og hringja í dag strax og þeir opna. Viti menn, haldiði ekki að tengdó hringi í mig í skólann rétt áður en Svar opnar og tilkynnir mér að það hafi verið að koma gaur frá DHL með hraðsendingu frá Svar á Íslandi. Hún opnar pakkann og viti menn og konur, þarna er spennubreytirinn kominn til Danmerkur. Ég get rétt svo ímyndað hvernig allt hefur farið á hvolf seint í fyrradag eða í gær (tengdó sótti tölvuna rétt fyrir lokun í fyrradag) þegar þeir hafa séð að þeir gleymdu að setja spennubreytinn í kassann. Einhver hefur gargað HRINGIÐ Í DHL út með þetta STRAX, ég er búin að vera svo mikið til vandræða og hóta öllu illu og alveg brjáluð við eiganda fyrirtækisins að þeir eru örugglega orðnir skíthræddir við mig ;o)

Allavega tölvan OG spennubreytirinn er komið í hús á Næssundvej 78 og allt virkar ENNÞÁ.


Allir Íslendingar sem ég þekki eru orðnir svo miklir veðurbloggarar að ég verð að bæta við smávegis veðurfréttum frá Álaborg. Eins og ég hef lesið um Boston og NY, þá er svipað hitastig hérna, eða um 10-15 gráður, en frekar kalt útaf öllum rakanum. Svo ég hjóla með hanska á morgnana og heim á stuttermabolnum. Reyndar búið að rigna flesta daga í þessari viku, enda komið vetrarhaust hérna. Til vitnis um það er búið að spá fyrsta hauststorminum í nótt. Það á að hefjast um 12 í kvöld fyrir vestan Danmök og verður stormurinn kominn inn yfir Álaborg um 11 í fyrramálið. Búið að spá um og yfir 25 m/s svo við drifum okkur í því að taka öll garðhúsgögnin og setja þau inn í geymslurnar okkar (bæði borðin og sólhlífina, alla stólana, rennibrautina, sandkassann, róluna, öll blómin mín, grillið og hjólin okkar). Allavega við vonum bara að húsið með okkur öllum innanborðs fjúki ekki og að við komumst heilu á höldnu í skólann í fyrramálið :o)

Engin ummæli: