19 janúar 2007

Yezzzzzzir

Jæja loksins eitthvað uppávið í þessum slappleysis málum mínum. Fór á vigtina í morgun og viti menn, þrátt fyrir skemmtilegar nætur og morgna undanfarið var ég barasta búin að þyngjast um heil 200gr. Þetta er bara mesta þyngdaraukning sem ég hef upplifað síðan ég varð ófrísk. Nú þarf ég bara að bæta á mig rétt rúmum tveimur og hálfum kílóum og þá er ég komin í sömu þyngd og ég var áður en ég varð ófrísk. Gleðigleðigleðigleði, annars verður það ekkert mál. Er að fara til mömmu og pabba eftir 4 daga og c.a. 20 klukkutíma og þá næ ég nú að öllum líkindum að þyngjast all verulega. Ætli ég verði ekki bara eins hvalur þegar ég kem aftur til DK :o)

Well anyways þá er ekkert að frétta, nóg að gera undirbúningur varnarinnar á fullu. Er reyndar að fara í mat hérna í boði skólans í hádeginu á eftir afþví við Per erum að fara á fund með Claus, supervisornum okkar, og manni sem heitir Hans Abildgaard og kemur fyrir hönd fyrirtækisins Energinet.dk sem ætla að vinna lokaverkefnið okkar með okkur. Svo það verður fjör.

Jú einar fréttir eru, gleymdi því næstum. Ég fékk bréf um að ég er ein af tveimur sem verið er að velja endanlega á milli um doktorsverkefnið sem ég sótti um síðasta haust. Þetta er verkefni fyrir Vattenfall, en það voru 20 manns sem sóttu um verkefnið upphaflega. Svo ég er bara nokkuð ánægð, að þó ég fái kannski ekki þetta verkefni þá komst ég allavega í loka valhópinn ;o) (fæ að vita seinna hver verður endanlega valinn)

Bless kex og ekkert stress

1 ummæli:

Magga sagði...

Vá til hamingju með lokahópinn, mér finnst þú mega hörð að fara í doktorinn

Kv. Magga