16 október 2006

Fullur frystir og afmælisveisla

Jæja loksis loksins eru mamma og pabbi komin :o)

Þau komu á föstudag og höfðu eins og venjulega fulla 20 kg tösku af mat handa okkur, eins og t.d. íslenskan fisk, íslenskt lambakjöt, íslenskt slátur, Royal lyftiduft, Kötlu vanilludropa, FULLT af íslensku nammi og Nóa sirius konsum súkkulaði ;o)

Í gær héldum við svo afmælisveislu fyrir litla pjakkinn þar sem hann verður 2 ára á miðvikudaginn og kom barasta heilmikið af gestum, allavega þegar maður hugsar til þess að í fyrra komu bara Steinar með Axel og Ilmi :o) Ég stóð sveitt í eldhúsinu allan morguninn til að uppfylla óskir barnsins um traktora köku og var afraksturinn bara ágætur, nema það að enginn þorði að borða sjálfan traktorinn og var bara grasið og vegurinn undir honum borðað, svo nú höfum við stóran súkkulaðitraktor á borðinu til að narta í næstu daga, með harðfiskinum og smjörinu ;o)

Við hjónin ætlum nú líka aðeins að nota ömmuna og afann og erum búin að reka þau út í dag með barnið (þau fóru í Blokhus eða Árósa og eitthvað skemmtilegt) og erum sjálf að nýta tímann til að læra, svo ætlum við í vikunni að skreppa saman út að borða og í bíó.....Alger lúxus hér á bæ.

Nýjustu draumórarnir okkar eru að skreppa heim í janúar í MJÖG stutt stopp. Eða það er að segja, við förum til USA með millilendingu á Íslandi, þar sem við komum prinsinum í pössun hjá ættingjum og höldum svo áfram tvö ein til Orlando eða Miami og gerum eitthvað skemmtilegt. Við höfum á þessum 2 árum síðan hann fæddist ekki farið tvö ein nema mest í 1 nótt og þá bara á hótel á brúðkaupsafmælunum okkar. Og ég held barasta að við höfum farið saman út ekki fleiri en 10 kvöldstundir í það heila, svo nú er kominn tími til að sletta úr klaufunum saman :o)
En eins og ég sagði eru þetta bara draumórar og er allt háð tekjum og högum. Við erum víst bara fátækir námsmenn, allavega þar til næsta haust.


Mamma og pabbi mætt á svæðið



Súkkulaði traktorinn tilbúinn



Mömmurnar í afmælinu, börnin voru öll á sama aldri

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosalega ertu myndarleg:)
Til hamingju með strákinn, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt!

Nafnlaus sagði...

Vá, þvílíkt flottur traktór.
Ég vildi að ég væri svona myndarleg.
kv. Andrea

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með stóra strákinn þinn, Geggjaður traktor! Mega sæt líka kertin á afmælisborðinu;)